Bók vikunnar

100 ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marques er Bók vikunnar

Gestir þáttarins eru Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku í Háskóla Íslands og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þau rifjuðu upp fyrstu kynni sína af bókinni, ræddu um töfraraunsæi fyrr og og áhrif bókarinnar 100 ára einsemd á evrópskar bókmenntir sem og áhrif módernískra evrópskra bókmennta á bókmenntir Suður Ameríku á síðari hluta 20. aldar.

Einnig heyrist í Bergþóru Einarsdóttur dans - og rapplistamanns sem jafnframt hefur gefið út eina ljóðabók, Sjósuðu, og birt þýðingar á ljóðum suður amerískra skálda í tímaritum. Í þættinum segir Bergþóra frá lestrarupplifun sinni á 100 ára einsemd en hún las bókina fyrir stuttu.

Leifur Hauksson les hina frægu fyrstu setningu bókarinnar. Umsjón með þættinum hefur Jórunn Sigurðardóttir.

Birt

31. jan. 2015

Aðgengilegt til

25. júlí 2021
Bók vikunnar

Bók vikunnar

Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.

Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.