Umhverfismál

Landsréttur staðfestir ógildingu vegna hleðslustöðva
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg. Í málinu var tekist á um lögmæti samnings borgarinnar og Orku náttúrunnar um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík.
Vara við skaðlegu efni í útivistarvörum
Margir landsmenn eru á leið í sumarfrí og íhuga ef til vill í kaup á nýjum útivistarfatnaði eða útivistarvörum. Umhverfisstofnun hefur hins vegar varað við efni sem leynist í mörgum þessum vörum og getur reynst skaðlegt heilsu fólks.
23.06.2022 - 14:03
Segja losunarmarkmið stjórnvalda óljós og ófullnægjandi
Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi að mati Loftslagsráðs, sem kallar eftir að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar.
23.06.2022 - 12:27
Sjónvarpsfrétt
Veiða rækju með ljósi og fljúgandi veiðarfærum
Íslenskt fyrirtæki hefur þróað aðferð til þess að veiða rækju með ljósi í veiðarfæri sem aldrei snerta sjávarbotninn. Stofnandi fyrirtækisins segir að með þessu megi minnka olíunotkun og komast hjá því að róta upp mengandi efnum af botninum. 
22.06.2022 - 08:43
Þjónustumiðstöð og bílastæðagjöld við Fjaðrárgljúfur
Félagið Hveraberg ehf. hefur keypt jörðina Heiði í Skaftárhreppi sem nær yfir ferðamannastaðinn Fjaðrárgljúfur. Kaupverðið er 280 milljónir króna en til stendur að koma upp þjónustumiðstöð, betra bílastæði og hefja innheimtu „hóflegra bílastæðagjalda“.
Allt að fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir í orkuskiptin
Virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á næstu 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Þá er miðað við sviðsmynd Samorku, um að notkun stórnotenda raforku, stóriðju og annars orkusækins iðnaðar haldi áfram að aukast eins og verið hefur. Kárahnjúkavirkjanirnar yrðu aðeins þrjár, ef gert er ráð fyrir núverandi tækni og að orkuþörf almenns markaðar og stórnotenda breytist ekki. Íslendingar standa frammi fyrir erfiðum spurningum um orkuframleiðslu á næstu árum.
Óvíst hvenær rannsókn á Eimskipi lýkur
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á hvort lög hafi verið brotin við meðhöndlun úrgangs. Óvíst er hvenær rannsókninni lýkur því leita þarf upplýsinga hjá erlendum lögregluyfirvöldum. Eimskip er einnig til rannsóknar í Danmörku þar sem samkeppnisyfirvöld rannsaka landflutningafyrirtæki.
„Menntun í sjálfbærni ætti að vera kjarni skólastarfs“
Hópur starfandi kennara um allt land hefur sent áskorun til sveitarstjórna um að setja menntun til sjálfbærni í forgang. Hún mæti afgangi en ætti, að mati kennaranna, að vera kjarninn í skólastarfinu.
20.06.2022 - 13:26
Sjónvarpsfrétt
Merkilegt samband manns og bíls
Í sambandi manns og bíls geta verið tilfinningar, sem getur hamlað því að óökuhæfum bílum sé fargað, segir heilbrigðisfulltrúi. Allt of mikið sé af bílum sem eru ekki í notkun og vandamálið fari vaxandi.
20.06.2022 - 13:05
Breskur blaðamaður skotinn til bana í Brasilíu
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og samferðamaður hans, frumbyggja sérfræðingurinn Bruno Pereira, voru báðir skotnir til bana á ferð sinni um Amazon regnskóginn í Brasilíu fyrr í mánuðinum. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Brasilísku lögreglunni.
Berjast við að hemja gróðurelda í hitabylgju á Spáni
Miklir gróðureldar hafa geysað á Spáni síðustu daga, en skæð hitabylgja gengur nú yfir vestanvert meginland Evrópu. Veðurspár út mánuðinn benda til þess að júní verði einn sá heitast í landinu í áratugi, en hitatölur víða fóru vel yfir 40 gráður á Spáni í dag. Það telst óvenju mikill hiti á þeim slóðum svo snemma að sumri.
18.06.2022 - 23:39
25 látnir eftir monsúnrigningar á Bangladess
Mikið vatnsveður hefur gengið yfir Bangladess undanfarnar vikur og hafa minnst 25 látið lífið vegna veðursins. Monsúnregntímabilið gengur nú yfir svæðið og því hefur fylgt óvenju mikil rigning í þetta skiptið.
18.06.2022 - 06:54
Hitabylgja gengur yfir meginland Evrópu
Margir viðburðir sem áttu að fara fram í Frakklandi um helgina hafa verið blásnir af vegna hitabylgju sem gengur yfir meginland Evrópu. Aldrei áður hefur mælst eins hár hiti í Frakklandi í júní.
