06:50
Morgunvaktin
Fjarvinnubyltingin 2020
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Jarðskjálftarnir á Reykjanesskaga halda áfram - eins og við var búist - og enn þarf að gera ráð fyrir að eldgos geti brotist út. Hrinan nú hefur staðið í rúmar tvær vikur og er öllum sem fyrir finna til ama. Við bjóðum upp á jarðfræðirabb með morgunkaffinu í dag; Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var hjá okkur og ræddi vítt og breitt um jörðina og hræringarnar þarna á milli Keilis og Fagradalsfjalls.

Bandaríkjaþing hefur endanlega samþykkt bjargráðapakka Joes Biden forseta, sem þýðir meðal annars að hver Bandaríkjamaður á von á ávísun upp á tæplega 200 þúsund íslenskar krónur á næstunni. Pakkinn í heild er sagður geta dregið verulega úr fátækt, jafnvel um helming meðal barna. En kreppan er þó ekki búin. Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann.

Vinnumarkaðurinn hefur breyst heilmikið undanfarið ár. Miklu fleiri hafa unnið í fjarvinnu, og einhverjir vilja halda í það fyrirkomulag að faraldrinum loknum. Hvernig breytist vinnumarkaðurinn til frambúðar eftir kórónuveiruna? Hvaða þýðingu kemur það til með að hafa ef fólk fer að vinna í auknum mæli heima hjá sér? Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kom á Morgunvaktina.

Tónlist:

Keilir - Jóel Pálsson

Tondeleyo - Jón Kr. Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,