Umhverfismál

Niðurstaða úr loðnumælingum í dag eða á morgun
Nú er unnið úr gögnum úr þriggja daga leiðangri við loðnumælingar austur af landinu. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir brýnt að komast sem fyrst aftur til loðnurannsókna.
Meta snjóflóðahættu á Tröllaskaga - óhugur í íbúum
Snjóflóð féll á skíðasvæði Siglfirðinga í morgun. Flóðið féll meðal annars á skiðaskálann og færði hann úr stað. Allir vegir til Fjallabyggðar hafa verið lokaðir í tvo sólarhringa og óvist hvort hægt verður að moka þangað í dag.
20.01.2021 - 13:17
Betra loft í Evrópu gæti bjargað 50.000 manns á ári
Með því að halda loftmengun innan þeirra marka sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin mælir með mætti koma í veg fyrir yfir 50.000 ótímabær dauðsföll á ári hverju í Evrópu einni og sér. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Lancet Global Health í dag, þar sem kallað er eftir tafarlausum aðgerðum. Reykjavík er á meðal þeirra Evrópuborga þar sem loftgæði eru hvað mest.
20.01.2021 - 06:13
2020 var illviðrasamt, blautt og snjóþungt
Veðurstofan birti í dag yfirlit yfir tíðarfar á árinu 2020. Árið var ekki aðeins stormasamt vegna heimsfaraldurs heldur lék veðrið landsmenn grátt með tíðum illviðrum. Úrkoma á Akureyri hefur ekki verið meiri frá upphafi mælinga. Þá féll einnig úrkomumet á Seyðisfirði með skelfilegum afleiðingum.
19.01.2021 - 23:04
Viðtal
Hættir ekki við þrátt fyrir tvö dauðsföll
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson dvelur enn í grunnbúðum fjallsins K2 og segir ekki koma til greina að hætta við að ná toppi fjallsins þrátt fyrir hörmungaratburði á fjallinu síðustu daga. Tveir fjallgöngumenn hafa hrapað til bana í hlíðum fjallsins að undanförnu.
19.01.2021 - 17:23
Hefur áhyggjur af tillögum frá almenningi um kjötbann
Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum sínum af því á borgarstjórnarfundi í dag að of róttækar hugmyndir um takmörkun á bílaumferð og kjötneyslu væru að ryðja sér til rúms innan meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.
19.01.2021 - 17:09
Áratugur endurheimtar vistkerfa
Hafdís Hanna Ægisdóttir plöntuvistfræðingur skrifar um mikilvægi þess að heimsbyggðin vinni að endurheimt líf- og vistkerfa sem hafa verið tekin undir iðnað síðustu áratugi.
18.01.2021 - 21:48
Allir búnir að senda inn uppfærð markmið, nema Ísland
Ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa skilað uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Þetta má sjá á vef skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna UNFCCC.  
Bandaríkjastjórn færir námufyrirtækjum land innfæddra
Meðal síðustu verka ríkisstjórnar Donalds Trump er að veita Rio Tinto og BHP Billiton leyfi til námugraftar á helgu svæði innfæddra Bandaríkjamanna í Arizona. Landsvæðið er um tíu ferkílómetrar, nefnist Oak Flat og hefur mikla þýðingu fyrir apatsja í Bandaríkjunum. Námufyrirtækin hyggjast reisa eina stærstu koparnámu Bandaríkjanna á svæðinu.
17.01.2021 - 05:35
Vill auka rannsóknir á loftslagbreytingum og skriðum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að rannsaka enn frekar möguleg tengsl loftslagsbreytinga og hlýnandi veðurs og skriðufalla á Íslandi. Hann vill efla allar rannsóknir tengdar skriðum enn frekar. Hann fagnar þeim einum komma sex 1,6 milljörðum króna sem árlega fara nú aukalega í Ofanflóðasjóð. Það geti flýtt gerð varnargarða í íbúðabyggð um 20 ár og þeir yrðu tilbúnir um 2030.
Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
4x4 segir sig úr Landvernd vegna harðlínustefnu
Ferðaklúbburinn 4x4 hefur sagt sig úr Landvernd. Ástæðan er sögð stefna Landverndar sem að mati klúbbsins hefur gengið of langt í öllum sínum gjörðum og gengið þvert gegn hagsmunum Landverndar. Stefnan hafi undanfarin ár verið öfgakennd og markast af harðlínu og er stefna Landverndar um að loka skuli ökuleið um Vonarskarð sérstaklega tiltekin.
15.01.2021 - 06:47
2020 hlýjast eða næst hlýjast í sögunni
Síðasta ár var heitasta ár sögunnar samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Árið var 0,1 gráðu hlýrra en árið 2016, sem þar með er það næst hlýjasta í sögunni. Sjávar- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna greindi frá því fyrr í vikunni að 2020 hafi verið örlítið kaldara en 2016, líkt og mælingar bresku veðurstofunnar benda til. Loftslagseftirlit Evrópusambandsins segir árin 2016 og 2020 hnífjöfn.
15.01.2021 - 04:25
Ekkert heyrst frá þeim sem hyggjast virkja Svartá
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tók fyrir í dag álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum fyrir Svartárvirkjun í Bárðardal. Stofnunin leggst gegn virkjuninni í áliti sínu.
