Daðrað af jaðrinum

Hláturinn lengir lífið

Þriðji þáttur af fjórum um jaðarsviðslistir á Íslandi í dag en þær eru spuni, sirkus, uppistand, Drag og burlesk, sem allt flokka undir tegundaheitið Kabarett.

Í þættinum verður hlátur og grín til umfjöllunar og sjónum beint trúðleik, gervum, sirkus, spuna og uppistandi.

Viðmælendur í þættinum eru Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Meyvant Kvaran en þau eru með háskólapróf í sirkuslistum, Lárus Blöndal eða Lalli töframaður sem er einn stofnenda Reykjavík Kabarett, Guðmundur Felixson, listrænn stjórnandi Improv Íslands og Snjólaug Lúðvíksdóttir, uppistandari.

Einnig heyrist í Margréti Erlu Maack, Sigurði Heimi Starr Guðjónssyni, Bibi Bioux og Jezebel Express.

Umsjón hefur Brynhildur Björnsdóttir

Birt

21. sept. 2019

Aðgengilegt til

26. apríl 2022
Daðrað af jaðrinum

Daðrað af jaðrinum

Jaðarsviðslistir standa í miklum blóma um þessar mundir. En hverjar eru þær, hverjir sinna þeim hérlendis, hvaðan eru þær, hvaðan eru þær sprottnar og hverjir eru áhrifavaldar? Og kannski mikilvægast: hversvegna þær blómstra einmitt hér og einmitt nú?

Fjallað verður m.a. um dragmenninguna og Dragsúg, Sirkus Íslands og Skinnsemi, burlesquehópana Reykjavík Kabarett og Dömur og herra, listviðburðinn Rauða skáldahúsið og Reykjavík Fringe festival sem fór fram í annað sinn í byrjun júlí.

Umsjón: Brynhildur Björnsdóttir.