16:05
Víðsjá
Ný bókabúð, dýrustu frímerki veraldar, hugrekki, undankomuleiðir
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í hús númer 18 við Laugaveg í miðborg Reykjavíkur þar sem bókabúð Máls og menningar var lengi starfrækt. Ný bókabúð verður opnuð þar í apríl ef allt gengur að óskum en Ari Gísli Bragason, gjarnan kenndur við fornbókabúðina Bókina við Klapparstíg, er nú í óða önn ásamt sínu fólki að koma sér fyrir í húsinu með mikinn bókakost og raunar margt fleira, rætt verður við Ara Gísla í Víðsjá í dag. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur færir hlustendum Sannleikskorn eins og hún hefur gert í Víðsjá undanfarna fimmtudaga. Í dag fjallar María um hugrekki, um yfirborðið undir yfirborðinu, og það að sitja föst í stórum tebolla. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um ljóðabókina Handbók um ómerktar undankomuleiðir eftir Anton Helga Jónsson. Og loks koma við sögu í Víðsjá dagsins skóari stjarnanna og verðmætustu frímerki veraldar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,