23:10
Frjálsar hendur
Ódysseifskviða 6
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Áfram heldur umsjónarmaður að lesa úr þýðingu sinni á Ódysseifskviðu Hómers. Eftir að fylgst hefur verið með Telemakkusi Ódysseifssyni í fyrstu köflum kviðunnar, þá kemur nú Ódysseifur loksins til sögunnar í hinum magnaða 5. þætti. Hann er í byrjun hálfgerður fangi ástsjúkrar gyðju en mun hann sleppa burt frá henni og komast heim til Íþöku þar sem hin trygga Penelópa bíður?

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,