19:00
Mannlegi þátturinn
Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari er sérfræðingur dagsins
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Í dag fengum við sérfræðing í þáttinn eins og aðra fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var það sjúkraþjálfarinn Gunnar Svanbergsson sem svaraði spurningum frá hlustendum. Spurningarnar sem við fengum sendar frá hlustendum sneru t.d. að fótum, doða, vöðvabólgu og bólgueyðandi lyfjum, stirðleika í baki, tinnitus o.fl. Gunnar sagði líka frá því í fyrri hluta þáttarins að hann fékk Covid-19 um jólin og er enn að glíma við afleiðingar, sem lýsa sér í þolleysi og hann hefur ekki náð fullu starfsþreki enn, u.þ.b. þremur mánuðum síðar. Í framhaldi af því nefndi hann að talsverður fjöldi fólks sem er einnig að glíma við afleiðingar Covid-19 er farinn að leita til sjúkraþjálfara til að reyna að ná árangri og framförum.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,