06:50
Morgunvaktin
Skýjað með köflum í alþjóðasamstarfi
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Gliðnun í alþjóðasamstarfi í heimsfaraldrinum hefur verið til umfjöllunar eftir nýja skýrslu sem sýndi fram á að norrænu ríkin fóru í mörgu eigin leiðir í aðgerðum gegn veirunni án samstarfs eða samráðs sem einkennt hefur sambúð Norðurlandanna í áratugi. Viðmælandi í dag um heimsmálin var Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmáladeild HÍ. Spurð hvernig heimurinn blasi við henni svaraði hún "skýjað með köflum."

Grasspretta hefur farið hægt af stað þetta vorið enda næturfrost víða um land langt fram eftir maí. Ljóst er að tún verða slegin seinna í ár en oft áður en erfitt að segja til um hvernig almennt heyjast í sumar. Bændur vilja rigningu. Eiríkur Loftsson ráðunautur í jarðrækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ræddi stöðu mála.

Einhverju furðulegasta leikári í langri sögu Leikfélags Reykjavíkur er að ljúka. Starfsemi leikhússins hefur, eins og svo að segja allt í samfélaginu, markast af lokunum löngum tíðum vegna covid. Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússstjóri spjallaði um áskoranir leikhússins og nýtt leikár sem hefst í haust.

Tónlist:

Here comes the sun - Bítlarnir

Sólin er komin - Mugison,

Þykjustuleikur - Gréta Sigurjónsdóttir,

Kisa mín - Helgi Hjörvar.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,