Epicycle II - Tónleikar Gyðu Valtýsdóttur

Epicycle II - Tónleikar Gyðu Valtýsdóttur

Hljóðritun frá tónleikum Gyðu Valtýsdóttur sem fram fóru á Listahátíð í Reykjavík 2020 í Norðurljósasal Hörpu 23. september sl.

Hér rennur saman ævafornt og nýtt, heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við galdranunnuna Hildegard von Bingen og franska dulhyggjumanninn Olivier Messiaen í bland við magnaða tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar, Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar, Ólafar Arnalds og fleiri tónskálda.