18:00
Spegillinn
Vaktavinnufólk á LSH, hjúkrunarheimilin og rísandi ferðaþjónusta
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 27. maí 2021

Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir

Hæstiréttur sýknaði Íbúðalánasjóð í dag í máli vegna uppgreiðslugjalda lána og ómerkti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í öðru svipuðu máli. Rætt við Jónas Fr. Jónsson lögmann hjónanna sem þurfa að fara aftur með sitt mál til héraðsdóms.

Víðir Reynisson segir nýja rakningarappið auðvelda rakningu og fækka þeim sem þurfa að fara í sóttkví. Hann hvetur ungt fólk sem ætlar að djammið um helgina að hlaða appinu niður.

Frakklandsforseti viðurkenndi í dag þátt Frakka í þjóðarmorðinu í Rúanda fyrir 27 árum og baðst fyrirgefningar fyrir hönd þjóðarinnar.

Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims krefjast þess að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi láti blaðamanninn og stjórnarandstæðinginn Roman Protasevich lausan án tafar og nokkurra skilyrða.

Mannabein sem rak á land í Vopnafirði og fundust fyrsta apríl síðastliðinn eru af skipverja sem féll fyrir borð á fiskiskipinu Erling KE-140 í maí í fyrra.

Mikill meirihluti vaktavinnufólks á Landspítalanum ætlar að auka við starfshlutfall sitt vegna styttingar vaktavinnu. Deildarstjóri segir að vegna styttingarinnar gæti orðið erfiðara að manna stöður í sumar. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Helgu Sigurðardóttur, deildarstjóra mönnunar- og starfsumhverfisdeildar Landspítalans

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra telur að ekki liggi fyrir fullnægjandi greining á hvert fjárframlag ríkisins ætti að vera í rekstri hjúkrunarheimilanna. Þetta sagði hún á málþingi um greiningu á rekstrarkostnaði þeirra sem haldið var í dag. Einnig heyrist í Gylfa Magnússyni, prófessor við HÍ sem fór fyrir verkefnisstjórn um rekstur heimilanna og rætt við Aldísi Hafsteinsdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir að sveitarfélögin vilji að brugðist sé við skýrslu verkefnastjórnarinnar með fjármagni því að öðrum kosti verði ófremdarástand í þessum geira

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að teikn séu á loft um að landið sé að rísa í ferðaþjónustunni. Batamerki séu greinileg. Mestu máli skipti hverskonar ferða menn komi hingað. Þeir ferðamenn sem þegar eru búnir að bóka ferðir hingað ætli að dvelja hér lengur en í meðalári.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,