Á tónsviðinu

Tónlist eftir Carl Maria von Weber

Í þættinum verður leikin tónlist eftir Carl Maria von Weber. Árið 1808 samdi hann sönglag sem hann tileinkaði söngkonunni Gretchen Lang, en hann var ástfanginn af henni. Gretchen söng aðalhlutverkið í óperu Webers, „Silvana“, tveimur árum síðar. En hún endurgalt ekki tilfinningar Webers og hann sneri sér annarri söngkonu, Caroline Brandt, sem einnig fór með hlutverk í „Silvana“. Caroline giftist Weber og hann tileinkaði henni verk sitt „Boðið upp í dans“ sem flutt verður í þættinum. Einnig verður leikinn fagottkonsert í F-dúr sem Weber samdi árið 1811. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Birt

20. maí 2021

Aðgengilegt til

21. ágúst 2021
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.