Eplailmur og sortulyng

Eplailmur og sortulyng

Nokkrir íbúar á Hrafnistu í Hafnarfirði og Reykjavík, fæddir á fyrrihluta síðustu aldar, rifja upp minningar úr bernsku.

Í þessum þremur þáttum heyrum við meðal annars frásagnir um harða lífsbaráttu í afskekktum sveitum þar sem kuldabólga var daglegt brauð yfir vetrartímann, hvernig upplifun það var fyrir 10 ára dreng þegar breski herinn steig á land og af hverju ungur maður sem þráði verða bóndi fór lesa lögfræði.

Við heyrum líka hvernig jólahaldi var háttað á þessum ólíku heimilum, hversu gaman það var stíga dansinn á moldargólfi , dansa í kringum grenijólatré í stofunni, una sér við kerti og spil og hlusta á pabba leika á fótstigið orgel á jólanótt meðan heimilisfólkið söng jólasálma.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir.