Endurtekin orð um bækur

Endurtekin orð um tyrkneskar bækur

Endurtekin Orð*um bækur

5. þáttur 15. júlí 2016

Í stað vikulegra Orða um bækur í sumar verður á sama á dagskrá Endurtekin Orð*um bækur. Nýr þáttur gerður úr ýmsu af því góða og áhugaverða efni sem frá haustinu 2012 hefur verið á dagskrá þáttarins Orð*um bækur sog stundum jafnvel gripið enn lengra aftur í tímann.

Á laugardaginn/í dag verður rifjuð upp umfjöllun um tvær tyrkneskar skáldsögur. Annars vegar er skáldsaga Nóbelsverðlaunahafa ársins 2005 Ohrans Pamuk Safn sakleysisins frá árinu 2005 sem fjallað var um í Orð*um bækur, árið 2013 eða ári síðar en verkið kom út í enskri þýðingur. Safn sakleysinsins er ekki bara saga heldur líka alvöru safn með ákveðið heimilsfang í Istanbul sem Sigrún Eldjárn rithöfundur og myndlistarmaður hefur heimsótt. Rætt er við Sigrúnu í þættinum um skáldsöguna og safnið. Einnig er í þættinum sagt frá tyrknesku skáldkonunni Elif Shafak og skáldsögu hennar Heiðri sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2014 í Neonklúbbi Bjarts.

Umsjón með samsetningunni Jórunn Sigurðardóttir

Lesarar Ásgeir Eyþjórsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Gunnar Hansson og Sigríður Steinunn Stephensen.

Birt

16. júlí 2016

Aðgengilegt til

19. nóv. 2021
Endurtekin orð um bækur

Endurtekin orð um bækur

Í stað vikulegra Orða um bækur í sumar verður á sama tíma á dagskrá rásar 1 þátturinn EndurtekinOrð*um bækur. Þetta er nýr þáttur gerður úr ýmsu af því góða og áhugaverða efni sem frá hausti 2012 hefur verið á dagskrá þáttarins Orð*um bækur. Þættirnir verða tematískir - minnsta kosti stundum - en einnig verða dregnar upp úr hattinum stakar umfjallanir.