Umhverfismál

Belgískt fyrirtæki skilar upprunaábyrgðum
Fulltrúi fyrirtækisins Bolt sem selur græna raforku í Belgíu afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eitt þúsund upprunaábyrgðir grænnar orku frá Íslandi. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir að með þessu vilji fyrirtækið vekja athygli á því ógagni sem sala slíkra ábyrgðarbréfa geri í Evrópu og telji fyrirtækið það grafa undan hvata fyrirtækja til þess að nýta raunverulega græna orku.
07.08.2020 - 12:33
Heimsins fjölbreyttasta flóra er á Nýju Gíneu
Viðamikil rannsókn 99 plöntufræðinga frá 56 háskólum og stofnunum í 19 löndum hefur leitt til þess að eyjunni Madagaskar hefur verið velt af stalli sem heimkynnum heimsins fjölbreytilegustu flóru og Nýja Gínea krýnd heimsmethafi í blóma- og plöntuskrúði í hennar stað.
06.08.2020 - 04:23
Myndskeið
Björgunarsveitir aðstoða grindhvali í Mjófirði
Þrír bátar frá björgunarsveitunum á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík eru á leiðinni í Mjóafjörð til að aðstoða grindhvali sem virðast hafa strandað á skeri í Þernuvík. Ragnar Högni Guðmundsson í aðgerðarstjórn segir að þetta séu á bilinu 10 til 15 dýr. Aðrir telja að þau hafi verið nær þrjátíu. Fréttastofu barst ábending um dýrin frá vegfarendum sem sögðu hljóðin frá dýrunum vera hræðileg.
30.07.2020 - 17:19
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Kæra vegaframkvæmdir í Vesturdal
Náttúruverndarsamtök á Norðurlandi hafa kært vegaframkvæmdir í Vesturdal til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þau segja veginn ekki í samræmi við umhverfið og vilja endurhanna hann frá grunni.
28.07.2020 - 18:03
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra segir að um 143 milljónir spendýra, 180 milljónir fugla, 51 milljón froska og 2,46 milljarðar skriðdýra hafi drepist eða hrakist frá sínum náttúrulegu heimkynnum í eldunum.
Dregur úr asparfræjum en grasfrjó enn á sveimi
Aðeins er farið að draga úr asparfræjunum sem svifið hafa um undanfarið í hvítum bómullarhnoðrum. Ellý Guðjohnsen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að tveir til þrír toppar hafi verið af grasfrjói í sumar en enn þá sé mikið eftir af frjótímabilinu.   
27.07.2020 - 15:54
Slæmur utanvegaakstur á Snæfellsöræfum
Ökumenn ollu miklum skemmdum á Snæfellsöræfum í síðustu viku þegar þeir óku utan vegslóða. Af myndum af vettvangi má ráða að skemmdarverkin hafi verið unnin af ásetningi. Landvörður telur að það taki áratugi fyrir landið að jafna sig.
27.07.2020 - 12:23
Miklir skógareldar í Portúgal
Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð og stór svæði verið rýmd. Stífir og hlýir vindar torvelda starf þeirra rúmlega 700 slökkviliðsmanna sem staðið hafa vaktina frá því að fyrstu eldarnir kviknuðu í Oleiros-héraði 18. júlí. Þaðan hafa þeir breiðst út til tveggja aðliggjandi héraða.
27.07.2020 - 04:20
Þrefalt fleiri eldar í stærsta hitabeltisvotlendi heims
Gróðureldum í Pantanal, víðfeðmasta hitabeltisvotlendi heims, hefur fjölgað mjög síðustu ár og það sem af er þessu ári hafa þeir verið þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Geimvísindastofnun Brasilíu, Inpe, greindi frá því á föstudag að þar hefðu logað 3.682 gróðureldar frá 1. janúar til 23. júlí á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri síðan Inpe tók að fylgjast með útbreiðslu gróðurelda með hjálp gervihnatta.
