Allt í lag fyrir Fiskidag

Allt í lag fyrir Fiskidag

Fiskidagurinn mikli á 20 ára afmæli í ár. Saga þessarar bæjarhátíðar er ævintýri líkust og árlega streyma tugir þúsunda til Dalvíkur til spóka sig á hafnarsvæðinu og borða fisk í boði dalvískra útgerða. Afmælisveislunni hefur verið frestað um ár vegna Covid 19 en tugirnir tveir standa fyrir sínu eins og kemur í ljós þessum þætti um sögu Fiskidagsins mikla. Umsjón Margrét Blöndal .