18.06.2022 - 03:15
Land risið nær stöðugt við Öskju í tæpt ár
Nokkuð stöðugt landris hefur mælst við Öskju í tæpt ár, eða síðan í byrjun ágúst 2021. Á þeim tíma hefur land risið um 30 sentímetra og landris mælst að jafnaði 2,5 sentímetrar á mánuði. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, sem hefur fylgst grannt með jarðhræringum á svæðinu.
17.06.2022 - 03:06
Myndskeið
Segir rammann grunninn að orkuskiptum
Rammaáætlun var samþykkt á Alþingi í gær, en um er að ræða eitt umdeildasta þingmál síðustu ára um vernd og orkunýtingu landssvæða. Umhverfisráðherra segir rammaáætlun grunninn að orkuskiptum.
Pistill
Unglingaherbergið
Afhverju hegða stjórnvöld sér eins og unglingar sem neita að taka til í herberginu sínu? Stefán Gíslason spyr sig að þessu þegar hann veltir fyrir sér loftlagsmálunum.
16.06.2022 - 14:51
Skógareldar geisa í Katalóníu
Skógareldar geisa á nokkrum svæðum á Spáni. Hitabylgja hefur riðið yfir landið síðustu daga og hefur hitinn náð allt að 43 gráðum, sem þykir óvenjulegt svo snemma sumars. Stærstu skógareldarnir eru nærri Baldomar í Katalóníu. Fimm hundruð hektarar skógar hafa þegar brunnið og óttast er að eldurinn geti orðið allt að 20.000 hekturum lands að bráð.
16.06.2022 - 10:43
Spegillinn
Þekking og aðstaða til framleiðslu rafeldsneytis
Tækniþekking og aðstaða er til að framleiða um fjögur þúsund tonn af rafeldsneyti á ári í verksmiðju Carbon Recycling International við Svartsengi á Reykjanesskaga.
Ástralía herðir sig í baráttu við loftslagsbreytingar
Ástralía hefur ákveðið að spíta í lófana í baráttunni við loftslagsbreytingar. Athony Albanese forsætisráðherra hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum það að landið ætli sér nú að minnka útblástur um fjörutíu og þrjú prósent fyrir tvö þúsund og þrjátíu. Þetta er stökk frá fyrri markmiðum þar sem aðeins var stefnt að tuttugu og sex til átta prósenta minnkun.
16.06.2022 - 04:28
Rammaáætlun samþykkt á Alþingi
Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi í hádeginu með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæðu á móti en fimmtán sátu hjá. Þetta er í fyrsta sinn í rúm níu ár sem samkomulag næst um þennan áfanga rammáætlunar. Hún er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða til lengri tíma.
Spegillinn
Svíar áforma að reisa stóra rafeldsneytisverksmiðju
Tug milljarða rafeldsneytisverksmiðja er í undirbúningi í Svíþjóð, sem gæti svarað næstum þriðjungi af eldsneytisþörf SAS. Vonast er til að rafeldsneyti reynist bjargráð sænska flugfélaga sem þurfa að ná kolefnishlutleysi á næstu átta árum.
Enn ríkir neyðarástand í Yellowstone
Neyðarástand ríkir enn í Yellowstoneþjóðgarðinum í norðvestanverðum Bandaríkjunum, þar sem úrhellisrigning hefur valdið miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðum síðustu daga. Garðinum var lokað í fyrradag vegna hamfaranna. Er það í fyrsta skipti í 34 ár sem öllum garðinum er lokað vegna náttúruvár, en 1988 var honum lokað vegna þurrka og skógarelda.
15.06.2022 - 02:36
Hafnar því að VG gefi meira eftir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að Vinstri græn séu að gefa meira eftir í þinglokasamningum en hinir stjórnarflokkarnir líkt og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt fram í hádegisfréttum.
14.06.2022 - 18:40
Bandaríkin
Þurrkar og eldar í suðri en úrhelli og flóð í norðri
Miklir hitar og þurrkar geisa víða í suðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem eykur mjög hættu á gróðureldum. Á sama tíma veldur úrhellisrigning miklum flóðum í Yellowstone-þjóðgarðinum í norðvestri og hefur honum verið lokað.
14.06.2022 - 04:22
Óvíst að mál stjórnarandstöðu nái fram að ganga
Samningar um þinglok gætu verið í uppnámi þar sem óvíst er hvort mál stjórnarandstöðu, sem lofað var í samningunum, fái framgang. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé mikill áfangi að tekist hafi að afgreiða rammaáætlun, í fyrsta sinn í sex ár.
13.06.2022 - 13:08