Fram og til baka

Ásdís Halla Bragadóttir í fimmunni, Amma mús og Fréttagetraun

Fram og til baka, 7.11.2020

Umsjón Felix Bergsson

Lag dagsins - You little fruitcake - Ingi Örn Gíslason

Fimman - Ásdís Halla Bragadóttir

Fimm brögð - Á tímum covid er næsta máltíð það sem við hlökkum mest til

1.?Kanill: fyrsta bragðið sem ég varð ástfangin af. Hnausþykkur grjónagrautur pabba þegar ég ólst upp í Ólafsvík þar sem kanilbragðið flutti mann í alsælu.

2.?Chilli: Nýr heimur opnaðist fyrir mér þegar ég flutti 10 ára til Svíþjóðar. Eftir hafa farið á kjöt- og ostamarkaðinn á laugardagsmorgnum fórum við í hádegismat á kínverskum matsölustað þar sem ég fékk rif með sterkri sósu, chili og klístruðum hrísgrjónum. Ég trúði því varla eitthvað svona gott gæti verið til. Elda reglulega einn rétt sem rifjar upp þessa minningu.

3.?Kóriander: Þegar við fluttum til Boston fórum við á thailenskan stað sem er með heimsins bestu fersku vorrúllur. Það sem er ógleymanlegt er hvað þeir voru með ferskt og gott coriander sem ég þekkti þá ekki frá Íslandi. Er háð því. Besta við vinna með Ástu sl. 12 ár er hún borðar ekki coriander og gefur mér sinnt skammt!

4.?Engifer: Við Aðalsteinn ætluðum til Köben á aðventunni fyrst og fremst til smörrebröd en þó umfram allt fara á Kiin Kiin, víetnamskan stað sem er með street food kjötbollur með engifer. Ætlum elda þær heima í staðinn.

5.?Blandan af sítrónu og dilli: Eldhúsið okkar hefur eiginlega breyst í súpeldhús í covid. Eldum til eiga afganga og líka stundum til skreppa með til náinna ættingja sem eru í einangrun eða sóttkví. Súpan sem stendur upp úr er kjúklingasúpa með orzo og þegar mjúkt kjúklingasoðið blandast við ferskt dill og sítrónu sem maður kreistir yfir þá er ekkert sem toppar það á köldum haustkvöldum.

Viðtal - Hildur Guðnadóttir aka Amma mús

Fréttagetraun

Birt

7. nóv. 2020

Aðgengilegt til

7. nóv. 2021
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar notalega tónlist. Hann býður upp á hlustendagetraun og fær til sín góða gesti sem segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra.