Úrslit

Síðdegisútvarpið
Atriðinu ekki breytt fyrir Eurovision
Á laugardaginn varð ljóst að lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu verður framlag Íslendinga í Eurovision. Þau Daði Freyr og Árný Fjóla eru hægt og rólega að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn en mikil vinna er fram undan, þrátt fyrir að þau búast ekki við miklum breytingum á atriðinu.
Veðbankar spá Daða sjöunda sæti
Veðbankar eru þegar byrjaðir að spá fyrir um gengi þjóðanna sem taka þátt í Eurovision í ár jafnvel þó ekki öll lönd hafi valið fulltrúa sinn ennþá. Eftir að úrslitin voru kunngjörð á Íslandi í gærkvöldi flaug Daði beint upp í sjöunda sæti listans, með fimm prósenta vinningslíkur, með lag sitt Think about things.
01.03.2020 - 15:11
Mynd með færslu
Ekki missa af eftirpartíinu
Það verður mikið fjör í Laugardalshöll í kvöld þegar Söngvakeppnin fagnar 30 ára afmæli og framlag Íslands í Svíþjóð verður valið. Dagskráin er ákaflega þétt og meðal þeirra sem koma fram eru íslenskar Eurovisionstjörnur og gestirnir Loreen og Sandra Kim.
20.02.2016 - 18:32
Veðbankarnir giska naskir
Breskir veðbankar virðast býsna áreiðanlegir spámiðlar hvað gengi efstu þjóða í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva snertir. Öll löndin í tíu efstu sætunum voru á topp tíu listanum sem unnin var upp úr vegnu meðaltali stuðla hjá stærstu veðbönkum Bretlandseyja.
24.05.2015 - 04:26
Borgarstjóri auglýsir eftir leðurbuxum
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri auglýsir á Twittersíðu sinni eftir leður buxum í stærðinni 33/33, sem mun svara til mittismáls og skreflengdar borgarstjórans.
Réðu Litháar örlögum Rússa?
Það vakti athygli að þegar allt var í járnum milli Svía og Rússa í slagnum um sigurinn, þá fengu Rússar ekki svo mikið sem eitt stig frá fyrrum sovétlýðveldinu Litháen.
23.05.2015 - 22:51
Svíar sigra í Eurovision
Svíar fóru með sigur af hólmi í sextugustu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Vínarborg í kvöld. Flytjandi sigurlagsins, Måns Zelmerlöw, var hrærður þegar hann ræddi við Conchitu, sigurvegarann frá því í fyrra, þegar úrslitin voru ljós.
23.05.2015 - 22:47
Amor 900-9902
01.02.2014 - 12:01
Von 900-9904
01.02.2014 - 10:01