Rímnaflæði hefur verið stökkpallur fyrir unga rappara síðan 1999.
Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra laga- og textasmíð. Skráning keppenda og miðasala fer fram í félagsmiðstöðvum um allt land. Samfés hefur staðið fyrir ókeypis rappnámskeiðum fyrir ungt fólk með það að markmið að gefa ungum og upprennandi röppurum tækifæri á því taka þátt í námskeiði þar sem farið er í flow, raddbeytingu, rímur, textagerð, framkomu, notkun hljóðnema ofl.
Hér sjáum við frá keppninni í fyrra sem var sú tuttugasta í röðinni.