Fóstbræðra saga

Fóstbræðra saga

Jónas Kristjánsson les Fóstbræðra sögu, áður flutt 1977. Jónas var einn helsti fræðimaður þjóðarinnar um fornbókmenntir og var Fóstbræðra saga einmitt doktorsverkefni hans.

Fóstbræðra saga er talin rituð í upphafi þrettándu aldar. Hún fjallar einkum um fóstbræðurna Þormóð Bersason, sem nefndur var Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson. Þeir voru mjög ólíkir, Þormóður skáld gott og kvenhollur mjög, en Þorgeir vígamaður svo mikill hann greip til vopna af minnsta tilefni, eða jafnvel tilefnislausu.