Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
2. þáttur af 5 frá 2005. Umsjón: Margrét Lóa Jónsdóttir. Gestur þáttarins: Erna Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt.
Leikin er skemmtitónlist sem tengist Vínarborg á einn eða annan hátt og endurflutt erindi um ferðalag ungra kvenna frá Skagafirði til Reykjavíkur 1918 og heim aftur vorið 1919. Flytjendur tónlistar: Þuríður Baxter ; Guðný Aðalsteinsdóttir ; Wiener Schrammeln.
Jón Skagan les frásögu Sigríðar Jennýjar Skagan "Konur ganga milli landsfjórðunga".
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Það vantar faggreinakennara í ýmsum greinum, þar á meðal í svonefndum STEM-greinum. Vandamálið er að það er of fátt ungt raungreinafólk sem lítur á framhaldsskólann sem sinn framtíðarvinnustað. Viðmælendur í fimmta þætti eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Harðarson, Freyja Hreinsdóttir, Guðjón Hreinn Hauksson og Gunnlaugur Magnússon.
Prestur er Sr. Dagur Fannar Magnússon. Organisti og kórstjóri er Gunnar Gunnarsson sem einnig stjórnar „Sönghópnum við Tjörnina“. „Hljómsveitin Mantra“ leikur með kórnum – en hana skipa auk Gunnars, Aron Steinn Ásbjarnarson sem leikur á saxófón, Örn Ýmir Arason á kontrabassa og Gísli Gamm á slagverk. Gítarleikari með hljómsveitinni er Ásgeir Ásgeirsson. Hljóðmaður er Hafþór Karlsson.
TÓNLIST Í MESSUNNI:
Forspil: „Kom sunnudagur“, Come Sunday eftir Duke Ellington
Sálmar og lög fyrir prédikun
Númer 551 Heiti sálms: Á hverjum degi, Drottinn minn, ég bið Höfundur lags og ljóðs: Kristján Kristjánsson, KK.
Númer 290 Úkraínsk miskunnarbæn: Miskunna þú okkur
Númer 270 Dýrðarsöngur frá Argentínu; Dýrð þér dýrð þér Höfundur lags og ljóðs: Pablo Sosa; ísl. þýðing: Kristján Valur Ingólfsson
Númer 236 Heiti sálms: Best faðir barna þinna gættu Höfundar: Texti: Pétur Guðmundsson – Lag: Norskt þjóðlag
Númer 702 Heiti sálms: Heyr þann boðskap Höfundur lags og ljóðs: Eleazar Torreglosa; ísl. þýðing: Kristján Valur Ingólfsson
Númer 712 Heiti sálms: Er vaknar ást Höfundur lags og ljóðs: Linda S. Pindule; ísl. þýðing: Kristján Valur Ingólfsson
Sálmar og lög eftir prédikun
Númer 175 Heiti sálms: Þeir lögðu frá sé fisk og net Höfundar: Texti: Sr. Hjörtur Pálsson – Lag: Perry Nelson
Númer 395 Heiti sálms: Í þínu nafni uppvaknaður Höfundur ljóðs: Hallgrímur Pétursson – Lag: Íslenskt þjóðlag
Eftirspil: Djassspuni yfir lokasálm: „Ungmennabænakorn á morgna“
Útvarpsfréttir.
Alltaf er hægt að gera betur í geðheilbrigðismálum fanga, segir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. Spítalinn tekur yfir málaflokkinn og vonast er til að það verði til bóta.
Úkraínumenn hafa samið við Grikki um innflutning á gasi til að mæta orkuþörf vetrarins. Rússar segjast hafa náð tveimur þorpum í suðurhluta Úkraínu á sitt vald.
Austfirðingar og Vestfirðingar nota sjaldnar bílbelti en íbúar höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt viðhorfskönnun Gallups. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þar á meðal banaslys, sem rekja má til þess að beltin eru ekki spennt.
Flóttamenn sem fá alþjóðlega vernd í Bretlandi þurfa að bíða í tuttugu ár eftir að geta sótt um varanlegt dvalarleyfi, gangi nýjar áætlanir stjórnvalda þar eftir. Þeim er ætlað að draga úr komu flóttamanna á bátum yfir Ermarsund.
Mikilvægt er að tryggja að starfsfólk og stjórnendur sem vinna í þjónustu við fatlað fólk þekki tilkynningaskyldu í málaflokknum, til dæmis þegar grunur er um brot gegn fötluðu fólki. Þetta kemur fram í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Íslenskan er að breytast örar en áður. Í tilefni af degi íslenskrar tungu kannaði fréttastofa hversu vel eldri kynslóðin skilur mál þeirra yngri og öfugt.
Ísland og Úkraína mætast í Póllandi í dag í úrslitaleik um hvort liðið kemst í umspil fyrir HM karla í fótbolta. Íslenska liðinu dugir jafntefli.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um atburðina sem urðu til þess að fréttastjóri og útvarpsstjóri breska ríkisútvarpsins sögðu af sér í byrjun mánaðar. Hneykslið hefur komið af stað mikill umræðu um falsfréttir, sem fjölmiðlafræðingurinn Skúli Bragi Geirdal veit allt um.
Árið 1689 braust enn á ný út stríð í Evrópu. Það má segja að það
hafi verið upphafið að endi franskrar útþenslustefnu í álfunni.
Í stríðinu sem stóð til ársins 1697 sameinuðust Englendingar og
Spánverjar Niðurlöndum í því skyni að stöðva framgang Frakka.
A átjándu öld ýttu Evrópubúar miðaldarhefðum í stjórnspeki.
heimspeki og listum út af borðinu.
Ágúst Þór Árnason [1954-2019] gerði þættina árið 1994.
Viðmælendur í sjöunda þætti eru:
Gísli Gunnarsson [1938-]
Loftur Guttormsson [1938-]
Atli Harðarson [1960-]
Helga Ingólfsdóttir [1942-2009]
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Tónleikaupptökur frá tónlistarhátíðinni Seiglu 2024. Tónmeistari: Þorgrímur Þorsteinsson.
Af tónleikum Geirþrúðar Önnu Guðmundsdóttur, sellóleikara og Antoine Préat, píanóleikara:
Þrjár rómönsur Op. 22 eftir Clöru Schumann.
I. Andante molto
II. Allegretto: Mit
zartem Vorträge
III. Leidenschaftlich schnell
Tveir kaflar úr F-A-E sónötunni eftir Johannes Brahms og Robert Schumann:
Intermezzo og Scherzo.
Myndir á þili eftir Jón Nordal
Elegy eftir Gabriel Fauré
Sónata í e-moll fyrir píanó og selló Op. 38 eftir Johannes Brahms:
I. Allegro non troppo II. Allegretto quasi Menuetto III. Allegro
Af tónleikum Ingibjargar Ragnheiðar Linnet, trompet, Herdísar Ágústu Linnet, píanó og Írisar Bjarkar Gunnarsdóttur, sópran:
Lög eftir Jórunni Viðar, útsett af flytjendum:
Vökuró
Þjóðlag úr Álfhamri
Vorljóð á Ýli
Kall sat undir kletti

Fréttir
Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Í Sölvadal í Eyjafirði hefur lengst verið búið á Eyvindarstöðum, Draflastöðum og Þormóðsstöðum. Við kynnumst nánar sögu dalsins og fólksins sem þar bjó. Hvernig kom það til að heimavirkjanir voru reistar í stað þess að rafmagn frá samveitunni væri lagt í dalinn?
Viðmælendur: Ingibjörg Eiríksdóttir, Hrólfur Eiríksson og Njáll Kristjánsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Úlfhildur Eysteinsdóttir.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Eiríkur Jónsson lagaprófessor og landsréttardómari. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Eiríkur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Michael J. Klarman: The Framers´ Coup - The Making of the United States Constitution.
Viðar Már Matthíasson: Endurheimt verðmæta við gjaldþrot.
Arnaldur Indriðason: Tál.
Kristín Steinsdóttir: Engill í Vesturbænum.
Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af kjaftshöggum.
Iðunn Steinsdóttir og Sigríður Víðis Jónsdóttir.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Að deila eða ekki deila, það er spurningin. Hversu miklu af lífi barna er í lagi að deila á samfélagsmiðlum? Hvað þurfum við að hafa í huga og hverjar eru hætturnar? Ólöf Ragnarsdóttir ætlar að segja okkur allt um fyrirbæri sem kallast sharenting og stjórnvöld á Spáni vilja setja lög um.
Afhverju er fæðingartíðni stöðugt að lækka í heiminum og hvaða efnahagslegu og pólitísku afleiðingar hefur það á komandi árum? Jarðarbúum er vissulega enn að fjölga en nýjasta spá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að mannfjöldinn á jörðinni nái hámarki eftir rúma hálfa öld, árið 2084. Þá verði jarðarbúar samtals um tíu milljarðar og fimmti hver jarðarbúi verði þá eldri en sextíu og fimm ára. Björn Malmquist rýnir í framtíðina.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Það vantar faggreinakennara í ýmsum greinum, þar á meðal í svonefndum STEM-greinum. Vandamálið er að það er of fátt ungt raungreinafólk sem lítur á framhaldsskólann sem sinn framtíðarvinnustað. Viðmælendur í fimmta þætti eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Harðarson, Freyja Hreinsdóttir, Guðjón Hreinn Hauksson og Gunnlaugur Magnússon.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Saga menntunar kvenna er löng og áhugaverð. Hún hefur þó lítið verið kennd í skólum. Þessi þáttur fer yfir sögu menntunar kvenna og horfir sérstaklega á það hvaða hlutverki húsmæðraskólar gegndu í réttindabaráttunni fyrir menntun kvenna. Í þættinum er tekið viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, prófessor emerita í mannfræði og fyrrum þingmann Kvennalistans, Mörtu Maríu Arnarsdóttur, skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík og Ragnheiði Geirsdóttur, stjórnmálafræðing og fyrrum nemanda Húsó.
