12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 27. maí 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þrjú smit greindust innanlands í gær, eitt utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir nær öruggt að fleiri eigi eftir að greinast. Níu hafa greinst síðastliðna viku, flest tengd smitum í verslun í miðborginni.

Kínverjar lýsa vanþóknun á að Bandaríkjamenn séu á ný farnir að gera sér í hugarlund að COVID-19 megi rekja til kínverskrar rannsóknarstofu. Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað leyniþjónustustofnunum að komast að uppruna veirunnar.

Íslenskt almannatryggingakerfi á heimsmet í skerðingum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Eflingar. Íslenskt velferðarkerfi er sagt ólíkt hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar.

Formaður fjárlaganefndar Alþingis útilokar ekki að hægt verði að samþykkja aukna fjárveitingu til hjúkrunarheimila í næsta mánuði til að mæta rekstrarvanda þeirra.

Draga má lærdóm af vandamálum sem fylgdu raka- og mygluskemmdum í Fossvogsskóla og grípa hraðar inn í mál af þessum toga, segir formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkur. Ekkert verður kennt í húsakynnum Fossvogsskóla á næsta ári.

Íslandsbanki ætlar að gefa Listasafni Íslands og og fleiri söfnum rúmlega 200 verk úr safni bankans, eftir helstu listamenn þjóðarinnar fyrr og síðar.

Landssamband smábátaeigenda leggur til að strandveiðimenn sem veiða umfram leyfilegan dagskammt geti leiðrétt það í næsta róðri. Verðmæti fyrir umframaflann renni í ríkissjóð og skerði heildarkvóta tímabilsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,