Ameríski draumurinn - staða svartra í Bandaríkjunum og barátta þeirra

Ameríski draumurinn - staða svartra í Bandaríkjunum og barátta þeirra

Fjallað er um sögu svartra Bandaríkjamanna, minnihlutahóps sem er enn í efnahagslegri, félagslegri og stjórnmálalegri varnarstöðu eftir 400 ára sambúð með hvíta meirihlutanum. Staða þeirra er í hrópandi mótsögn við samfélag sem fyrst allra kenndi sig við réttindi og frelsi í Sjálfstæðisyfirlýsingunni og Stjórnarskránni. Horft er bæði til samtímans og fortíðar. Málflutningur nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um réttindi og stöðu svartra er krufinn, spurt hvers vegna andstaða meirihlutans svo mikil og hvers vegna barátta og andóf hafi ekki borið meiri árangur.

Umsjón hefur Lilja Hjartardóttir.