12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 11. mars 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi. Það sama hefur verið gert í Danmörku, Austurríki og víðar eftir að fólk fékk blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Verið er að rannsaka hvort tengsl séu þarna á milli.

Kvikan undir Fagradalsfjalli virðist færa sig í suðurátt, Meira en þúsund skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, sá stærsti var við Grindavík í morgun, 4,6 að stærð.

Enn er mikil ófærð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum, snjóflóðahætta í Súðavíkurhlíð og á vegum beggja vegna Fjallabyggðar. Mikið annríki hefur verið við snjómokstur hjá Vegagerðinn.

Japanar minnast í dag þeirra þúsunda sem fórust fyrir tíu árum, þegar flóðbylgja sem myndaðist eftir gríðarlega öflugan jarðskjálfta, skall á bænum Fukushima.

Búið er að leka nýja Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins sem til stóð að frumflytja á laugardaginn. Dagskrárstjóri RÚV segir að þetta sé klár þjófnaður, og að forsvarsmenn Eurovision-keppninnar verði krafðir svara um hvernig svona nokkuð geti gerst.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,