Er ofbeldi fyndið?

Er ofbeldi fyndið?

Þáttur um ofbeldi og húmor í víðustu merkingu.

Rætt er við dr. Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor við Háskóla Íslands, um ofbeldi, húmor og samfélagsgerðir. Einnig er rætt við Pétur Yngva Yamagata, deildarstjóra í versluninni Nexus sem sérhæfir sig í teiknimyndasögum, um þessa menningu og ofbeldi í þessum sögum.

Viðar Eggertsson les kafla úr Gerplu eftir Halldór Laxness.

Umsjón: Lísa Pálsdóttir.

(Áður á dagskrá 2006)