Er ekki tími til kominn að tengja

Í þættinum er fjallað um akureyrísku hljómsveitirnar Baraflokkinn, Skriðjöklana, Stuðkompaníið, Toymachine, 200.000 naglbíta og Skytturnar. Auk þess er farið í gegnum tónlistarferil Rögnvaldar Braga Rögnvaldssonar en hann hefur verið mjög virkur í akureyrísku tónlistarlífi um langt skeið. Ferill hans byrjaði í unglingahljómsveitinni Sýklunum og þaðan lá leið hans í ýmsar hljómsveitir, m.a. Möðruvallamunkana, Lost, Hún andar, Dægurlagapönkhljómsveitina Húfu og nú síðast Hvanndalsbræður.

Einnig er rifjuð upp saga einnar fyrstu stelpuhljómsveitar landsins. Það voru Svörtu ekkjurnar en í því bandi voru þær Anna Lísa Baldursdóttir á trommur, Bergþóra Stefánsdóttir á bassa, Jónborg Sigurðardóttir söng, Vala Valdimarsdóttir á gítar og Þórunn Óttarsdóttir á gítar.

Viðmælendur í þættinum eru:

Þór Freysson - gítarleikari í Baraflokknum

Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson - tónlistarmaður og Hvanndalsbróðir

Jónborg Sigurðardóttir - söngkona í Svörtu ekkjunum

Anna Lísa Baldursdóttir - trommari í Svörtu ekkjunum

Logi Már Einarsson - Skriðjökull

Jónatan Garðarsson - dagskrárritsjóri Ríkisútvarpsins

Baldvin Z - trommuleikari Toymachine

Vilhelm Anton Jónsson - söngvari 200.000 naglbíta

Heimir Björnsson - rappari í Skyttunum

Birt

26. des. 2020

Aðgengilegt til

26. des. 2021
Er ekki tími til kominn að tengja

Er ekki tími til kominn að tengja

Gígja Hólmgeirsdóttir fjallar um akureyskt tónlistarfólk og hljómsveitir sem hafa vakið athygli í gegnum tíðina.