Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Páll Erland, forstjóri HS veitna var fyrsti gestur þáttarins. Ár er liðið síðan heitavatnslögnin úr Svartsengi var hrauni að bráð og heitavatnslaust varð hjá 28 þúsund íbúum á Reykjanesi. Hratt var brugðist við og ný lögn lögð. Ýmislegt hefur verið gert síðan til að styrkja veitukerfið á svæðinu.
Björn Malmquist fréttamaður sagði tíðindi úr stjórnmálum í Evrópu, m.a. úr kosningabaráttunni í Þýskalandi og nýafstöðnum kosningum í Kósóvó. Þá sagði hann frá fundi harðlínu-hægrifólks í Evrópu í Madrid í gær undir yfirskriftinni Gerum Evrópu gildandi á ný, sem hefur skírskotun í slagorð Trumps Bandaríkjaforseta. Áhyggjur af hertum skilyrðum rannsóknasjóða Evrópusambandsins voru líka viðraðar, rætt var við Ágúst Hjört Ingþórsson hjá Rannís.
Kirkjutröppurnar á Akureyri eru líklega þekktustu tröppur í norður Evrópu. Þær voru teknar í gagnið á ný rétt fyrir jól eftir endurnýjun, Akureyringum og gestum til ánægju. Jón Hjaltason sagnfræðingur sagði frá tröppunum sem bæjarbúar hafa alla tíð verið afar stoltir af.
Tónlist:
Syneta - Bubbi Morthens,
Call me Joker - Hildur Guðnadóttir,
Dawn - Arctic Philharmonic,
Raunasaga - Hljómsveit Ingimars Eydal,
Sumar og sól - Hljómsveit Ingimars Eydal,
Ungur ég unni þér - Hljómsveit Ingimarsd Eydal.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað er um gítarleikarann, söngkonuna og lagasmiðinn Bonnie Raitt sem sendi frá sér fyrstu plötuna 22 ára gömul árið 1971. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan. Fyrstu árin voru ekki gjöful hvað sölu varðar en hún naut strax mikillar virðingar og eignaðist tryggan aðdáendahóp. Lögin í þættinum eru: Bluebird, Give It Up And Let Me Go, Love Me Like A Man, Guilty, Angel Of Montgomery, What Is Success, Sugar Mama, Runaway, Your Good Thing Is About To End og Willya Wontcha.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Dagur íslenska táknmálsins er á morgun 11. febrúar en þann dag var Félag heyrnarlausra stofnað. Íslenska táknmálið var viðurkennt sem „jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli“ með lögum árið 2011 og bannað er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Íslenska táknmálið er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og er fyrsta mál um 300 Íslendinga. Við ræddum við Valgerði Stefánsdóttur sem er formaður málnefndar um íslenskt táknmál í þættinum í dag.
Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, kom svo til okkar í dag, eins og aðra mánudaga eftir áramót, það er liður sem við köllum Fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um góðgerðarmál og það að gefa til baka.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Reinhold Richter, hann segist vera að stíga sín fyrstu skref sem eftirlaunaþegi og svo gaf hann á dögunum út sitt fyrsta lag sem hann samdi til minningar um besta vin sinn, ljóðskáldið Ísak Harðarson, við heyrðum lagið, Heim til vina, fyrir viðtalið. Svo sagði hann okkur auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum í dag:
Fallegur dagur / Bubbi (Bubbi Morthens)
Peningar / Hljómar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Heim til vina / Edgar Smári Atlason (Reinhold Richter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Lítil bjartsýni er hjá samningamönnum ríkis, sveitarfélaga og kennara sem koma saman aftur í dag. Formaður Kennarasambandsins segir fleiri aðgerðir ekki útilokaðar.
Aðalmeðferð í morðmáli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hjónum var ráðinn bani í Neskaupsstað í sumar. Vitni lýsa erfiðri aðkomu og blóðugum vettvangi.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir koma til greina að mynda meirihluta til vinstri; mikil samstaða sé innan flokksins um að starfa ekki með Sjálfstæðisflokki.
Bandaríkjaforseti boðar tuttugu og fimm prósenta toll á stál- og álvörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna, aðallega frá Kanada og Mexíkó. Tollarnir hafa ekki áhrif á álframleiðslu hér segir framkvæmdastjóri Samáls.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, flytur sína fyrstu stefnuræðu í kvöld.
Vatn flæddi inn í fjögur hús á Stöðvarfirði í óveðrinu á fimmtudag og eitt þeirra er óíbúðarhæft. Laga þarf grjótvörn við skólann sem vatnsflaumur gróf í sundur og Veðurstofan telur að bæta þurfi ofanflóðavarnir.
Hlutabréf í Sýn lækkuðu um rúmlega 16 prósent við opnun markaða í morgun.
Tugir ökumanna lentu í vandræðum á Hellisheiði í morgun. Þar eru holur og skemmdir vegna umhleypinga síðustu daga.
Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til að hann myndi verja fríinu sínu í að spila póker og ferðast með konunni sinni.
Þess í stað hvarf hann sporlaust.
Nú, sex árum síðar, taka RÚV og RTÉ á Írlandi höndum saman við rannsókn málsins í hlaðvarpinu Where is Jón? sem birtist hér í íslenskri aðlögun.
Where is Jón? má finna á hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV þar sem einnig má finna útgáfu með íslenskum texta.
Þáttaröðin Where is Jón? er skrifuð og framleidd af Önnu Marsibil Clausen og Liam O’Brien. Tónlistin er samin og flutt af Úlfi Eldjárn ásamt Unni Jónsdóttur á selló. Hljóðvinnslu Hvar er Jón annast Jón Þór Helgason.
Meðfram því sem fyrstu vikurnar eftir hvarf Jóns Þrastar urðu að mánuðum, glímdi fjölskyldan áfram við spurninguna um hvað gæti hafa gerst. Aðeins fjórir möguleikar gátu skýrt hvarfið: sjálfsvíg, slys, flótti frá fyrra lífi eða, að einhver annar hafi látið hann hverfa.
Við lítum nánar á þessa möguleika og ýmislegt kemur í ljós...
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Risastór bókagjöf enskrar merkiskonu, May Morris, virðist hafa horfið sporlaust - utan einnar bókar sem Brynjar Karl Óttarsson, sögukennari við Menntaskólann á Akureyri er nokkuð viss um að hafi tilheyrt henni. Hann rannsakar gamlar bækur og skjöl í kjallara Amtsbókasafnsins á Akureyri og hirslum Menntaskólans - og tímafrek yfirlegan hefur skilað nokkrum forvitnilegum uppgötvunum. Við ræðum við Brynjar Karl.
Í síðustu viku gekk aftakaveður yfir landið, veður sem kallaði á alls kyns ráðstafanir, meðal annars í innbænum á Akureyri. Á fimmtudaginn var óð ég yfir stórfljót til að hitta Rögnu Gestsdóttur, starfsmann Minjasafns Akureyrar í iðnaðarsafninu á Krókeyri, sem var nær umflotið. Nú er farið að huga í auknum mæli að áhrifum náttúruhamfara á söfn - og söfn farin að gera ýmsar viðbragðsáætlanir og meta áhættu ekki síst eftir að Tækniminjasafn Austurlands eyðilagðist í skriðuföllum á Seyðisfirði árið 2020.
Og við höldum okkur við veðurofsann því Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Rúv, ætlar að rifja upp Fárviðrið svokallaða sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið árið 1981.
Tónlist í þættinum:
Breabach - Bha Mis Raoir air an arligh.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Snorri Sigfús Birgisson - Clockwork.
Voces 8 - A pile of dust (Arr. Rimmer).
Páll Palomares, Kordo kvartettinn, Panitch, Vera, Hrafnkell Orri Egilsson, Þórarinn Már Baldursson - 02 Sex bagatellur op. 9.
Sinfóníuhljómsveit Íslands - 01 ax (2024) (heimsfrumflutningur).
Anna Guðný Guðmundsdóttir, Kammersveit Reykjavíkur - Styr = Debate : Notturno Capricioso : konsert fyrir píanó og kammersveit.
Snorri Sigfús Birgisson - Í stundarheimi.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Bob Dylan er og hefur alltaf verið dulkóðaður fjöllistamaður. Þekktur fyrir að halda þétt að sér spilunum þegar forvitnir fjölmiðlamenn bera undir hann einfaldar spurningar. Stundum bullar hann í þeim eða svarar í stuttri leyndardómsfullri setningu. Að baki honum er heil hillustæða af bókmenntum frá 20. öld og aftur til fornaldar. Rimbaud, Blake, Whitman, Kerouac og Hómer. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 2016 og yfir honum er alltaf brakandi skáldskaparsól, rithöfundar, textar og trúarrit sem móta hann ekki síður en tónlist. Í þættinum þessa vikuna er dagskráin einföld: Dylan og bókmenntir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Viðmælendur: Guðmundur Andri Thorsson, Fríða Ísberg og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Tónlist:
Lay, lady, lay
It ain't me babe
With God on our side
A hard rain's a gonna fall
You're gonna make me lonesome when you go
Gates of Eden
The times they are a changin'
When the ship comes in
The ballad of Frankie Lee and Judas Priest
Mr. Tambourine Man
Don't think twice, it's' all right
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Á Listasafni Ísafjarðar stendur nú yfir merkileg myndlistarsýning. Um er að ræða sögusýningu, og að öllum líkindum fyrstu einkasýningu, myndlistarkonunnar Kristínar Þorvaldsdóttur. Kristín var fædd á Ísafirði árið 1870 og fór 12 ára gömul til Kaupmannahafnar í myndlistarnám. Hún lærði líka í Þýskalandi og hugði á framhaldsnám í Róm þegar hún var kölluð heim til að annast börn systur sinnar, sem hafði látist af barnsförum. Kristín var hæfileikarík og vel menntuð og hefði vel getað orðið fyrsta íslenska konan til þess að helga sig myndlist. En eftir þennan örlagaríka atburð hætti hún alfarið að mála og lokaði verk sín ofan í læstum skúffum. Hún er því sannkölluð huldukona í íslenskri myndlist, en þær Rannveig Jónsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir, á Listasafni Ísafjarðar, hafa nú haft upp á úrvali verka hennar og sett saman sýningu Kristínu til heiðurs.
Nýverið voru fjórar ljósmyndir eftir Sally Mann teknar niður af veggjum nýlistasafnsins í bænum Forth Worth í Texas, og í síðustu viku var staðfest að ljósmyndirnar væru í haldi lögreglu. Yfirtaka lögreglunnar á listaverkunum kom i kjölfar mikillar gagnrýni íhaldsafla í bænum sem segja verkin vera barnaklám. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ljósmyndir Sally Mann vekja umtal og gagnrýni. Verk hennar vöktu heitar umræður þegar þær komu fyrst fyrir sjónir almennings og hafa gert það reglulega síðan. Mann er einn virtasti ljósmyndari Bandaríkjanna, hefur sýnt verk sín í öllum helstu söfnum landsins og miklu víðar, gefið út verðlaunaðar bækur og hlotið fjölda viðurkenninga. Viðfangsefni verka hennar eru fjölbreytt en, líkamar, umbreytingaferli og landslag eru rauður þráður í verkum hennar, sem og fagurfræði ljósmyndatækni síðustu og þar síðustu aldar. Og það vill svo skemmtilega til að verk hennar eru nú til sýnis á Listasafni Íslands, á samsýningunni Nánd hversdagsins þar sem fimm alþjóðlegir ljósmyndarar eiga verk. Við hittum Einar Fal Ingólfsson við verk Mann í þætti dagsins.
Við heyrum einnig leikhúsrýni, að þessu sinni rýnir Katla Ársælsdóttir í Skeljar, nýtt íslenskt verk eftir Magnús Thorlacius sem sýnt er í Ásmundarsal.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í gær tróð rapparinn Kendrick Lamar upp á einum stærsta sjónvarpsviðburði ársins, hálfleikssýningu Superbowl, úrslitaleiks ameríska fótboltans. Spenna ríkti fyrir sýningunni, hvort þetta yrði einhver pólitískur gjörningur eða hvort hann myndi dauðrota kanadíska kollega sinn Drake sem hann hefur átt í átökum við undanfarin ár. Þórdís Nadía Semichat rýnir í hálfleikssýningu Superbowl.
Leikhús getur ekki keppt við Netflix, leikhúsið tapar því það er dýrara og leiðinlegra. Pétur Ármannsson, sviðslistamaður fer lítið í leikhús á Íslandi því það er fátt sem vekur áhuga hans þar, enda lítið hrifinn af dramatísku leikhúsi sem er það sem er mesta framboðið af í íslenskum leikhúsum. Við höldum áfram að pæla í leikhúsi og sviðslistum, og framtíð þessa listforms.
Fréttir
Fréttir
Heilbrigðisráðherra segir óboðlegt að ekki sé hægt að sinna sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli og lokun flugbrautar ógni öryggi landsmanna.
35.000 manns hafa flúið heimili sín á Vesturbakkanum. Ísraelsher hefur hert árásir þar síðan samið var um vopnahlé á Gaza. Hamas samtökin segjast ekki ætla að sleppa fleiri gíslum um óákveðinn tíma því ísraelar hafi ekki staðið við vopnahléssamkomulagið. Samkomulag sem Ísraelar segja Hamas ekki hafa staðið við.
Ekkert miðar í samningsátt hjá kennurum og sveitarfélögum.
Ekki hefur enn verið lagt rafmagn að Móahverfi á Akureyri, en verktakar byrjuðu að byggja þar síðasta sumar. Bærinn og Norðurorka segir tafirnar eiga sér eðlilegar skýringar en verktakar segja vinnubrögðin óviðunandi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það liðu 17 dagar frá því að Dagur B. Eggertsson var kvaddur og talað um þau góðu verk sem unnist hefðu í borginni þar til arftaki hans í borgarstjórastólnum var búinn að slíta meirihlutasamstarfinu, ákvörðun sem virtist hafa legið í loftinu síðustu dag en kom samt flestum öðrum í meirihlutanum á óvart. Nýr meirihluti, sem enn er ekki búið að mynda fær ekki langan tíma til að setja mark sitt á borgina, það eru 371 dagur í sveitarstjórnarkosningar.
Það þarf að samræma vinnulöggjöf á almennum og opinberum markaði segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor; honum kom ekki á óvart að Félagsdómur dæmdi verkföll kennara í grunnskólum og leikskólum ólögmæt.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Jóhanna segir okkur hvernig hún byrjaði að skrifa sína fyrstu bók og útskýrir muninn á því að skrifa fréttir og sögur. Bókaormurinn Hekla segir okkur hvað henni finnst um bókina og deilir með okkur því sem hún hefur sjálf verið að skrifa.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá lokatónleikum Myrkra Músíkdaga 2025.
Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Mirian Khukhunaisvil
Þorkell Sigurbjörnsson
Áttskeytla (1985)
Tumi Árnason
Myrkraverk (2024) Frumflutningur
Þuríður Jónsdóttir
Crus (2006/2013)
Haukur Tómasson
Catena (2003/2011)
Mirian Khukunaisvili stjórnaði Kammersv Rvk á þessum tónleikum sem Georg Magnússon hljóðritaði fyrir rás 1. Áshildur Haraldsdóttir lék á flautur, Rúnar Óskarsson á klarinett, Peter Tompkins á óbó og saxófón, Paul Pitzek á hron, Bryndís Þórsdóttir á fagott, Zachary Silbershlag á trompet, Jón ARnar Einarsson á básúnu. Strengjaleikarar voru Sólveig Steinþórsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir, Hrafnkell Orri Egilsson og Richard Korn. Liam Kaplan lék á píanó og Frank Aarnink og Steef van Oosterhout á slagverk.
Einnig hljómar í þættinum Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur, verk sem nú hefur verið leikið af 45 mismunandi hljómsveitum í 19 löndum rúmlega hundrað sinnum.
Það heyrist líka í þessum þætti stutt brot úr Hátalaranum árið 2018 þar sem Víkingur Ólafsson ræddi við Pétur Grétarsson um fyrri Bach plötu sína.
Lokalagið er af grammyverðlaunaplötu söngkonunnar Sierra Ferrell. Þar leikur Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og steel-gítar.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Risastór bókagjöf enskrar merkiskonu, May Morris, virðist hafa horfið sporlaust - utan einnar bókar sem Brynjar Karl Óttarsson, sögukennari við Menntaskólann á Akureyri er nokkuð viss um að hafi tilheyrt henni. Hann rannsakar gamlar bækur og skjöl í kjallara Amtsbókasafnsins á Akureyri og hirslum Menntaskólans - og tímafrek yfirlegan hefur skilað nokkrum forvitnilegum uppgötvunum. Við ræðum við Brynjar Karl.
Í síðustu viku gekk aftakaveður yfir landið, veður sem kallaði á alls kyns ráðstafanir, meðal annars í innbænum á Akureyri. Á fimmtudaginn var óð ég yfir stórfljót til að hitta Rögnu Gestsdóttur, starfsmann Minjasafns Akureyrar í iðnaðarsafninu á Krókeyri, sem var nær umflotið. Nú er farið að huga í auknum mæli að áhrifum náttúruhamfara á söfn - og söfn farin að gera ýmsar viðbragðsáætlanir og meta áhættu ekki síst eftir að Tækniminjasafn Austurlands eyðilagðist í skriðuföllum á Seyðisfirði árið 2020.
Og við höldum okkur við veðurofsann því Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Rúv, ætlar að rifja upp Fárviðrið svokallaða sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið árið 1981.
Tónlist í þættinum:
Breabach - Bha Mis Raoir air an arligh.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Dagur íslenska táknmálsins er á morgun 11. febrúar en þann dag var Félag heyrnarlausra stofnað. Íslenska táknmálið var viðurkennt sem „jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli“ með lögum árið 2011 og bannað er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Íslenska táknmálið er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og er fyrsta mál um 300 Íslendinga. Við ræddum við Valgerði Stefánsdóttur sem er formaður málnefndar um íslenskt táknmál í þættinum í dag.
Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, kom svo til okkar í dag, eins og aðra mánudaga eftir áramót, það er liður sem við köllum Fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um góðgerðarmál og það að gefa til baka.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Reinhold Richter, hann segist vera að stíga sín fyrstu skref sem eftirlaunaþegi og svo gaf hann á dögunum út sitt fyrsta lag sem hann samdi til minningar um besta vin sinn, ljóðskáldið Ísak Harðarson, við heyrðum lagið, Heim til vina, fyrir viðtalið. Svo sagði hann okkur auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum í dag:
Fallegur dagur / Bubbi (Bubbi Morthens)
Peningar / Hljómar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Heim til vina / Edgar Smári Atlason (Reinhold Richter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í gær tróð rapparinn Kendrick Lamar upp á einum stærsta sjónvarpsviðburði ársins, hálfleikssýningu Superbowl, úrslitaleiks ameríska fótboltans. Spenna ríkti fyrir sýningunni, hvort þetta yrði einhver pólitískur gjörningur eða hvort hann myndi dauðrota kanadíska kollega sinn Drake sem hann hefur átt í átökum við undanfarin ár. Þórdís Nadía Semichat rýnir í hálfleikssýningu Superbowl.
Leikhús getur ekki keppt við Netflix, leikhúsið tapar því það er dýrara og leiðinlegra. Pétur Ármannsson, sviðslistamaður fer lítið í leikhús á Íslandi því það er fátt sem vekur áhuga hans þar, enda lítið hrifinn af dramatísku leikhúsi sem er það sem er mesta framboðið af í íslenskum leikhúsum. Við höldum áfram að pæla í leikhúsi og sviðslistum, og framtíð þessa listforms.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, verður gestur okkar í upphafi þáttar en kennaraverkföllin voru dæmd ólögmæt í gær og nemendur því á leið í skólann þennan morguninn.
Um fátt hefur verið meira rætt undanfarið en Reykjavíkurflugvöll og Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og húsnæðismálasérfræðingur hjá Credit Suisse, steig inn í þá umræðu í gær og færði fyrir því rök á Facebook síðu sinni að einfaldast væri að færa innanlandsflugið til Keflavíkur og byggja nýjan spítala í Keflavík. Við förum yfir þessa hugmynd með Ólafi og útreikningana sem styðja hana.
Meirihluti borgarstjórnarinnar sprakk á föstudagskvöld þegar borgarstjóri sleit samstarfi Framsóknarflokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Við ræðum stöðuna við Evu Marín Hlynsdóttur stjórnmálafræðing.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjamenn fái að njóta plaströra á ný og vill binda enda á áherslu á pappírsrör sem virka ekki að hans mati. „Aftur í plast!“ skrifaði forsetinn í hástöfum á samfélagsmiðli sínum. Við ætlum að ræða þessa ákvörðun og áhrif hennar, óánægju með papparörin og stöðuna hér heima við Guðmund Steingrímsson, fyrrverandi þingmann, stjórnarmann í Landvernd og doktorsnema í umhverfis- og auðlindafræði.
Við ræðum borgarstjórnarmálin við borgarfulltrúana Alexöndru Briem, Pírötum og Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Sjálfstæðisflokki.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar og gerum upp úrslitin í Super Bowl með íþróttadeildinni.
Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum þá ákvörðun stjórnvalda að krefja stjórnmálaflokka ekki um endurgreiðslu á styrkjum úr ríkissjóði þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt tiltekin skilyrði.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Gunnar Örn fór á kostum í mjög erfiðri tónlistargetraun dagsins þar sem kvikmynd frá 7. áratugnum kom mikið við sögu.
Elín Hall í nýja plötu vikunnar á Rás 2 og við heyrðum tvö lög sem taka þátt í Söngvakeppninni 2025.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-10
KK - Þetta lag er um þig.
DÁTAR - Alveg Ær.
Young, Lola - Messy.
10CC - I'm Not In Love.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Pop, Iggy - The Passenger (Live at Montreux Jazz Festival 2023) (bonus track).
TERENCE TRENT D'ARBY - If You Let Me Stay.
Brynja Rán Eiðsdóttir - Lullaby.
Coldplay - ALL MY LOVE.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
PATRi!K & LUIGI - Skína.
TEITUR MAGNÚSSON & HILDUR - Mónika.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Dagur Sigurðsson - Flugdrekar.
TRYGGVI - Allra veðra von.
THE SMASHING PUMPKINS - Perfect.
Momma - I Want You (Fever).
Snorri Helgason - Fuglinn er floginn (Live í Hjartagosum 7. feb ?25).
LENNY KRAVITZ - It ain't over 'til it's over.
DURAN DURAN - Ordinary World.
GRAFÍK - Þúsund Sinnum Segðu Já.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Snow Patrol - But I'll Keep Trying.
Bryan, Zach - This World's A Giant.
FLOTT - Mér er drull.
Bjarni Arason - Aðeins lengur.
Sycamore tree - I Scream Your Name.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Relax (80).
Janelle Monae - Make Me Feel.
Lady Gaga - Abracadabra.
SPACEHOG - In The Meantime.
Bomarz, Arnór Dan Arnarson - Lighthouse.
Johnny King, Goldies - Nútíma kúreki.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Örn Gauti Jóhannsson, Isadóra Bjarkardóttir Barney, Vilberg Andri Pálsson, Matthews, Tom Hannay - Stærra.
Bell, Andy - Breaking Thru The Interstellar.
Abrams, Gracie - That's So True.
Fontaines D.C. - Favourite.
JÓNAS SIG - Milda hjartað.
TAME IMPALA - Let It Happen.
Snorri Helgason - Borgartún.
Rogers, Maggie - In The Living Room.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Lítil bjartsýni er hjá samningamönnum ríkis, sveitarfélaga og kennara sem koma saman aftur í dag. Formaður Kennarasambandsins segir fleiri aðgerðir ekki útilokaðar.
Aðalmeðferð í morðmáli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hjónum var ráðinn bani í Neskaupsstað í sumar. Vitni lýsa erfiðri aðkomu og blóðugum vettvangi.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir koma til greina að mynda meirihluta til vinstri; mikil samstaða sé innan flokksins um að starfa ekki með Sjálfstæðisflokki.
Bandaríkjaforseti boðar tuttugu og fimm prósenta toll á stál- og álvörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna, aðallega frá Kanada og Mexíkó. Tollarnir hafa ekki áhrif á álframleiðslu hér segir framkvæmdastjóri Samáls.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, flytur sína fyrstu stefnuræðu í kvöld.
Vatn flæddi inn í fjögur hús á Stöðvarfirði í óveðrinu á fimmtudag og eitt þeirra er óíbúðarhæft. Laga þarf grjótvörn við skólann sem vatnsflaumur gróf í sundur og Veðurstofan telur að bæta þurfi ofanflóðavarnir.
Hlutabréf í Sýn lækkuðu um rúmlega 16 prósent við opnun markaða í morgun.
Tugir ökumanna lentu í vandræðum á Hellisheiði í morgun. Þar eru holur og skemmdir vegna umhleypinga síðustu daga.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa í góðu fjöri þennan mánudaginn og ýmislegt á dagskránni. Ofurskálin og Kendrick Lamar, plata vikunnar kynnt til leiks, Fyllt í eyðurnar með Elínu Hall, upphitun fyrir seinni undanúrslit Söngvakeppninnar, nýtt efni og gamalt í bland.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.
THE WHO - Baba O'Riley.
BOBBY MCFERRIN - Don't Worry, Be Happy.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Lamar, Kendrick, SZA - Luther.
Vandross, Luther - Give me the reason.
Jade - Fantasy.
Carey, Mariah - Fantasy (album version).
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Tinna Óðinsdóttir - Þrá.
Elín Sif Halldórsdóttir - Í kvöld (Söngvakeppnin 2015).
Elín Hall - gaddavír (Live).
Perez, Gigi - Sailor Song.
DOLLY PARTON - Jolene.
R.E.M. - Losing My Religion.
Johnny King, Goldies - Nútíma kúreki.
Dacus, Lucy - Ankles.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan.
Cast of RENT - Seasons of love.
Green Day - Wake Me Up When September Ends.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
Crockett, Charley - Solitary Road.
RAG 'N' BONE MAN - Human.
Bára Katrín Jóhanndóttir - Rísum upp.
THE SMASHING PUMPKINS - 1979.
Pomme, Stromae - Ma Meilleure Ennemie.
FLORENCE AND THE MACHINE - Ship To Wreck.
Bubbi Morthens - Trúir Þú Á Engla.
JÚNÍUS MEYVANT - Neon Experience.
Teitur Magnússon - Fegurð.
PELICAN - Jenny darling.
Fat Dog - Peace Song.
SAM FENDER - People Watching.
JÚLÍ HEIÐAR & DÍSA - Eldur.
HILDUR - Dúnmjúk.
ELÍN HALL - Fyllt í eyðurnar.
BOYGENIUS - Cool About It.
SNORRI HELGASON - Aron.
CHAPPELL ROAN - Pink Pony Club.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum umræðan um háu trén í Öskjuhlíð og hættunni sem þar hefur skapast varðandi aðflugslínu við Reykjavíkurflugvöll. Sumir vilja meina að þetta hafi verið kornið sem setti af stað atburðarrás sem leiddi til þess að meirihlutinn í borgarstjórn féll á föstudagskvöld. Ólafur Gestur Arnalds náttúrufræðingur og prófessor skrifaði áhugaverða grein í Heimildina fyrir helgi það sem hann telur það ansi merkilegt að ágreiningur um tré skuli geta orðið að deiluefni og að alls ekki megi fella tré til að tryggja öryggi flugfarþega. Ólafur kom til okkar .
