12:03
Hádegið
Áfrýjun menntamálaráðherra og Cuomo í klandri
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Í fyrri hluta Hádegisins höldum við til Bandaríkjanna. Fjöldi ásakana hefur komið fram á hendur Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York-ríkis, um kynferðislega áreitni. Sjötta ásökunin birtist í gær. Flestar eru konurnar fyrrverandi aðstoðarmenn ríkisstjórans. Þær segja að hann hafi viðhaft ósæmilega og óviðeigandi hegðun á vinnustað og saka hann um óviðeigandi snertingu og káf og kossa án samþykkis. Ríkisstjórinn neitar öllum ásökunum og ætlar ekki að segja af sér - þrátt fyrir að almenningur, samstarfsmenn hans og jafnvel sumir flokksbræður hans kalli eftir því.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við mál Lilju Alferðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.Í síðustu viku hafnaði héraðsdómur kröfu Lilju um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála frá því síðasta sumar. Í úrskurði kærunefndar kom fram Lilja hefði brotið jafnréttislög við skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Ríkinu var gert að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Óskarsdóttur, sem ráðherra stefndi, fjórar komma fimm milljónir króna. Ráðherra hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar. Málið er að mörgu leyti fordæmalaust, og flókið mjög. Guðmundur Björn ræddi við Trausta Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, um þetta mál, hlutverk kærunefndar jafnréttismála og einnig svokallaða ráfgefandi hæfisnefnd, sem metur hæfi umsækjenda um stöður í ráðuneytinu.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 11. mars 2022.
Lengd: 58 mín.
,