Bönnuð jól

Bönnuð jól

Una Margrét Jónsdóttir fjallar um nokkur tímabil og staði þar sem jólahald hefur verið bannað. Jólin voru bönnuð á Englandi á valdatíma púrítana, 1647-1660, en þó að púrítanar væru kristnir litu þeir svo á að jólin væru ókristileg siðvenja, komin frá „pápistum“ og ýttu undir syndsamlega hegðun. Meðal annars verður lesið úr dagbókum Johns Evelyn sem upplifði þessa tíma, en hann var andvígur púrítönum og tók þátt í leynilegri jólaguðsþjónustu. Einnig verður fjallað um jólabann kommúnískra yfirvalda í Sovétríkjunum á 20. öld og meðal annars sagt frá leynilegu jólahaldi í sovéskum fangabúðum 1940. Á Kúbu voru jól einnig bönnuð um tíma, en reglurnar rýmkaðar eftir heimsókn páfa til landsins 1998. Í þættinum verða flutt jólalög frá Bretlandi 17. aldar, Rússlandi og Kúbu.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir