Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Heldur hefur dregið úr bóklestri samkvæmt nýrri könnun. Landsmenn lesa þó bók í um klukkustund á dag en þeim fjölgar sem ekki lesa. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta, fór yfir niðurstöðurnar og sagði meginlínurnar hafa verið svipað þau ár sem bóklestur hefur verið kannaður auk þess sem meira væri lesið hér en í öðrum löndum.
Björn Malmquist fór yfir helstu tíðindi frá Brussel og ræddi að auki við Hallgrím Oddsson sem heldur úti hugveitunni Evrópustraumar.
Val á orði ársins hjá Ríkisútvarpinu hófst í dag. Af því tilefni rifjaði Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur upp orð fyrri ára. Fyrsta orð ársins, árið 2015, var fössari, orð ársins í fyrra var hraunkælingarstjóri.
Tónlist:
Eitthvað undarlegt - Ríó tríó,
Sprettur - Erlingur Vigfússon, Ólafur Vignir Albertsson,
Sprettur - Þórdís Petra Ólafsdóttir,
Þannig týnist tíminn - Ragnar Bjarnason, Lay Low,
Vindar að hausti - Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson,
Acuas de maraco - Antonio Carlos Jobim, Elis Regina.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Tónlistarkonan, laga- og textasmiðurinn Laura Nyro vakti athygli þegar Peter, Paul og Mary hljóðrituðu lag eftir hana sem heitir And When I Die árið 1966, þegar hún var átján að verða nítján. Hún fékk plötusamning í framhaldinu en plötur hennar gengu ekki vel. Það merkilega gerðist hinsvegar að hinir og þessir listamenn hljóðrituðu lög af fyrstu tveimur plötum Lauru Nyro sem rötuðu öll inn á vinsældarlista. Þessi lög verða dregin fram í þættinum. Three Dog Night flytja lagið Eli's Coming, 5th Dimention flytja lögin Wedding Bell Blues, Stoned Soul Picnic, Sweet Blindness og Blowing Away, Julie Driscoll & Brian Auger og Trinity flytja lagið Save The Country, Peter, Paul og Mary ásamt Blood Sweat and Tears flytja lagið And When I Die, Barbra Streisand syngur lögin Stoney End og Time and Love og Laura Nyro syngur lagið Billy's Blues. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Lubbi finnur málbein er bók eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur og kom út árið 2009 og var valin besta fræðibókin fyrir börn árið 2010. Vinsældir Lubba hafa vaxið jafnt og þétt síðan og efnið verið mikið notað við kennslu á fyrstu stigum grunnskólans. Bókin er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára, höfundar hennar Þóra og Eyrún Ísfold eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Þær komu í spjall í þáttinn í dag.
Karl Ágúst Úlfsson leikari, leikstjóri og rithöfundur er nýbúin að senda frá sér bókina Fífl sem ég var, sem fjallar um baráttu hans við heilann og taugakerfið, en eins og hann segir aðallega samt um minningar sem hann segist hafa dregið til sín til að lappa uppá stórskert minnið. Karl Ágúst kom í þáttinn í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Guðrún talaði um eftirafarndi bækur og höfunda:
Tímaskjól e. Georgi Gospodinov
Móðurást e. Kristínu Ómarsdóttur
Tónlist í þættinum i dag:
Þú ert / Helgi Pétursson (Þórarinn Guðmundsson, texti Guðmundur Björnsson)
Megi dagur hver fegurð þér færa / Ragnar Bjarnason (Wile & Green, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Ást og yndi / Erla Stefánsdóttir (Ingvi Þór Kormáksson, texti Ingvi Þór og JJ Soul)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra segir að hagsmunabarátta íslenskra og norskra stjórnvalda vegna verndaraðgerða Evrópusambandsins sé að skila árangri, þótt ekki sé víst með niðurstöðuna. Taka átti endanlega ákvörðun um þessar aðgerðir á fundi í Brussel í morgun, en fundinum hefur verið frestað til morguns.
Lögmaður ungrar konu sem setið hefur í einangrun í fangelsi í nær tíu vikur segir fátt annað í boði en að fara fram á henni verði sleppt. Ekki sé hægt að vista hana á viðeigandi stofnun þar sem slík stofnun sé ekki til.
Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur og segist ekkert hafa að fela varðandi Epstein-skjölin og hvetur þingmenn Repúblikana til að samþykkja frumvarp um birtingu þeirra allra.
Fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess, var í morgun dæmd til dauða af þarlendum stríðsglæpadómstól fyrir glæpi gegn mannkyni.
Flugumferðarstjórar hafa samþykkt vinnustöðvunaraðgerðir sem samninganefnd þeirra getur gripið til í kjaraviðræðum þeirra og Samtaka atvinnulífsins. Fundað verður hjá ríkissáttarsemjara á morgun.
Innanríkisráðherra Bretlands segir að straumur ólöglegra innflytjenda inn í landið valda upplausn. Innflytjendastefna verður rædd á breska þinginu í dag.
Er þetta það sem við viljum? er heiti plötu sem þekkt tónlistarfólk vinnur saman að, þar á meðal bítillinn Paul McCartney.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir sigurinn á Ungverjum í gær minna á sigur Íslands á Austurríki á EM 2016. Þjóðirnar keppast nú við að tryggja sér sæti á HM á næsta ári en ljóst er að Ísland verður ekki með.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ný markaðsherferð útgerðarrisans Samherja með þorskhnakka í neytendaumbúðum hefur vakið athygli. Auglýsingar Samherja, sem bera yfirskriftina Besti bitinn, hafa verið birtar á samfélagsmiðlum síðustu vikur.
Rætt er við Lóu Báru Magnúsdóttur um herferðina þar sem hún hefur mikla reynslu af vinnu í markaðsstarfi og vörumerkjastjórnun.
Þessar auglýsingar Samherja eru meðal annars áhugaverðar vegna þess að ekki er algengt að útgerðarfélög markaðssetji fisk undir eigin nafni á innanlandsmarkaði á Íslandi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Það er ekki oft sem íslensk grasafræðirannsókn vekur athygli heimspressunnar, en í dag ræðum við rannsókn sem gerði einmitt það. Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur unnið við rannsóknir á Surtsey í rúman áratug og segir okkur frá niðurstöðum rannsókna sem gætu breytt viðteknum kenningum um hvernig plöntur ferðast langar vegalengdir.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður ungra umhverfissinna, eru í Belém í Brasilíu á COP-loftslagsráðstefnunni. Þær færa okkur reglulega pistla um framgang mála á þessum stærsta loftslagsviðburði heims. Í dag eru mótmæli, fuglalíf og lokasprettur samningaviðræðna.
Og Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, sest hjá okkur í lok þáttar. Hún ætlar – eins og venjan er hér í Samfélaginu annan hvern mánudag – að líta um öxl og varpa ljósi á gullmola úr safni Ríkisútvarpsins.
Tónlist úr þættinum:
boygenius - Not Strong Enough.
ELIS REGINA & ANTONIO CARLOS JOBIM - Aguas de Marco.
Joan Baez - Simple Twist of Fate
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Stjörnuhrap (2012) eftir Snorra Hallgrímsson. Ingibjörg Haraldsdóttir orti ljóðið. Kammerkór Suðurlands syngur, Hilmar Örn Agnarsson stjórnar.
(Útg. á plötunni Kom skapari 2017)
Symphony nr.2 for flute, percussion, piano and string orchestra [1965] eftir Valentin Silvestrov
Musica Viva Chamber Orchestra leikur
Aðrir flytjendur: Oleg Hudiyakov, flauta ; Ivan Sokolov, píanó ; Mikhail Dunayev og Konstantin Smirnov, slagverk
Alexander Rudin stjórnar.
(Útg. 1996)
Three postludes : II. Postludium
2. Þáttur úr verkinu Three Postludes eftir Valentin Silvestrov. Simon Fordham leikur á fiðlu.
(Útg. á plötunni: Leggiero - Pesante 2002)
5. Þáttur, La vallée des cloches úr verkinu Miroirs eftir Maurice Ravel.
Angela Hewitt leikur einleik á píanó.
(Útg. 2002)
Eyg eftir Björgu Brjánsdóttur. Flautuseptettinn viibra leikur.
(Útg. 2024)
6. þáttur, Tema con variazioni úr verkinu Gran partita KV 361 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Blásarakvintett Reykjavíkur leikur.
Ver hjá mér, Drottinn, lag eftir William Monk, ljóðið orti Jónas Þorbergsson.
Flytjendur eru María Markan, sópran og Hljómsveit Þórarins Guðmundssonar
Hljóðritað í Reykjavík 1933.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fortíðin og framtíðin í þætti dagsins í þremur íslenskum skáldsögum sem eru nýkomnar út. Allar gerast á Íslandi á ólíkum tímum við ólíkar aðstæður þegar heimurinn tekur róttækum breytingum, fast að heimsendi.
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson segir frá fyrstu skáldsögunni sinni, Kómeta, en Aðalsteinn hefur áður gefið út tvö smásagnasöfn og birt ljóð í tímaritum. Kómeta er metnaðarfull bók og stór saga sem gerist í kringum siðaskiptin á 16. öld.
Tvær ungmennabækur verða á dagskrá sem báðar fjalla um breyttan heim annarsvegar eftir sólgos en hinsvegar eftir eldgos, það eru bækurnar Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Flóttinn á norðurhjarann eftir Nönnu Rögnvaldardóttur.
Viðmælendur: Arndís Þórarinsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Um helgina opnaði nýtt innsetningarverk Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Af dularfullum röddum skelja, í Náttúrusafni Kópavogs. Tilefnið er að margrómað skeljasafn Jóns Bogasonar er þar nú aftur til sýnis. Við hlustum eftir röddum skelja í Víðsjá dagsins og heyrum líka þrettánda pistil Óskars Arnórssonar um arkitektúr, sem tileinkar þennan síðasta pistil sinn arkitektúr og fegurðinni. En við byrjum á bókmenntum því fyrir viku síðan hreppti Skáldsagan Flesh eftir bresk-ungverska höfundinn David Szalay Booker verðlaunin 2025. Árni Matthíasson segir okkur aðeins af höfundinum og bókinni, en auk þess rýnir Gauti Kristmannsson í nýútkomna skáldsögu Dags Hjartarsonar, Frumbyrjur.
Fréttir
Fréttir
Lögregla hefur tilkynnt grunsamleg mannréttindasamtök sem eru til rannsóknar í Suður-Afríku til dómsmálaráðuneytisins. Samtökin vista heimasíðu sína hér á landi.
Líðan barna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í Grindavík vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga er verri en jafnaldra þeirra. Þetta sýna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
Stjórnvöld í Bretlandi kynntu herta stefnu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd í dag. Þau sem fá vernd gætu þurft að bíða í 20 ár eftir varanlegu búsetuleyfi verði stefnan samþykkt í þinginu.
Sérfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra segir glæpagengi láta börn og ungmenni fremja óhæfuverk fyrir sig til að koma í veg fyrir að rannsókn glæpsins beinist að brotahópunum sjálfum . Mikilvægt sé að rannsókn slíkra mála beinist að réttum aðilum.
Þingmaður Framsóknarflokksins telur að hækka þurfi aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra tekur undir það og tilkynnti á Alþingi að stofnaður yrði spretthópur um málaflokkinn.
Dæmi eru um að foreldrar þynni út sýklalyf ætluð börnum sínum fyrir mistök. Lyfjafræðingur segir málið byggja á einföldum misskilningi.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það hefur komið á óvart hversu hratt aðferðafræðin hjá skipulögðum brotahópum í löndum eins og Svíþjóð, að nota börn og ungmenni til að fremja glæpi, hefur náð til Íslands. Það sem gerist á öðrum Norðurlöndum er að gerast hér, segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
Af fáu hafa Íslendingar meiri áhyggjur en íslenskri tungu. Sama hvert litið er, ógnirnar eru alstaðar, hnignunarmerkin líka og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær dánarvottorðið verði gefið út. Í gær, á degi íslenskrar tungu, hlaut Dröfn Vilhjálmsdóttir, safnstjóri skólasafns Seljaskóla verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún segir ekkert vanta upp a lestraráhuga barna og ungmenna - hins vegar vanti meira lesefni. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dröfn.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hver er Einar Áskell? Hvað gerir hann einstakan og af hverju lifa bækurnar um hann enn góðu lífi?
Sigþrúður svarar þessum spurningum en hún er mikill aðdáandi bókanna og vann lengi við barnabókaútgáfu. Við heyrum líka í leikurunum Elísabetu og Vilhjálmi sem leika í leiksýningu um Einar Áskel í Hörpu. Við endum svo þáttinn á að heyra í Krumma bókaormi sem er að lesa ýmislegt skemmtilegt eins og Skólastjórann eftir Ævar Þór og Harry Potter bókaflokkinn.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Tónleikaupptökur frá tónlistarhátíðinni Seiglu 2024. Tónmeistari: Þorgrímur Þorsteinsson.
Af tónleikum Geirþrúðar Önnu Guðmundsdóttur, sellóleikara og Antoine Préat, píanóleikara:
Þrjár rómönsur Op. 22 eftir Clöru Schumann.
I. Andante molto
II. Allegretto: Mit
zartem Vorträge
III. Leidenschaftlich schnell
Tveir kaflar úr F-A-E sónötunni eftir Johannes Brahms og Robert Schumann:
Intermezzo og Scherzo.
Myndir á þili eftir Jón Nordal
Elegy eftir Gabriel Fauré
Sónata í e-moll fyrir píanó og selló Op. 38 eftir Johannes Brahms:
I. Allegro non troppo II. Allegretto quasi Menuetto III. Allegro
Af tónleikum Ingibjargar Ragnheiðar Linnet, trompet, Herdísar Ágústu Linnet, píanó og Írisar Bjarkar Gunnarsdóttur, sópran:
Lög eftir Jórunni Viðar, útsett af flytjendum:
Vökuró
Þjóðlag úr Álfhamri
Vorljóð á Ýli
Kall sat undir kletti
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Það er ekki oft sem íslensk grasafræðirannsókn vekur athygli heimspressunnar, en í dag ræðum við rannsókn sem gerði einmitt það. Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur unnið við rannsóknir á Surtsey í rúman áratug og segir okkur frá niðurstöðum rannsókna sem gætu breytt viðteknum kenningum um hvernig plöntur ferðast langar vegalengdir.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður ungra umhverfissinna, eru í Belém í Brasilíu á COP-loftslagsráðstefnunni. Þær færa okkur reglulega pistla um framgang mála á þessum stærsta loftslagsviðburði heims. Í dag eru mótmæli, fuglalíf og lokasprettur samningaviðræðna.
Og Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, sest hjá okkur í lok þáttar. Hún ætlar – eins og venjan er hér í Samfélaginu annan hvern mánudag – að líta um öxl og varpa ljósi á gullmola úr safni Ríkisútvarpsins.
Tónlist úr þættinum:
boygenius - Not Strong Enough.
ELIS REGINA & ANTONIO CARLOS JOBIM - Aguas de Marco.
Joan Baez - Simple Twist of Fate

Útvarpssaga eftir Jökul Jakobsson. Höfundur byrjar lesturinn.
Fyrst flutt 18. desember 1972


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Lubbi finnur málbein er bók eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur og kom út árið 2009 og var valin besta fræðibókin fyrir börn árið 2010. Vinsældir Lubba hafa vaxið jafnt og þétt síðan og efnið verið mikið notað við kennslu á fyrstu stigum grunnskólans. Bókin er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára, höfundar hennar Þóra og Eyrún Ísfold eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Þær komu í spjall í þáttinn í dag.
Karl Ágúst Úlfsson leikari, leikstjóri og rithöfundur er nýbúin að senda frá sér bókina Fífl sem ég var, sem fjallar um baráttu hans við heilann og taugakerfið, en eins og hann segir aðallega samt um minningar sem hann segist hafa dregið til sín til að lappa uppá stórskert minnið. Karl Ágúst kom í þáttinn í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Guðrún talaði um eftirafarndi bækur og höfunda:
Tímaskjól e. Georgi Gospodinov
Móðurást e. Kristínu Ómarsdóttur
Tónlist í þættinum i dag:
Þú ert / Helgi Pétursson (Þórarinn Guðmundsson, texti Guðmundur Björnsson)
Megi dagur hver fegurð þér færa / Ragnar Bjarnason (Wile & Green, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Ást og yndi / Erla Stefánsdóttir (Ingvi Þór Kormáksson, texti Ingvi Þór og JJ Soul)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Með frelsi í faxins hvin - riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni, er nafn nýútkominnar bókar sem Hjalti Jón Sveinsson ritar um fyrrnefndan Hermann Árnason ferðagarp og hestamann, en Hermann er m.a. þekktur fyrir að ferðast um landið þvert og endilangt, stundum einn með 30-40 hrossa stóð á eftir sér, að hafa riðið allt að 3500 km á einu sumri og vera hestamanna fróðastur um vatnareið.
Hermann var á línunni.
Sævar Helgi Bragason mætti í vísindaspjall og fór vítt og breitt, m.a. til Norðurpólsins og út í geim.
Það er ekki bara starfandi sinfóníuhljómsveit í Reykjavík, þær finnast nefnilega víðar um land, m.a. á Austurlandi. Við heyrðum í Sóleyju Þrastardóttur sem er formaður stjórnar Sinfóníunnar þar um slóðir og forvitnuðumst um sveitina og helstu verkefni hennar.
Lífleg íþróttahelgi er að baki og við fórum yfir helstu tíðindi ásamt Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamanni.
Í kvöld verður boðið upp á nornaviðburð hér í Reykjavík þar sem verður galdrað og spáð ásamt ýmsu fleiru sem ætlað er að skapa magnaða samverustund. Þær Selma Hafsteinsdóttir, Dagný Ásta Guðbrandsdóttir og Ellý Ármanns eru meðal þeirra sem kvöldinu stýra og þær komu í spjall.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Farið var yfir 5 slæmar byggingarákvarðanir, Týnda ástin, Snorri Helgason á plötu vikunnar, bíópopp, sýndarveruleiki og miklu meira.
Lagalisti þáttarins:
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
AMY WINEHOUSE - You know Im no good
TAME IMPALA - Dracula
RADIOHEAD - Street Spirit
JAMIRAQUAI - Virtual Insanity.
sombr - 12 to 12.
USSEL, Króli, JóiPé - 7 Símtöl.
STING - Brand New Day.
MAMAS & THE PAPAS - Monday, Monday.
Ívar Ben - Stríð.
Ásgeir Trausti Einarsson - Smoke.
AC/DC - It?s a long way to the top (If you wanna rock?n roll).
STRAX - Niður Laugaveg.
Crash Test Dummies - Mmm Mmm Mmm Mmm.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
ROLLING STONES - Miss You.
Bang Gang - Stop in the name of love.
Portishead - Glory Box.
Sycamore tree - Forest Rain.
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
JEFF WHO? - Congratulations.
GERRY RAFFERTY - Baker Street.
CELESTE - Love Is Back.
RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!.
Snorri Helgason - Borgartún.
Hjálmar - Kindin Einar.
HARRY STYLES - Sign Of The Times.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Alabama Shakes - Don't Wanna Fight.
VILBERG PÁLSSON - Spún.
