Umhverfismál

Dýrbítur felldur í Norður Noregi
Skógarbjörn sem valdið hefur miklum usla síðastliðna tíu daga var felldur í Troms og Finnmörku í Noregi í gær. Björninn er einn fjögurra sem hafa herjað undanfarið á sauðfé bænda í sveitarfélögunum Bardu, Salangen og Lavangen.
22.06.2021 - 03:12
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · bjarndýr · Noregur · Evrópa · Meindýraeyðir · Dýr · sauðfé · kindur · Bændur
Flestir slasast á rafskútum við fyrstu notkun
Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þegar þeir nota tækið i fyrsta sinn. 40% slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar.
Fundu „fallegustu og öruggustu“ leið kolefnisbindingar
Ný rannsókn leiðir í ljós að hægt er að nota sjó í stað ferskvatns við hina svokölluðu Carbfix aðferð til þess að breyta koltvíoxíði í berg. Nýdoktorinn Martin Voigt í jarðefnafræði leiddi rannsóknina síðustu þrjú ár undir handleiðslu Sigurðar Reynis Gíslasonar, jarðvísindamanns hjá Háskóla Íslands. Sigurður segir niðurstöðurnar stórmerkilegar fyrir kolefnisbindingu í framtíðinni sem er ein stærsta áskorun sem nú stendur frammi fyrir mannkyninu.
21.06.2021 - 18:22
Mikill og stöðugur straumur var í Nátthaga frá miðnætti
Mikill og stöðugur hraunflaumur var framan af nóttu yfir vestari varnargarðinn í sunnanverðum Meradölum og niður í Nátthaga. Snemma á sjötta tímanum tók að draga úr flæðinu og nú er allt með kyrrum kjörum. Náttúrvárfræðingur segir alltaf erfitt að spá um hve lengi hraunstraumurinn hegði sér með ákveðnum hætti.
Klúður við útboð á hleðslustöðvum reynist borginni dýrt
Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og gert henni að bjóða út að nýju uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla. Þá telur kærunefndin að Reykjavíkurborg sé skaðabótaskyld gagnvart Ísorku og er auk þess gert að greiða fyrirtækinu allan málskostnað, tvær milljónir króna.
16.06.2021 - 10:20
Sjónvarpsfrétt
Græða merki í fiska til að fylgjast með ferðum þeirra
Hlustunardufl og merki nýtast við að fylgjast með ferðalögum fiska á Vestfjörðum og hvernig loftslagsbreytingar og sjókvíaeldi hafa áhrif á háttalag þeirra.
15.06.2021 - 15:40
Félag Ratcliffes fjárfestir fyrir 4 milljarða
Six Rivers Conservation Project kynnti í dag fyrirætlanir um byggingu fjögurra nýrra og vel búinna veiðihúsa við ár verkefnisins á Norðausturlandi. Meðal bakhjarla félagsins er kaupsýslumaðurinn Jim Ratcliffe sem undanfarin ár hefur verið atkvæðamikill í jarðarkaupum á Norð-Austurlandi.
Orkuskipti hefjast í Grímsey
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að tvær vindmyllur verði reistar í Grímsey í sumar. Þetta er tilraunaverkefni sem er fyrsta skref í átt til þess að Grímseyingar noti eingöngu rafmagn frá grænum orkugjöfum. Í Grímsey kemur öll orka frá díselrafstöðum. Lengi hefur verið rætt um hvernig hægt sé að finna umhverfisvænni leiðir sem einnig væru fjárhagslega hagstæðari, en olíubrennslan er mjög kostnaðarsöm.
15.06.2021 - 09:48
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að einhver afföll verði af lambfé í svona kulda
Bóndi í Mývatnssveit segir alltaf viðbúið að afföll verði af lambfé þegar kólnar jafn snögglega og í gær. Það versta virðist þó gengið yfir og ekki er óttast að hretið hafi haft mikil áhrif á fuglalíf.
14.06.2021 - 20:49
Hraunið stækkar um 9 knattspyrnuvelli á degi hverjum
Flatarmál hraunsins, sem runnið hefur úr gosinu í Fagradalsfjalli, hefur stækkað töluvert frá síðustu mælingu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands eða um rúmlega 60 þúsund fermetra á dag. „Það samsvarar um níu knattspyrnuvöllum á degi hverjum.“ Hraunrennslið hefur haldist stöðugt undanfarnar sex vikur og verið tvöfalt meira en það var að meðaltali fyrsta eina og hálfa mánuðinn.
Undirritun skilmála fyrir nýjum þjóðgarði frestast
Orkubú Vestfjarða hefur áhyggjur af því að fyrirhugaður þjóðgarður á Vestfjörðum muni standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Skilmálar verða ekki undirritaðir 17. júní eins og upphaflega stóð til.