Umsjón: Signý Pála Pálsdóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Fantasie-impromtu op. 66 í cís-moll eftir Frédéric Chopin. Vladimir Horowitz leikur á píanó.
(Útg. 1990).
Píanótríó í g-moll, op.3 (1881-2) eftir Ernest Chausson.
Verkið er í fjórum þáttum:
1. Pas trop lent - Animé
2. Vite
3. Assez
4. Animé
Pascal Devoyon leikur á píanó, Philippe Graffin á fiðlu og Gary Hoffman á selló.
(Útg. 1998).
Áfangar fyrir klarínettu, fiðlu og píanó eftir Leif Þórarinsson.
Verkið er tileinkað Kristjáni Davíðssyni.
Flytjendur eru Sigurður Ingvi Snorrason á klarinett, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó.
(Útg. 2004).
Á uppleið eftir Kristján Tryggva Martinsson. Tónsmíð innblásin af Flautusónötu í í E-dúr BWV 1035 eftir Johann Sebastian Bach. Kristján Tryggvi leikur sjálfur á keybird.
(Útg. 2025).

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Alltaf er hægt að gera betur í geðheilbrigðismálum fanga, segir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. Spítalinn tekur yfir málaflokkinn og vonast er til að það verði til bóta.
Úkraínumenn hafa samið við Grikki um innflutning á gasi til að mæta orkuþörf vetrarins. Rússar segjast hafa náð tveimur þorpum í suðurhluta Úkraínu á sitt vald.
Austfirðingar og Vestfirðingar nota sjaldnar bílbelti en íbúar höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt viðhorfskönnun Gallups. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þar á meðal banaslys, sem rekja má til þess að beltin eru ekki spennt.
Flóttamenn sem fá alþjóðlega vernd í Bretlandi þurfa að bíða í tuttugu ár eftir að geta sótt um varanlegt dvalarleyfi, gangi nýjar áætlanir stjórnvalda þar eftir. Þeim er ætlað að draga úr komu flóttamanna á bátum yfir Ermarsund.
Mikilvægt er að tryggja að starfsfólk og stjórnendur sem vinna í þjónustu við fatlað fólk þekki tilkynningaskyldu í málaflokknum, til dæmis þegar grunur er um brot gegn fötluðu fólki. Þetta kemur fram í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Íslenskan er að breytast örar en áður. Í tilefni af degi íslenskrar tungu kannaði fréttastofa hversu vel eldri kynslóðin skilur mál þeirra yngri og öfugt.
Ísland og Úkraína mætast í Póllandi í dag í úrslitaleik um hvort liðið kemst í umspil fyrir HM karla í fótbolta. Íslenska liðinu dugir jafntefli.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember og tók lagavalið mið af því og voru eingöngu leikin lög sungin á íslensku í tilefni af því. Með einni undantekningu þegar lagið I think of angels var leikið eftir fréttir klukkan tvö en tilefnið er Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa.
Lagalisti:
Land og synir - Örmagna.
Hvanndalsbræður - Vinkona.
Ballroom Chaser - Ég stend hér enn.
Bítlavinafélagið - Alveg orðlaus.
Helgi P & Hemmi Gunn - Þú eina hjartans yndið mitt.
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
Bubbi Morthens og Elín Hall - Föst milli glerja.
Pálmi Gunnarsson - Af litlum neista.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einni þér ann ég.
JÓNFRÍ - Andalúsía.
Hrúðukarlarnir - Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Stuðmenn - Út á stoppistöð.
Sálin hans Jóns míns - Láttu Mig Vera.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Helgi Björnsson - Lífið sem eitt sinn var.
Jón Jónsson - Þegar kemur þú.
14:00
KK & Ellen - I think of angels.
Mugison - Stingum Af.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Lúpína - Bergmál (úr "Echoes of the End").
Ríó Tríó - Stebbi og Lína.
Valdis & JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Langi Seli og Skuggarnir - OK.
Herramenn - Segðu mér.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
Eysteinn Pétursson - Það sem enginn veit.
Prins Póló - Leyndarmál.
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
Valdimar - Lungu.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
15:00
Egó - Fjöllin Hafa Vakað.
Heimilistónar - Kúst og fæjó.
Bjarni Arason - Þegar sólin sýnir lit.
Sléttuúlfarnir - Akstur Á Undarlegum Vegi.
Systur - Furðuverur.
Mannakorn & Ellen Kristjánsdóttir - Lifði og dó í Reykjavík.
Ívar Ben - Stríð.
Ríó Tríó - Ástarsaga.
GDRN - Háspenna.
Krullur & Vigdís Hafliðadóttir - Elskar mig bara á kvöldin.
Sigurður Guðmundsson & Una Torfadóttir - Þetta líf er allt í læ.
Ljósin í bænum - Disco Frisco.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Bríet kynnir þar með nýtt tímabil: smáskífan Cowboy Killer og EP-ið Bríet – Act I. Þar mætast íslensk sál og alþjóðlegt viðhorf í einlægum textum, ríkri hljóðmynd og nýju upphafi í ferli hennar.