Að skilja heiminn

Að skilja heiminn

Bogi Ágústsson ræðir við Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra um utanríkismál, feril hans, stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, Norðurlandsasamstarf og margt annað. Þeir ræddu og ellina en Einar varð níræður 30. apríl síðastliðinn.

Viðtalið var tekið upp í Stúdíói 12 í Ríkisútvarpinu þann 19. apríl 2021. Tæknimaður var Georg Magnússon, enn fremur unnu Markús Hjaltason og Úlfhildur Eysteinsdóttir við frágang þáttarins.