Daðrað af jaðrinum

Lífið er kabarett!

Í þessum fyrsta þætti af fjórum verður leitast við skilgreina hvaða listgreinar teljast til jaðarsviðslista/kabarettlista og stiklað á stóru yfir sögu þeirra, bæði erlendis og hérlendis, allt frá blómatíma revíunnar til endurreisnar kabarettsins í nútímanum með viðkomu í Klúbbnum, hjá Spaugstofunni og víðar.

Viðmælendur í þessum fyrsta þætti eru Benedikt Hjartarson, prófessor við Háskóla Íslands og Margrét Erla Maack frumkvöðull í kabarettlistum á Íslandi.

Lesarar í þættinum eru Andri Freyr Viðarsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Jóhannes Ólafsson.

Umsjón: Brynhildur Björnsdóttir

Birt

7. sept. 2019

Aðgengilegt til

26. apríl 2022
Daðrað af jaðrinum

Daðrað af jaðrinum

Jaðarsviðslistir standa í miklum blóma um þessar mundir. En hverjar eru þær, hverjir sinna þeim hérlendis, hvaðan eru þær, hvaðan eru þær sprottnar og hverjir eru áhrifavaldar? Og kannski mikilvægast: hversvegna þær blómstra einmitt hér og einmitt nú?

Fjallað verður m.a. um dragmenninguna og Dragsúg, Sirkus Íslands og Skinnsemi, burlesquehópana Reykjavík Kabarett og Dömur og herra, listviðburðinn Rauða skáldahúsið og Reykjavík Fringe festival sem fór fram í annað sinn í byrjun júlí.

Umsjón: Brynhildur Björnsdóttir.