Ekkert nýtt nema veröldin

Ekkert nýtt nema veröldin

Bréfaskipti Gríms Thomsens og Brynjólfs Péturssonar. Gunnar Stefánsson er umsjónarmaður, en lesarar Eiríkur Guðmundsson og Haukur Ingvarsson. Þátturinn er byggður á bók með bréfaskiptum þeirra Gríms og Brynjólfs sem fræðimennirnir Aðalgeir Kristjánsson og Hjalti Snær Ægisson gáfu út 2011. Þeir Grímur og Brynjólfur eru meðal merkustu Íslendinga á nítjándu öld. Þeir voru trúnaðarvinir og bréf þeirra, skrifuð á árunum 1845-50, bregða upp skemmtilegum nærmyndum af þeim báðum. Skáldið Grímur var á þessum tíma í utanríkisþjónustu Dana og dvaldist víða um Evrópu, ekki síst í París, og var einn mestur heimsborgari Íslendinga. Hann skrifaðii Brynjólfi skemmtilegar lýsingar á lífi sínu og ferðalögum. Brynjólfur var einn Fjölnismanna og starfaði lengstum í Rentukammerinu í Kaupmannahöfn. Hann var mikill bakhjarl landa sinna og traustasta stoð Fjölnis þótt hann skrifaði lítið í ritið. Grími reyndist hann óþreytandi hjálparhella. Þessi bréf þeirra vinanna eru einstæð heimild um andlegt líf íslenskra menntamanna á nítjándu öld. Nafn þáttarins er sótt í bréf Gríms frá París, „Ekkert nýtt, nema veröldin“, svo púnktum og klausa þarum.