Bók vikunnar

Sumarbókin

Í Sumarbókinni er brugðið upp svipmyndum frá sumardvöl stúlkunnar Soffíu á eyju í finnska skerjagarðinum ásamt ömmu sinni og pabba. Persónurnar í bókinni eru byggðar á móður Jansson, bróður hennar og bróðurdóttur, en sjálf dvaldi Tove Jansson mikið í skerjagarðinum. Sumarbókin er ein þekktasta skáldsaga hennar fyrir utan bækurnar um Múmínálfana, en hún skrifaði einnig smásögur sem margar byggðu á hennar eigin ævi og reynslu. Gestir þáttarins eru rithöfundarnir Gerður Kristný og Áslaug Jónsdóttir.

Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.

Birt

6. sept. 2020

Aðgengilegt til

12. sept. 2021
Bók vikunnar

Bók vikunnar

Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.

Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.