16:05
Síðdegisútvarpið
11.mars
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Það gengur á ýmsu í heimi bóluefna. Meðan bólusetning hefur verið stöðvuð tímabundið á bóluefni Astra Zeneca á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum þar til frekari upplýsingar fást um virkni efnisins gaf lyfjastofnun Evrópu í dag út skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni sem lyfjafyrirtækið Janssen framleiðir. Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu kemur til okkar á eftir og segir okkur frá bóluefninu frá Janssen og virkni þess.

Stórleikkonurnar Saga Jónsdóttir og Sunna Borg munu á morgun frumsýna leikviðburð í Hlíðabæ, sem er félagsheimili í grennd við Akureyri. Þar munu þær meðal annars bjóða upp á frumsaminn einleik og ljóðalestur við píanóleik. Gígja Hólmgeirsdóttir fær þær Sögu og Sunnu til sín í hljóðver á Akureyri og fær að heyra meira um sýninguna.

Við ætlum líka að heyra af nýjum hugbúnaði frá tölvufyrirtækinu Oz sem gerir íþróttaáhugafólki kleift að eiga sína upplifun áfram þó að það sé víðs fjarri leikjum vegna sóttvarnarráðstafana. Hugbúnaðurinn var valinn einn af 10 frumlegustu á sviði íþróttatækni í heiminum í nýjasta tölublaði viðskiptaritsins Fast Company. Guðjón í OS kemur til okkar í þáttinn.

Í dag er dagur aðgengis fyrir alla. Reykjavíkurborg er að taka þátt í stofnun aðgengissjóðs til að auka aðgengi að þjónustu í borginni og að honum koma ýmsir aðilar og er búið að safna 50 mkr í pott til að bæta aðgengiÍ dag verður hátíðleg athöfn að tilefninu í Iðnó. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Hún segir okkur meira um málið.

Þingmaður Miðflokksins Birgir Þórarinsson reysti nýlega kirkju í garðinum hjá sér. Það eina sem vantaði á kirkjuna var krossinn. Eftir að jörðin fór að skjálfa þá dreif Birgir sig í að skella krossinum upp. Við í Síðdegisútvarpinu spyrjum: breytti það einhverju hvað skjálftana varðar og hvað er hann að gera með kirkju í garðinum hjá sér? Birgir verður á línunni.

Var aðgengilegt til 11. mars 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,