13:00
Evrópa fyrr og nú
Evrópa fyrr og nú

Síðasti þáttur þáttaraðarinnar Evrópa fyrr og nú.

Sagt hefur verið að ekki þýði að velta heimspekilegum vandamálum fyrir sér eftir Auswitz efti rútrýmingar Þjóðverja á Gyðingum. Eftir að hafa barist á banaspjóti í tvígang á öldinni sem er að líða tóku Evrópumenn sig til og stofnuðu Evrópubandalag sem í dag heitir Evrópusamband. Friður hefur ríkt í vesturhluta álfunnar í hálfa öld. Víst er að sögunni er ekki lokið þó að þekktur sagnfræðingur hafi komist svo að orði. Hvort Evrópa verður að einu ríki eða ekki skiptir í sjálfu sér ekki máli á meðan velsæld og friður ríkir.

Ágúst Þór Árnason gerði þættina árið 1994.

Viðmælendur hans í lokaþættinum eru:

Guðmundur Hálfdánarson

Vilhjálmur Árnason

Karólína Eiríksdóttir

Guðmundur Jónsson

Gísli Sveinn Loftsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.
e
Endurflutt.
,