22:10
Litla flugan
Haukur Morthens syngur með Birni R., Carli Billich og Bjarna Bö
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

(Áður á dagskrá 2009-2010)

Grúskað í gömlum lakkplötum, frá árunum í kringum 1950, með söngvaranum Hauki Morthens. Hann syngur með hljómsveit Björns R. Einarssonar, píanóleikaranum Carli Billich og danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Allar hljóðritanirnar eru úr safni útvarpsins eða einkaeigu og hafa ekki verið gefnar út.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,