Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Breska ríkisútvarpið er í ólgusjó og við ræddum um það, sem og um gyðingaandúð í Evrópu.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í gær, eftir áralanga baráttu. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kom til okkar.
Í næstu viku verður hálf öld síðan Gunnar Gunnarsson rithöfundur lést og af því tilefni verður minningardagskrá í menningarhúsunum Veröld og Eddu á Melunum í Reykjavík á laugardag. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, spjallaði vítt og breitt um skáldið.



Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
Kór Söngskólans í Reykjavík - Hver á sér fegra föðurland.
Sigurður Ólafsson & Tríó Jan Moravek - Þú ert vagga mín haf.
Smárakvartettinn í Reykjavík - Baujuvaktin.
Sigríður Hagalín - Ljúflingshóll.
Alfreð Clausen - Hinzti Geislinn.
Stefán Íslandi - Í dag skein sól.
Róbert Arnfinnsson Leikari - Sól rís, sól sest.
Earl Klugh Trio - Night And Day.
Haukur Morthens & Danshlj. Bjarna Böðvarssonar - Ég ann þér enn.
Hljómsveit Finns Eydal, Helena Eyjólfsdóttir Söngk. - Bjartar stjörnur blika.
Ragnar Bjarnason - Lipurtá.
Þorvaldur Halldórsson - Violetta.
Nora Brockstedt - En Liten Pike I Lave Sko.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
FLIKK er nýtt meðferðarúrræði fyrir börn með kvíðaraskanir og foreldra þeirra. Úrræðinu er ætlað að veita börnum aðstoð mun fyrr en ella, stytta biðtíma og sömuleiðis minnka kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Um er að ræða internetmeðferð fyrir foreldra barna með kvíðaraskanir. Meðferðin byggir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrar fá aðstoð frá sálfræðingi í gegnum meðferðina með það að markmiði að þeir læri aðferðir HAM til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíðavanda. Brynjar Halldórsson, dósent við sálfræðideild HR og Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvunarfræðideild HR, komu í þáttinn og sögðu frá.
Við erum nýbúin að fagna degi kleinunnar en í dag er komið að degi brauðtertunnar. Brauðtertan heldur velli og hefur eiginlega verið á uppleið síðasta áratuginn. Friðrik V Hraunfjörð, eða Friðrik fimmti, eins og hann er oft kallaður, kom í þáttinn í dag og með honum kom Erla Hlynsdóttir frá Brauðtertufélaginu Erlu og Erlu, sem er félag áhugafólks um brauðtertur á Facebook.
Valdimar Þór Svavarsson hélt í dag áfram að fara með okkur yfir mannleg samskipti sem geta verið svo flókin. Undanfarna fimmtudaga hefur hann til dæmis frætt okkur um hlutverkin sem fjölskyldumeðlimir falla gjarnan í, samskiptin í ástarsamböndum, af hverju eru sum sambönd langlíf en önnur ekki og margt margt fleira. Í dag fór hann með okkur yfir í narsissisma og níu leiðir til að greina narsissisma.
Tónlist í þættinum í dag:
Staldraðu við / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)
Hann gat ekki setið kyrr / Rakel Sif Sigurðardóttir(Karl Olgeirsson og Karl Frid, texti Olgeir Kristjónsson)
Sykur rjómi / Baggalútur(Bragi Valdimar Skúlason, texti Káinn)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
1. þáttur af 5 frá 2005. Umsjón: Margrét Lóa Jónsdóttir. Gestur þáttarins: Pétur Ármannsson, arkitekt.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Naglasúpan (flökkusaga frá Evrópu)
Hvernig tunglið varð til (Indland)
Hvernig tónlistin barst til jarðarinnar (Mexíkó)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Eva Rún Þorgeirsdóttir
Hekla Egilsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Karl Pálsson
Mikael Emil Kaaber
Ragnar Eyþórsson
Sigyn Blöndal
Sturla Holm Skúlason
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Umfjöllun um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem í kjölfar þáttarins hljóma í beinni útsendingu Rásar 1 úr Eldborg Hörpu.

Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
- Elysium eftir Samy Moussa.
- Fiðlukonsert nr. 1 eftir Dmitríj Shostakovitsj.
- Sinfónía nr. 6 eftir Sergej Prokofíev.
Einleikari: Liza Ferschtman.
Stjórnandi: Osmo Vänskä.
Kynnir: Ása Briem.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
FLIKK er nýtt meðferðarúrræði fyrir börn með kvíðaraskanir og foreldra þeirra. Úrræðinu er ætlað að veita börnum aðstoð mun fyrr en ella, stytta biðtíma og sömuleiðis minnka kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Um er að ræða internetmeðferð fyrir foreldra barna með kvíðaraskanir. Meðferðin byggir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrar fá aðstoð frá sálfræðingi í gegnum meðferðina með það að markmiði að þeir læri aðferðir HAM til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíðavanda. Brynjar Halldórsson, dósent við sálfræðideild HR og Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvunarfræðideild HR, komu í þáttinn og sögðu frá.
Við erum nýbúin að fagna degi kleinunnar en í dag er komið að degi brauðtertunnar. Brauðtertan heldur velli og hefur eiginlega verið á uppleið síðasta áratuginn. Friðrik V Hraunfjörð, eða Friðrik fimmti, eins og hann er oft kallaður, kom í þáttinn í dag og með honum kom Erla Hlynsdóttir frá Brauðtertufélaginu Erlu og Erlu, sem er félag áhugafólks um brauðtertur á Facebook.
Valdimar Þór Svavarsson hélt í dag áfram að fara með okkur yfir mannleg samskipti sem geta verið svo flókin. Undanfarna fimmtudaga hefur hann til dæmis frætt okkur um hlutverkin sem fjölskyldumeðlimir falla gjarnan í, samskiptin í ástarsamböndum, af hverju eru sum sambönd langlíf en önnur ekki og margt margt fleira. Í dag fór hann með okkur yfir í narsissisma og níu leiðir til að greina narsissisma.
Tónlist í þættinum í dag:
Staldraðu við / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)
Hann gat ekki setið kyrr / Rakel Sif Sigurðardóttir(Karl Olgeirsson og Karl Frid, texti Olgeir Kristjónsson)
Sykur rjómi / Baggalútur(Bragi Valdimar Skúlason, texti Káinn)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Síðustu kvöld hafa verið dýrðleg fyrir aðdáendur norðurljósa. Hvernig er norðurljósaspáin framundan? Sævar Helgi Bragason lítur við og fer yfir það með okkur.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ræðir stöðu mála hvað varðar undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart kísilmálmi.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag mikilvægan leik við Aserbaísjan sem skiptir miklu máli þegar kemur að því að komast á HM á næsta ári. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, ræðir leikinn og stemninguna við okkur.
Það vakti nokkra athygli í gær þegar fjallað var um það í fréttum að saksóknarar á Ítalíu hefðu hafið rannsókn á einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sarajevó á tímum Júgóslavíustríðsins til þess að skjóta þar almenna borgara sér til skemmtunar. Jón Óskar Sólnes, sem þekkir þessi mál vel, ræðir við okkur.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, sparkspekingur og knattspyrnuþjálfari yngri flokka, kallaði eftir því í hlaðvarpinu Dr. football í vikunni að meiri samvinna verði í skólastarfi og íþróttastarfi þegar kemur að hegðun. Einstaklingur sem komi illa fram við aðra í kennslustofunni - en standi sig vel í íþróttum - verði að finna fyrir afleiðingunum á æfingum líka. Við ræðum þessar hugmyndir við Gunnar og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands og fótboltadómara.



Létt spjall og lögin við vinnuna.
Toyota stuðarinn, fílófaxið og Óskar Logi úr The Vintage Caravan óð í Fimmtudagsforleikinn eins og ekkert væri!

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.