Efnið og sköpunarkrafturinn - Fjallkonan og snillingarnir
Fjallað er um hið kvenlæga og karllæga og rófið þar á milli í okkar samtíma. Hvaða lærdóma má draga af sögu Fjallkonunnar fyrir framþróun jafnréttismála þjóðarinnar? Hvernig menntum við til jafnréttis? Hvernig má renna stoðum undir það að ástarkraftur sé skýringin á viðvarandi kynjahalla? Erum við hægt og sígandi að losna út úr tvíhyggjuveruleika kyngervisins? Eru vegir ástarinnar rannsakanlegir?
Umsjón: Berglind Rós Magnúsdóttir.