Dansinn dunar með Ragga Bjarna

Dansinn dunar með Ragga Bjarna

Ragnar Bjarnason syngur og leikur með hljómsveit sinni í útvarpssal árið 1967.

Dagskráin var á sínum tíma hljóðrituð upp úr útvarpi yfir á heimilis-segulband sem Hreinn Valdimarsson tæknimaður hefur afritað, hljóðhreinsað og lagfært eins og kostur er, fyrir útsendingu á nýjan leik. Á efnisskránni er m.a. fágætt lag eftir Ragnar, Á síld, við texta Erlings Arnar Péturssonar; Lazy river eftir Hoagy Carmichael og lagið That's life, sem Frank Sinatra gerði heimsfrægt.