Umhverfismál

„Kyrrstaðan rofin“
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 2% milli áranna 2018 og 2019 og er það mesti samdráttur sem mælst hefur frá árinu 2012. Umhverfisráðherra segir ánægjulegt að kyrrstaða hafi verið rofin í loftslagsmálum. Draga muni enn meira úr mengun af mannavöldum hér á landi á næstu árum.
Spegillinn
Umhverfishyggja: að vinna saman eða tapa
Í ár bar dag jarðar upp á sumardaginn fyrsta. Joe Biden Bandaríkjaforseti efndi þá til leiðtogafundar um umhverfismál, á netinu auðvitað. Í Bretlandi var líka töluvert gert úr deginum enda eru loftslagsmál orðin ofarlega í hugum Breta.
26.04.2021 - 17:30
SORPA segir skilið við svarta ruslapokann
Sorpa ætlar að banna notkun svartra ruslapoka á endurvinnslustöðvum sínum til að styðja við hringrásarhagkerfið og auka endurvinnslu.
26.04.2021 - 14:48
Losun dróst saman milli ára – enn langt í markmiðin
Losun gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð Íslands, miðað við alþjóðasamninga, var tveimur prósentum minni árið 2019 en árið 2018. Losun hefur ekki dregist svo mikið saman milli ára síðan 2012. Ísland losaði 2.883 kílótonn af ígildum koldíoxíðs árið 2019.
Landsnet kærir synjun Voga á leyfi fyrir loftlínu
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 með loftlínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vogar höfnuðu umsókninni í lok mars en þá höfðu Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær samþykkt hana. Landsnet heldur því fram að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um.
Myndskeið
Fundu örplast í Vatnajökli í fyrsta sinn
Örplast er að finna í Vatnajökli, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfesting hefur fengist á því að örplast sé í íslenskum jökli. Líklegt er talið að örplast sé einnig að finna í öllum öðrum jöklum hér á landi.
25.04.2021 - 19:22
Myndskeið
Segir Ísland miðstöð umræðu og samvinnu á Norðurslóðum
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að fundur Norðurskautsráðs, sem haldinn verður hér í næsta mánuði, verði einn viðamesti og mikilvægasti fundur sem hefur verið haldinn á Íslandi. Hann segir Ísland orðið að eins konar miðstöð umræðu og samvinnu á Norðurslóðum.
25.04.2021 - 15:37
Vonar að íbúar geti snúið til síns heima í sumar
„Okkur þykir þetta mjög til bóta. Það er gott að það er eitthvað að gerast í þessu eftirliti en þetta hefði þurft að gerast miklu fyrr. Það þarf að grípa til aðgerða, það er alveg ljóst. Við vonum að tíminn verði nýttur vel og aðgerðir kláraðar í sumar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði.
24.04.2021 - 12:48
Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Lítill skjálfti fannst nú í hádeginu á höfuðborgarsvæðinu. Hann var ekki stór, virðist hafa verið þrír að stærð en starfsmenn í Útvarpshúsinu í Efstaleiti fundu aðeins fyrir honum. Hann var um 3,8 kílómetra norðaustur af Krýsuvík. Í vikunni varð skjálfti af stærðinni 4,1 um þrjá kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni en hann var talinn tengjast flekahreyfingum og í morgun varð skjálfti af stærðinni 3,1 við suðvesturenda Kleifarvatns.
Plokkuðu í Laugardalnum með ráðherra og forseta Íslands
Stóri plokkdagurinn hófst í dag þegar stelpurnar í Náttúruklúbbnum í Laugarneshverfinu tíndu rusl með forseta Íslands og umhverfisráðherra. Laugardalurinn varð fyrir valinu enda vildu stelpurnar hafa heimavöll sinn fínan fyrir alla þá sem koma í bólusetningu. Vilhjálmur Þór Guðmundsson, tökumaður RÚV, var á staðnum og tók myndskeiðið sem hægt er að skoða hér að ofan.
24.04.2021 - 12:20
Hraunrennsli ógnar byggð í Gvatemala
Íbúar þorpa í nágrenni eldfjallsins Pacaya í Gvatemala velta því fyrir sér á hverjum morgni hvort hraunrennsli úr fjallinu eigi eftir að ná til þorpanna. Eldgos hófst í fjallinu í febrúar þegar sprunga myndaðist í hlíð þess.
23.04.2021 - 03:58
Lofuðu aðgerðum gegn loftslagsvá
Bandaríkin ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030, sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Þjóðarleiðtogar víða að lögðu áherslu á að mikilvægi þess að bregðast við loftslagsvánni og lofuðu aðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að Bandaríkin tækju aftur þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, lagði áherslu á að ríkari ríki veraldar aðstoðuðu þau efnaminni.
