Edgar Allan Poe í íslenskum bókmenntaheimi

Edgar Allan Poe í íslenskum bókmenntaheimi

Bandaríski nítjándualdarhöfundurinn Edgar Allan Poe, sem gjarnan er talinn frumkvöðull á sviði leynilögreglusagna og einn af lykilhöfundum hrollvekjubókmennta, er jafnframt eitt kunnasta ljóðskáld rómantísku stefnunnar. Í þessum tveimur þáttum verður fjallað um viðtökur og hlutskipti þessa höfundar á íslenskum bókmenntavettvangi-bæði á Íslandi og meðal Vestur-Íslendinga. Veitt verður yfirsýn um verk Poes sem til eru á íslensku- en sum þeirra hafa verið þýdd oftar en einu sinni. Ljóðin „Hrafninn“ og „Annabel Lee“ hafa til dæmis verið þýdd af nokkrum valinkunnum íslenskum þýðendum og sumar sagna Poes hafa verið þýddar tvisvar eða þrisvar. Jafnframt verður hugað því menningarsamhengi sem mótað hefur viðtökur Poes, bæði hérlendis og alþjóðlega: í bókmenntaumræðu og í skáldskap annarra höfunda, í dagblöðum og útvarpi sem skáldskaparmiðlum, sem og í kvikmyndum og öðrum sjónrænum miðlum.

Lesari: Gunnar Stefánsson.

Umsjón: Ástráður Eysteinsson