Kölluðu Hálendisþjóðgarð opinbera útför
Fjöldi atkvæðagreiðslna stendur ný yfir á Alþingi. Tillaga um að vísa frumvarpi Umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnar var samþykkt. Þar með er formlega ljósa að frumvarpið verður ekki að lögum á þessu þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu málið opinbera útför.
Mikil andstaða gegn vindmyllum í Borgarbyggð
Sveitarstjórnin í Borgarbyggð hefur ákveðið að hafna áformum um vindmyllur á Grjóthálsi í Norðurárdal að svo stöddu. Hátt í sjötíu athugasemdir bárust við lýsingu á aðalskipulagsbreytingu vegna vindmyllanna.
12.06.2021 - 06:40
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í Samráðsgátt
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lokið vinnu við hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum og hún er nú komin í Samráðsgátt stjórnvalda. Horft verður til hvítbókarinnar og athugasemda sem við hana berast við gerð stefnu og mótun áætlunar íslenskra stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum.
Vatnalíf orðið illa úti eftir þurrka í Grenlæk
Ástandið í Grenlæk í Landbroti er alvarlegt en í ljós hefur komið að efstu 11 kílómetrar Grenlækjar eru þurrir. Vatnalíf hefur því orðið illa úti og þörungar, smádýr og fiskar drepist á svæðinu.
10.06.2021 - 16:02
Útvarpsfrétt
Engin skynsemi í að afgreiða þjóðgarð núna
Of mikill ágreiningur var um stofnun hálendisþjóðgarðs og of lítill tími til að sætta ólík sjónarmið, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir skynsamlegast að vinna málið betur, hún segir að það hefði engin skynsemi verið í því fólgin að afgreiða málið núna.
10.06.2021 - 12:41
„Okkur finnst Alþingi hafa brugðist“
Stjórn Landverndar er harðorð í garð Alþingis eftir að ljóst varð að ekkert yrði af stofnun hálendisþjóðgarðs á þessu kjörtímabili. Stjórnarliðar í umhverfis- og samgöngunefnd vilja vísa málinu aftur til umhverfis- og auðlindaráðherra. Stjórn Landverndar ræddi niðurstöðuna í gær og samþykkti ályktun þar sem þingið er sagt hafa hunsað stjórnarsáttmálann með framgöngu sinni. Þingmenn hafi látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum og komið í veg fyrir mikilvægan áfanga í íslenskri náttúruvernd.
10.06.2021 - 09:56
Málssókn á hendur Peugeot vegna útblásturshneykslis
Franski bílaframleiðandinn Peugeot stendur nú frammi fyrir málssókn í Frakklandi vegna útblásturshneykslisins sem kennt er við „dieselgate“, að því er móðurfyrirtækið Stellantis sagði á miðvikudag. Svipaðar ákærur hafa þegar verið tilkynntar á hendur Renault og Volkswagen.
Endurheimtum náttúruauðinn með vistheimt
Hafdís Hanna Ægisdóttir flutti umhverfispistil í Samfélaginu á Rás 1 og rýndi í og útskýrði orðið vistheimt en þann 5. júní, á degi umhverfisins, hófst áratugur vistkerfa 2021-2030 formlega á heimsvísu.
09.06.2021 - 11:42
Gosmóða liggur yfir stórum hluta Norðurlands
Gosmóða frá eldgosinu hefur legið yfir stórum hluta Norðurlands í dag. Gildi brennisteinsdíoxíðs eru þó ekki yfir hættumörkum en mengunin hefur ekki teygt sig yfir svo stórt svæði frá því að gosið hófst í mars. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
08.06.2021 - 17:57
Sannfærð um að hálendisþjóðgarður verði að veruleika
Þingmenn stjórnarandstöðunnar þráspurðu forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort enn væri stefnt að því að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð á yfirstandandi þingi. Engin sátt hefur ríkt um málið innan stjórnar og stjórnarandstöðu.
Sjónvarpsfrétt
Mávar í ætisleit sprengja tugi hjólbarða í Súgandafirði
Dekkjamaður á Ísafirði segist fá til sín allt upp í tugi sprunginna dekkja úr Súgandafirði í hverri viku. Orsökin er kunn en lítið hægt að gera í henni.
08.06.2021 - 09:42
Lífvera vaknaði af 24 þúsund ára dvala
Örvera af fylkingu hjóldýra sem legið hefur frosin í túndru Síberíu í um 24 þúsund ár er lifnuð við. Frá þessu greina vísindamenn í rannsókn sem birt er í nýjasta hefti vísindaritsins Current Biology. 
08.06.2021 - 06:12
DNA-greina borkjarna úr sjávarbotni
Áhrif loftslagsbreytinga á lífríkið verða meginviðfangsefni rannsóknarleiðangurs vísindamanna við Kaupamannahafnarháskóla og Háskóla Íslands sem lagði úr Hafnarfjarðarhöfn í dag. Sóttir verða borkjarnar á tveggja kílómetra dýpi.