Daðrað af jaðrinum

Dulítið sem enginn veit

Annar þáttur af fjórum um jaðarsviðslistir á Íslandi í dag. Í þættinum er drag og burlesque til umfjöllunar og sjónum beint líkamanum, kyni, kyngervi, nekt og feminisma.

Viðmælendur í þessum þætti eru Sigurður Heimir Starr Guðjónsson, betur þekktur sem dragdrottningin Gógó Starr, Sólveig Johnsen einnig þekkt sem dragkóngurinn Milo de Mix, Margrét Erla Maack frumkvöðull í kabarettlistum á Íslandi og Jezebel Express, burlesquelistakona og kennari við New York School of Burlesque. .

Umsjón hefur Brynhildur Björnsdóttir.

Birt

14. sept. 2019

Aðgengilegt til

26. apríl 2022
Daðrað af jaðrinum

Daðrað af jaðrinum

Jaðarsviðslistir standa í miklum blóma um þessar mundir. En hverjar eru þær, hverjir sinna þeim hérlendis, hvaðan eru þær, hvaðan eru þær sprottnar og hverjir eru áhrifavaldar? Og kannski mikilvægast: hversvegna þær blómstra einmitt hér og einmitt nú?

Fjallað verður m.a. um dragmenninguna og Dragsúg, Sirkus Íslands og Skinnsemi, burlesquehópana Reykjavík Kabarett og Dömur og herra, listviðburðinn Rauða skáldahúsið og Reykjavík Fringe festival sem fór fram í annað sinn í byrjun júlí.

Umsjón: Brynhildur Björnsdóttir.