Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 20. nóvember 2021

Yfirlæknir á landspítala segir síðustu daga hafi hlutfall óbólusettra á spítalanum þokast upp á við. er rúmlega helmingur covid-sjúklinga á spítalanum óbólusettur.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því ungur maður sem skaut þrjá á mótmælum í fyrra hafi verið sýknaður. Forsetinn hvetur til stillingar vegna málsins. Niðurstöðu kviðdómsins var mótmælt í gær.

Ungt fólk sýnir meiri stuðning við jafnréttisbaráttu minnihlutahópa en eldri kynslóðir, samkvæmt alþjóðlegri könnun UNICEF, sem birt var í dag í tilefni af alþjóðadegi barna. Ung kona segir mikilvægt Íslendingar átti sig á rasismi fyrirfinnst hérlendis og berjist gegn honum.

Boðað hefur verið til mótmæla í nokkrum borgum Evrópuríkja í dag gegn hertum sóttvarnaaðgerðum.

Það var jólalegt í Heiðmörk í morgun þegar Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll á aðventunni var fellt.

Mikil spenna var í úrvalsdeildunum í hand- og körfubolta í gærkvöldi. Sigurlið gærkvöldsins tylltu sér á topp deildanna.

Birt

20. nóv. 2021

Aðgengilegt til

18. feb. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.