14.01.2021 - 18:26
Telur takmarkanir á myndatökum af grenjum of íþyngjandi
Ísafjarðarbær telur að þær takmarkanir sem Umhverfisstofnun vill setja á myndatökur af grenjum í Hornvík vera of íþyngjand. Stofnunin vill aðeins veita tvö leyfi til myndatöku við greni í Hornvík. Ástæðan er sögð vera að fjöldi þeirra sem hafa áhuga og áform um að taka myndir hefur aukist samhliða því að viðkoma refs hefur ekki verið sem skyldi á undanförnum árum.
14.01.2021 - 17:41
Fyrrverandi ríkisstjóri í Michigan ákærður
Rick Snyder, fyrrverandi ríkisstjóri í Michigan í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir vanrækslu í tengslum við mengun í neysluvatni í borginni Flint árið 2014, sem leiddi til að tólf létust og tugir veiktust alvarlega. Howard Croft, fyrrverandi yfirmaður opinberrar þjónustu í Flint, er einnig ákærður fyrir sömu sakir. 
14.01.2021 - 11:54
„Þetta er bara svona sjórusl, það á að vera hérna“
„Finnst þér auðvelt að vera umhverfisvæn, Ingibjörg?“ Spyr Iðunn Hauksdóttir, Ingibjörgu, þriggja ára dóttur sína. Þær eru niðri í fjöru á æskuslóðum Iðunnar í Staðarsveit á Snæfellsnesi, að tína rusl. „Heldurðu að þú sért umhverfissóði eða miljösvin eins og Danirnir segja?“ Spyr Iðunn glettin þegar dóttirin svarar neitandi.
13.01.2021 - 14:02
Köfuðu niður að prammanum í dag
Það skýrist á næstu dögum hvernig staðið verður að því að ná fóðurpramma Laxa fiskeldis aftur á flot á Reyðarfirði. Kafað var niður að prammanum í dag og ástand hans metið. Engin merki eru um olíuleka úr eldsneytistönkum prammans.
11.01.2021 - 22:11
Tilfinningatengsl fólks við umhverfi sitt
Í pistli umhverfissálfræðingsins Páls Líndal eru staðarvensl og staðarsamsemd útskýrð. Farið yfir hvernig við skilgreinum okkaru sjálf og aðra út frá upprunastað sínum - og mikilvægi þess að tala af virðingu um hina ýmsu staði, þorp og bæi, því það er alltaf einhver sem er tengdur þeim stað tilfinningaböndum og sárna illgirni og ósanngjarnt orðalag og jafnvel níð um staðinn „sinn“. Það á líka við um fólkið sem býr í 101 Reykjavík.
11.01.2021 - 17:05
John Snorri heldur í vonina þrátt fyrir snjóflóð á K2
Stórt snjóflóð féll niður af K2 í gær. Það setti strik í reikninginn hjá fjallgöngugarpinum John Snorra Sigurjónssyni en hann heldur þó enn í vonina að ná að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstur manna.
11.01.2021 - 12:49
Sorpa sent tíu þúsund tonn af plasti úr landi
Sorpa hefur sent tíu þúsund tonn af plasti til endurvinnslu erlendis frá árinu 2014. Þetta kemur fram í svari framkvæmastjóra Sorpu við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Frá síðustu áramótum hefur að jafnaði 40 prósent af því plasti sem Sorpa hefur sent til Svíþjóðar verið metið hæft til endurvinnslu.
10.01.2021 - 09:34
Vefsíða hýst á Íslandi birti símanúmer Jakob Rees-Mogg
Lögreglan á Bretlandi rannsakar nú hvernig breskum dýraverndunarsamtökum tókst að komast yfir símanúmer og gögn hjá félögum í veiðifélaginu Mendip Farmers’ Hunt. Upplýsingarnar voru birtar á vef samtakanna. Meðal félagsmanna er Jakob Rees-Mogg, þingflokksformaður Íhaldsflokksins og eiginkona hans. Vefsíðan er hýst á Íslandi sem samtökin segja með ráðum gert því það komi í veg fyrir að dómstólar á Bretlandi geti haft afskipti af henni.
09.01.2021 - 08:52
Ríkið kaupir Hótel Gíg fyrir Vatnajökulsþjóðgarð
Ríkið hefur fest kaup á Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Þar er áformað að setja upp aðstöðu fyrir starfstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Norðausturlandi sem og fyrir aðrar stofnanir á vegum ríkisins.
08.01.2021 - 21:05
Leggja til að eldi meira en tvöfaldist í Dýrafirði
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi til allt að tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Dýrafirði á Vestfjörðum fyrir Arctic Sea Farm, sem heyrir undir Arctic Fish. Það er meira en tvöföldun frá fyrra starfsleyfi, en núverandi leyfi hljóðar upp á 4200 tonn á ári. Fyrirtækið hefur stefnt að því að auka við eldi í firðinum í þó nokkur ár.
08.01.2021 - 12:07
Myndskeið
Seldu flugelda fyrir um 800 milljónir króna
Tekjur björgunarsveitanna um áramótin nema um 800 milljónum króna, sem er tíu til fimmtán prósenta aukning frá í fyrra. Formaður Landsbjargar segir að það væri óábyrgt af stjórnvöldum að skerða þessa fjáröflun, án þess að bæta þá skerðingu með öðrum hætti.
07.01.2021 - 22:19