22.04.2021 - 15:40
Fuglar
„Ég er eiginlega bara fuglafræðingur“
„Ég ætla að verða fuglafræðingur þegar ég verð stór,“ segir Nói Hafsteinsson, fjögurra ára að verða fimm. - Hvað gera fuglafræðingar? „Þeir fræðast um fugla“ – Eins og þú ert alltaf að gera? „Þannig að ég er eiginlega bara fuglafræðingur,“ segir Nói.
22.04.2021 - 14:46
Barnaefni · Innlent · Náttúra · Mannlíf · Umhverfismál · Fuglar · Farfuglar · Rás 1 · Börn · Ungt fólk
Heiðlóan er fugl ársins
Heiðlóan nýtur mestra vinsælda meðal landsmanna samkvæmt kosningu sem Fuglavernd efndi til. Himbriminn veitti heiðlóunni hörðustu samkeppnina en vorboðinn ljúfi stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Þátttakendur gátu greitt fimm fuglum atkvæði sitt og var lóan hlutskörpust hvort sem litið er til atkvæða í fyrsta sætið eða öll fimm sætin.
22.04.2021 - 09:46
Hyggjast farga koldíoxíði í Straumsvík
Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hyggst byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð í Straumsvík. Markmiðið er að farga allt að þremur milljónum tonna á ári sem verður flutt hingað með skipum frá Norður-Evrópu. Carbfix var sett á fót árið 2007 og starfrækir stöð á Hellisheiði sem fangar um fjögur þúsund tonn af koldíoxíð úr lofti árlega og fargar.
22.04.2021 - 08:36
Spegillinn
Þrengir að tegundum með hlýnandi loftslagi
Þorkell Lindberg Þórarinsson, nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að auka þurfa vöktun og kortlagningu á náttúru Íslands. Það verði eitt meginverkefni stofnunarinnar hér eftir sem hingað til. Þorkell Lindberg tók við sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar um síðustu áramót.  Jón Gunnar Ottósson lét þá af störfum, en hann var forstjóri stofnunarinnar í 27 ár.
Eldgos og gróðurhúsalofttegundir
„Það er nokkurn veginn föst regla að í hvert sinn sem eldgos hefst á Íslandi fer fólk að velta fyrir sér hvort eitt svona eldgos losi ekki miklu meira af gróðurhúsalofttegundum en við sem byggjum þetta land, með öllum okkar púströrsbílum, álverum og framræstu votlendi – og hvort að aðgerðir til að draga úr losun séu þá ekki algjörlega tilgangslausar við hliðina á þessum ósköpum. Stutta svarið við báðum þessum spurningum er „nei“ – með stóru N-i,“ segir Stefán Gíslason í umhverfispistli.
20.04.2021 - 10:53
Yfir 50 dauðar gæsir við Hvalnes og í Suðurfjörum
Náttúrustofa Suðausturlands fékk tilkynningu um helgina um nokkurn fjölda dauðra gæsa og álfta við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum. Ekki er vitað hvað dró fuglana til dauða.
Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum
Nyrsti gígurinn á gossvæðinu á Reykjanesskaga, sá sem opnaðist á annan dag páska, er hættur að gjósa. Þetta sýna loftmyndir frá sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar frá því í gær.
Borginni ókunnugt um asbest í Gufunesi
Borgaryfirvöldum var ekki kunnugt um að asbest væri í byggingu á svæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem Vinnueftirlitið stöðvaði framkvæmdir við í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu og að brugðist hafi verið við reglum samkvæmt.
19.04.2021 - 13:40
Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Myndskeið
Stofnuðu náttúruklúbb og tína rusl um helgar
Sjö stelpur úr Laugarneshverfi stofnuðu náttúruklúbb eftir að hafa heyrt um loftslagsbaráttukonuna Gretu Thunberg. Þær tína rusl og hvetja aðra krakka til að vinna að umhverfisvernd. Fullorðnir eru velkomnir í Náttúruklúbbinn.
18.04.2021 - 19:27
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.
Múte B. Egede nýr formaður landsstjórnar Grænlands
Múte B. Egede verður formaður landsstjórnar Grænlands eða forsætisráðherra. Tilkynnt var í Nuuk í kvöld að ný stjórn hefði verið mynduð. Inuit Ataqatigiit eða IA, sem er lengst til vinstri í grænlenskum stjórnmálum, og miðjuflokkurinn Naleraq mynda nýju stjórnina, sem hefur nauman meirihluta á þingi, 16 af 31 sæti. Hægriflokkurinn Atassut ætlar að styðja stjórnina en tekur ekki sæti í henni.
16.04.2021 - 21:53
Fornleifar fundust í Hrunamannahreppi
Fornminjar hafa fundist við bæinn Gröf í Hrunamannahreppi. Talið er að þær séu frá landnámsöld. Gera þarf breytingar á uppbyggingu íbúðahverfis vegna þessa.