Daginn sem Remedíos fagra steig upp til himna

Daginn sem Remedíos fagra steig upp til himna

Kólumbíski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Gabríel García Márquez lést á skírdag 2014,i en hann var fæddur í þorpinu Aracataca í Kólumbíu árið 1927. Márquez var höfundur fjölmargra skáldsagna og einn þekktasti fulltrúi suður-ameríska töfraraunsæisins. Frægasta bók hans er Hundrað ára einsemd sem kom út árið 1967 og áratug síðar í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar, bók full af hversdagslegum undrum og stórmerkjum, svo sem uppstigningu Remedíosar fögru sem fýkur upp til himna þegar hún hengir lök til þerris í golunni. Hermann Stefánsson rithöfundur lítur yfir feril Márquezar á uppstigningardag.

Lesari: Sigríður Stephensen.