Er ekki tími til kominn að tengja
Gígja Hólmgeirsdóttir fjallar um akureyskt tónlistarfólk og hljómsveitir sem hafa vakið athygli í gegnum tíðina.
Í þættinum er fjallað um akureyrísku hljómsveitirnar Baraflokkinn, Skriðjöklana, Stuðkompaníið, Toymachine, 200.000 naglbíta og Skytturnar. Auk þess er farið í gegnum tónlistarferil Rögnvaldar Braga Rögnvaldssonar en hann hefur verið mjög virkur í akureyrísku tónlistarlífi um langt skeið. Ferill hans byrjaði í unglingahljómsveitinni Sýklunum og þaðan lá leið hans í ýmsar hljómsveitir, m.a. Möðruvallamunkana, Lost, Hún andar, Dægurlagapönkhljómsveitina Húfu og nú síðast Hvanndalsbræður.
Einnig er rifjuð upp saga einnar fyrstu stelpuhljómsveitar landsins. Það voru Svörtu ekkjurnar en í því bandi voru þær Anna Lísa Baldursdóttir á trommur, Bergþóra Stefánsdóttir á bassa, Jónborg Sigurðardóttir söng, Vala Valdimarsdóttir á gítar og Þórunn Óttarsdóttir á gítar.
Viðmælendur í þættinum eru:
Þór Freysson - gítarleikari í Baraflokknum
Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson - tónlistarmaður og Hvanndalsbróðir
Jónborg Sigurðardóttir - söngkona í Svörtu ekkjunum
Anna Lísa Baldursdóttir - trommari í Svörtu ekkjunum
Logi Már Einarsson - Skriðjökull
Jónatan Garðarsson - dagskrárritsjóri Ríkisútvarpsins
Baldvin Z - trommuleikari Toymachine
Vilhelm Anton Jónsson - söngvari 200.000 naglbíta
Heimir Björnsson - rappari í Skyttunum
Gígja Hólmgeirsdóttir fjallar um akureyskt tónlistarfólk og hljómsveitir sem hafa vakið athygli í gegnum tíðina.