Tímaritið Reykjavík Grapevine valdi Góða hirðinn bestu verslun í Reykjavík árið 2024. Og ekki nóg með það, Góði hirðirinn var líka valinn Best of the best í Reykjavík af þeim sem unni til verðlauna fyrir besta í Reykjavík. Gunnar Dofri Ólafsson er sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu og hann kom í Síðdegisútvarpið
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli, en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund. Í dag er Reykjalundur stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar og hann kom til okkar og sagði okkur frá þessari merku stofnun og tímamótunum í ár.
Á morgun, 11. febrúar, er alþjóðlegur netöryggisdagur og í tilefni af honum kemur Skúli Bragi Geirdal til okkar en hann er sviðstjóri hjá SAFT sem er netöryggismiðstöð Íslands. Skúli Bragi sagði okkur frá opnun fræðslufundi um félagslegt netöryggi og upplýsingaóreiðu meðal annars.
Við ætlum líka að heyra af leiklistarskóla sem heitir Opnar dyr en þar fá fullorðnir tækifæri til þess að læra leiklist og í leiðinni að þroska sig og efla sjálfstraust. Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar og leiklistarkennarar eru stofnendur skólans og þau komu til okkar.
Stefnuræðu forsætisráðherra var frestað í síðustu viku vegna óveðurs sem gekk yfir landið þar sem rauðar viðvaranir voru í gildi um nær allt land. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur því fyrstu stefnuræðu sína í kvöld. Regluleg þingstörf hejast síðan á morgun. En við hverju má búast á nýju þingi? Magnús Geir Eyjólfsson þingfréttamaður, kom til okkar í upphafi þáttar.
Fréttir
Fréttir
Heilbrigðisráðherra segir óboðlegt að ekki sé hægt að sinna sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli og lokun flugbrautar ógni öryggi landsmanna.
35.000 manns hafa flúið heimili sín á Vesturbakkanum. Ísraelsher hefur hert árásir þar síðan samið var um vopnahlé á Gaza. Hamas samtökin segjast ekki ætla að sleppa fleiri gíslum um óákveðinn tíma því ísraelar hafi ekki staðið við vopnahléssamkomulagið. Samkomulag sem Ísraelar segja Hamas ekki hafa staðið við.
Ekkert miðar í samningsátt hjá kennurum og sveitarfélögum.
Ekki hefur enn verið lagt rafmagn að Móahverfi á Akureyri, en verktakar byrjuðu að byggja þar síðasta sumar. Bærinn og Norðurorka segir tafirnar eiga sér eðlilegar skýringar en verktakar segja vinnubrögðin óviðunandi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það liðu 17 dagar frá því að Dagur B. Eggertsson var kvaddur og talað um þau góðu verk sem unnist hefðu í borginni þar til arftaki hans í borgarstjórastólnum var búinn að slíta meirihlutasamstarfinu, ákvörðun sem virtist hafa legið í loftinu síðustu dag en kom samt flestum öðrum í meirihlutanum á óvart. Nýr meirihluti, sem enn er ekki búið að mynda fær ekki langan tíma til að setja mark sitt á borgina, það eru 371 dagur í sveitarstjórnarkosningar.
Það þarf að samræma vinnulöggjöf á almennum og opinberum markaði segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor; honum kom ekki á óvart að Félagsdómur dæmdi verkföll kennara í grunnskólum og leikskólum ólögmæt.
Hér erum við öll Með Söngvakeppnina á heilanum. Við kryfjum hana til mergjar með hjálp nú- og fyrrverandi keppenda, alvöru Eurovision nörda og umsjónarmanns þáttarins, Júlíu Margrétar Einarsdóttur.
Það er komið að annarri undankeppni! Tinna Óðins og Dagur segja frá.

Fréttastofa RÚV.

Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Elín Hall gaf óvænt út nýja plötu í lok janúar 2025 sem ber heitið "fyllt í eyðurnar". Plötuna vann hún með Reyni Snæ en þau hafa unnið saman lengi og að nánast öllu efni sem Elín hefur gefið út. Þau mættu því saman í plötu vikunnar og við fórum yfir 7 mínútna lagið sem hún sendi inn í Söngvakeppnina árið 2015, sambandsslitin undir lok gerðar plötunnar "Heyrist í mér?", útrásarpælingar og auðvitað nýju plötuna.