ELVIN BISHOP - Fooled around and fell in love.
LINDA RONSTADT - You're No Good.
Williams, Hayley, Byrne, David - What Is The Reason For It.
BAND OF HORSES - The Great Salt Lake.
Cat Burns - There's Just Something About Her.
Bubbi Morthens - Foxtrot.
BERLIN - Take My Breath Away.
GDRN - Lætur mig Ft. Flóni.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
NADA SURF - Always Love.
SPIRITUALIZED - Little Girl

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra segir að hagsmunabarátta íslenskra og norskra stjórnvalda vegna verndaraðgerða Evrópusambandsins sé að skila árangri, þótt ekki sé víst með niðurstöðuna. Taka átti endanlega ákvörðun um þessar aðgerðir á fundi í Brussel í morgun, en fundinum hefur verið frestað til morguns.
Lögmaður ungrar konu sem setið hefur í einangrun í fangelsi í nær tíu vikur segir fátt annað í boði en að fara fram á henni verði sleppt. Ekki sé hægt að vista hana á viðeigandi stofnun þar sem slík stofnun sé ekki til.
Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur og segist ekkert hafa að fela varðandi Epstein-skjölin og hvetur þingmenn Repúblikana til að samþykkja frumvarp um birtingu þeirra allra.
Fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess, var í morgun dæmd til dauða af þarlendum stríðsglæpadómstól fyrir glæpi gegn mannkyni.
Flugumferðarstjórar hafa samþykkt vinnustöðvunaraðgerðir sem samninganefnd þeirra getur gripið til í kjaraviðræðum þeirra og Samtaka atvinnulífsins. Fundað verður hjá ríkissáttarsemjara á morgun.
Innanríkisráðherra Bretlands segir að straumur ólöglegra innflytjenda inn í landið valda upplausn. Innflytjendastefna verður rædd á breska þinginu í dag.
Er þetta það sem við viljum? er heiti plötu sem þekkt tónlistarfólk vinnur saman að, þar á meðal bítillinn Paul McCartney.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir sigurinn á Ungverjum í gær minna á sigur Íslands á Austurríki á EM 2016. Þjóðirnar keppast nú við að tryggja sér sæti á HM á næsta ári en ljóst er að Ísland verður ekki með.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við fjölluðum um samgöngumál á Austurlandi og heyrðum í manni sem heitir Erlendur Magnús Jóhannsson en hann vill Fjarðagöng í stað Fjarðaheiðagangna.
Undanfarnar vikur hafa íslensk fyrirtæki orðið vör við mikla fjölgun á svikapóstum. Samkvæmt sérfræðingum hjá hjá netöryggis fyrirtækinu Syndis,er þessi fjölgun aðeins birtingarmynd mun stærri og dýpri ógnar sem er að þróast bak við tjöldin, án þess að margir átti sig á því. Tölvuþrjótar eru að koma sér fyrir inn í íslenskum fyrirtækjum og bíða eftir rétta tækifærinu. Guðjón Ingi Ágústsson rekstrarstjóri og Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggissérfræðingur og forstöðumaður ráðgjafasviðs hjá Syndis komu til okkar.
Á dögunum var umfjöllun í Daily mail um golfparadísina Ísland. Þar voru golfvellir landsins mærðir í hástert og fjallað um hvers vegna Ísland sé óvæntur nýji mest spennandi golf áfangastaður í Evrópu. Við ræddum golfparadísina Ísland við Loga Bergmann umsjónarmann hlaðvarpsins Seinni níu.
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir furðar sig á því hversu lítið er fjallað um þá staðreynd í fjölmiðlum að einmanaleiki fer vaxandi í löndum Evrópu, skv. Skýrslu OECD. Ólafur Þór kom til okkar og við ræddum þessa staðreynd og stöðuna sem upp er komin.
