14:03
Á tónsviðinu
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Flutt verða atriði úr þremur óperum sem eru að öllu eða að einhverju leyti samdar fyrir brúðuleikhús og er hver frá sínu landi og sínum tíma. Þetta eru „Fílemon og Bákis“ eftir Joseph Haydn frá 1773, „Brúðuspil meistara Péturs“ eftir Manuel de Falla, samin 1919-1923, og ævintýraóperan „Sónata“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson frá 1994. Haydn samdi óperu sína fyrir brúðuleikhús húsbónda síns, Nikulásar fursta af Esterházy, en það þótti sérlega vandað og glæsilegt, og María Teresía keisaraynja var viðstödd þegar óperan var frumflutt 1773. Textinn er byggður á forn-rómverskri goðsögn. Ópera Falla, „Brúðuspil meistara Péturs“ er samið fyrir brúðuleikhús Polignac furstynju og var frumflutt í höll furstynjunar í París 25. júní 1923. Efnið er sótt í sögu Cervantes um riddarann Don Kíkóta. Ópera Hjálmars H. Ragnarssonar, „Sónata“ var frumflutt í Íslensku óperunni á vegum Strengjaleikhússins árið 1994 og gefin út á geislaplötu ári síðar. Messíana Tómasdóttir samdi textann sem fjallar um prinsessuna Sónötu í Landi hinna tíu tungla. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 09. júní 2021.
Lengd: 48 mín.
e
Endurflutt.
,