Albúmið
Tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Kristján Freyr Halldórsson ræða saman og kryfja til mergjar margar af bestu og vinsælustu hljómplötunum allra tíma úr gullkistu hryntónlistarinnar. Tónlist og textagerð er skoðuð í sögulegu samhengi auk þess sem áhugaverðar upplýsingar um listamennina líta dagsins ljós.