Út er komin bókin Grænland og fólkið sem hvarf. Árið 1408 var haldið brúðkaup í Hvalseyjarkirkju á Grænlandi, í kjölfarið héldu brúðhjónin til Íslands og hefur ekkert spurst til byggðar norræna manna á Grænlandi síðan . Í bókinni veltir sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson upp ráðgátunni um dularfullt hvarf heillar siðmenningar og einnig rekur hann sögu landsins fram á okkar daga. Valur kom til okkar.
Það eru margir sem þekkja til fjölmiðilsins Akureyri.net sem hefur verið til um alllanga hríð. Sl. fimm ár hefur fjölmiðillinn verið undir ritstjórn Skapta Hallgrímssonar blaðamanns. Við hringjum norður og heyruðm í Skapta sem líklega hefur fagnað fimm árunum með kökusneið í dag.
Fréttir
Fréttir
Lögregla hefur tilkynnt grunsamleg mannréttindasamtök sem eru til rannsóknar í Suður-Afríku til dómsmálaráðuneytisins. Samtökin vista heimasíðu sína hér á landi.
Líðan barna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í Grindavík vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga er verri en jafnaldra þeirra. Þetta sýna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
Stjórnvöld í Bretlandi kynntu herta stefnu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd í dag. Þau sem fá vernd gætu þurft að bíða í 20 ár eftir varanlegu búsetuleyfi verði stefnan samþykkt í þinginu.
Sérfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra segir glæpagengi láta börn og ungmenni fremja óhæfuverk fyrir sig til að koma í veg fyrir að rannsókn glæpsins beinist að brotahópunum sjálfum . Mikilvægt sé að rannsókn slíkra mála beinist að réttum aðilum.
Þingmaður Framsóknarflokksins telur að hækka þurfi aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra tekur undir það og tilkynnti á Alþingi að stofnaður yrði spretthópur um málaflokkinn.
Dæmi eru um að foreldrar þynni út sýklalyf ætluð börnum sínum fyrir mistök. Lyfjafræðingur segir málið byggja á einföldum misskilningi.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það hefur komið á óvart hversu hratt aðferðafræðin hjá skipulögðum brotahópum í löndum eins og Svíþjóð, að nota börn og ungmenni til að fremja glæpi, hefur náð til Íslands. Það sem gerist á öðrum Norðurlöndum er að gerast hér, segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
Af fáu hafa Íslendingar meiri áhyggjur en íslenskri tungu. Sama hvert litið er, ógnirnar eru alstaðar, hnignunarmerkin líka og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær dánarvottorðið verði gefið út. Í gær, á degi íslenskrar tungu, hlaut Dröfn Vilhjálmsdóttir, safnstjóri skólasafns Seljaskóla verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún segir ekkert vanta upp a lestraráhuga barna og ungmenna - hins vegar vanti meira lesefni. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Dröfn.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í plötu vikunnar tökum við fyrir nýjustu plötu Snorra Helgasonar, Borgartún. Hlýja og persónulega frásögn um fólk, borgarlíf og samtímann í Reykjavík. Snorri snýr aftur með sína einkennandi folk-pop nálgun og grípur augnablik sem margir þekkja úr daglegu lífi.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Rokkhljómsveitin Kyrsa skaut upp kollinum snemma í ár og hefur verið virk í grasrótarsenunni síðan. Í þættinum heyrum við hljóðið í þeim ásamt því að kíkja á svokallaða off venue tónleika Iceland Airwaves sem við ólátabelgirnir fórum á.
Lagalisti:
HáRún - Sigli með
Tófa - Letter Home
Kyrsa - Lucky (Upptaka af tónleikum í 12 tónum 7.11.2025)
Kyrsa - Ormurinn (Upptaka af tónleikum í 12 tónum 7.11.2025)
Kyrsa - Say you want me (Upptaka af tónleikum í 12 tónum 7.11.2025)
Skelkur í bringu - (Upptaka af tónleikum í 12 tónum 8.11.2025)
Symfaux - (Upptaka af tónleikum í Reykjavík Record Shop 8.11.2025)
Róshildur - Endir