Ber er hver að baki
Þáttaröð um bakverði íslenskrar dægurtónlistar. Hugað er að þætti þess listafólks sem höfundar dægurlaga og upptökustjórar fá ítrekað til þess að leika og syngja inn á plötur fyrir sig. Rætt er um bassaleik, trommuleik, söng milliradda og hljóðfærablástur á plötum og í einstaka lögum þekktra flytjenda. Umsjónarmaður er Karl Hallgrímsson.