11:03
Mannlegi þátturinn
Guðrún Rakel sérfræðingur þáttarins - kulnun
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Í dag er fimmtudagur og þá fengum við sérfræðing í þáttinn eins og aðra fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var það Guðrún Rakel Eiríksdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri á sviði kortlagninga- og forvarna hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Hennar starf felst meðal annars í því að fara yfir beiðnir hjá fólki sem leitar til VIRK til þess að greina hvar vandinn liggur svo viðkomandi fái rétt úrræði, það er að segja að starfsendurhæfingarferillinn sé réttur fyrir viðkomandi. Þetta getur verið flókið, því skilgreiningar á hugtakinu kulnun eru til dæmis um 100 í erlendum rannsóknum. Hún segir að það sé mjög fjölbreyttur hópur sem leitar til VIRK vegna kulnunar í starfi, því skipti miklu að greina vanda hvers og eins rétt. Við fengum Guðrúnu Rakel til að útskýra þetta fyrir okkur betur í þættinum. Og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum sem hlustendur höfðu sent inn á netfang þáttarins, [email protected].

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,