18:00
Spegillinn
Hætt tímabundið að nota bóluefni frá AstraZeneca
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Búið er að koma taug úr rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni yfir í ferjuna Baldur, sem bilaði á Breiðafirði um miðjan dag. Draga á Baldur til hafnar í Stykkishólmi í kvöld.

Lyfjastofnun Evrópu dregur í efa að tengsl séu milli blóðtappa og bólusetningar með bóluefni frá AstraZeneca. Notkun þess var hætt tímabundið í dag hér á landi, og víðar, en niðurstöður rannsóknar stofnunarinnar liggur ekki fyrir fyrr en í næstu viku.

Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að útiloka að kvikugangurinn við Fagradalsfjall stækki áfram til suðurs og það komi sprengigos úti í sjó.

Koma á upp hundrað römpum í ár við verslanir og veitingastaði í miðborg Reykjavíkur svo að fólk í hjólastólum geti tekið þátt í miðborgarlífinu. Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík segir að styrkir verði veittir fyrir allt að áttatíu prósent kostnaðar.

Vegna ákvörðunar um að hætta að bólusetja með bóluefni frá AstraZeneca verður að fresta bólusetningu 2000 einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku.

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur líklegt að herinn í Mjanmar fremji glæpi gegn mannkyni með ofbeldisverkum gegn lýðræðissinnum.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ákvörðun um að hætta í bili að nota bóluefni frá AstraZeneca sé áfall. Fresta verður að bólusetja 2000 einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku. Arnar Páll Hauksson talar við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur um hvernig gengið hefur að bólusetja við Covid-19 og afleiðingar þess að hætta tímabundið að nota bóluefni fá AstraZeneca.

Skilafrestur á skattframtölum einstaklinga rennur út á miðnætti annað kvöld. Um það bil helmingur framteljenda höfðu skilað sínum framtölum í morgun, en álagið á starfsfólk skattsins um land allt hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga og nær eflaust hámarki á lokadegi á morgun. Kristján Sigurjónsson talaði við Helga Guðnason

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,