06:50
Morgunútvarpið
27. maí - Gróðurátak, málfar, rannsókn, kirkjugarðar og Gunnar Helga
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Þinn garður, Þín kolefnisbinding er átaksverkefni Félags garðplöntuframleiðenda í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Markmið verkefnisins er að auka áhuga, þekkingu og þátttöku almennings á ræktun gróðurs með tilliti til kolefnisbindingar og þar geta allir lagt sitt til. Erla Hjördís Gunnarsdóttir verkefnisstjóri kíkti til okkar og sagði okkur meira af þessu.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur leit svo við í sínu vikulega málfarsspjalli og sagði frá orðaneti Árnastofnunnar.

Yfirstandandi bólusetningar munu ekki nægja til að stöðva yfirstandandi bylgju Covid faraldursins í Bandaríkjunum, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem vísindamenn við Háskólann í Reykjavík tóku þátt í ásamt fleirum. Nauðsynlegt er að viðhalda áfram ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju. Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir lektorar við tölvunarfræðideild HR komu að rannsókninni þar sem m.a. var stuðst við gögn um flugumferð. Hvernig í ósköpunum virkar það og hvernig tengist það Covid-19? Þær stöllur komu til okkar og fóru yfir þetta.

Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma kom til okkar að loknum áttafréttum og ræddi takmarkanir á bálförum og fleira er lýtur að rekstri kirkjugarðanna.

Gunnar Helgason hlýtur að teljast til afkastamestu rithöfunda þjóðarinnar og í dag kemur út eftir hann bókin Palli Playstation, sem er fimmta bókin í bókaflokknum um Mömmu klikk og hennar fylgifiska. Bækur hans njóta mikilla vinsælda og toppa lista yfir hljóðbókalestur þessi misserin. Alltaf líf og fjör í kringum Gunnar og við fengum smá orkuskammt frá honum inn í daginn.

Tónlist:

Ragnheiður Gröndal - Flowers in the morning.

Sycamore tree - Picking fights and pulling guns.

Al Green - Im so tired of being alone.

Stjórnin - Allt eða ekkert.

Tómas Welding - Here they come.

U2 - Trip through your wire.

Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu.

Selma Björns - Undir stjörnum.

Helgi Björns - Ekki ýkja flókið.

Var aðgengilegt til 27. maí 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,