Ísland eftirbátur annarra ríkja Evrópu
Ísland stendur verr en mörg ríki Evrópu þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Greint var frá því í gær að Ísland væri í þriðja sæti yfir grænustu lönd álfunnar samkvæmt greiningu breska fjármálafyrirtækisins Nimble Fins. Þrátt fyrir þann árangur sýnir úttektin að Ísland stendur sig næst verst af þeim þrjátíu ríkjum sem úttektin tók til þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.
23.07.2020 - 16:27
Myndskeið
Tyggjóið í ruslið, en kyngja því annars
Guðjón Óskarsson, sjötugur Reykvíkingur,  er kominn í herferð gegn tyggjóklessum á gangstéttum, en honum blöskraði sóðaskapurinn. Hann segir að ef fólk geti ekki hent í ruslið eigi bara að kyngja því, það komi út eins og það fór inn.  Hann býst við að hreinsa allt að tuttugu þúsund tyggjóklessur af gangstéttum miðborgar Reykjavíkur á tíu vikum.
22.07.2020 - 19:50
Ísland í þriðja sæti yfir grænustu lönd í Evrópu
Ísland er í þriðja sæti yfir grænustu lönd álfunnar samkvæmt greiningu breska fjármálafyrirtækisins Nimble Fins. Svíþjóð er á toppi listans og Noregur er í öðru sæti. Greiningin er byggð á gögnum frá Eurostat, Umhverfisstofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).
22.07.2020 - 11:00
Lokun Gróttu framlengd til mánaðamóta
Ákveðið hefur verið að framlengja árlega lokun friðlandsins í Gróttu í Seltjarnarnesbæ til mánaðamóta. Grótta átti vera opnuð aftur 15. júlí en þar hefur verið lokað frá 1. maí til að vernda fuglavarp.
20.07.2020 - 14:23
Nýr vegur í Vesturdal spillir landslaginu
Breiður og mjög upphækkaður vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta gnæfir yfir tjaldstæði og spillir landslaginu. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum segir að lagning vegarins á þennan hátt séu mikil mistök. Ekki sé ljóst hver hafi tekið ákvörðun um að hanna svæðið á þennan hátt.
Veðurtepptir í Surtsey
Leiðangursmenn í hinum árlega Surtseyjarleiðangri Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar hafa verið veðurtepptir í eynni síðan í gær. Þeir bjuggu sig undir brottför til lands eftir hádegið.
17.07.2020 - 14:41
Myndskeið
Molta nýtt í ríkari mæli til skógræktar og landgræðslu
Notkun moltu hefur gefið góða raun í landgræðslu og skógrækt. Í kjölfar faraldursins settu stjórnvöld aukinn kraft í uppgræðsluverkefni með aðstoð moltu, annars vegar í Krísuvík og hins vegar á Norðurlandi.
16.07.2020 - 21:46
Nýjar miltisbrandsgrafir finnast um allt land
Stöðugt bætast við staðir þar sem finna má grafir dýra sem drepist hafa úr miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Selfossi og kona hans Ólöf Erla Halldórsdóttir hafa ferðast um landið til að skrá og rannsaka staðina. Samtals hafa fundist hafa 160 grafir á 130 stöðum.
16.07.2020 - 10:30
Myndskeið
Nýr Kársnesskóli fyrsta Svansvottaða skólabyggingin
Stefnt er að því að nýr Kársnesskóli, sem reistur verður á lóð eldra húss sem rifið var vegna raka og myglu, verði fyrsta skólabygging landsins sem fær Svansvottun. Framkvæmdum á að ljúka eftir tæp þrjú ár.
13.07.2020 - 09:41
Myndskeið
Mæla loftslagsávinning af endurheimt votlendis
Landgræðslan fylgist nú með gasuppstreymi úr endurheimtu votlendi á nokkrum stöðum á landinu. Tilgangurinn er að mæla loftslagsávinning af endurheimt en fullyrt er að stór hluti losunar af mannavöldum hér á landi komi úr framræstu votlendi.
13.07.2020 - 09:09
Myndskeið
Raunhæft að minnka matarsóun um helming á tíu árum
Að minnka matarsóun hér á landi um helming á næstu tíu árum er mjög raunhæft verkefni. Þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, sem jafnframt situr í starfshópi um aðgerðaáætlun gegn matarsóun. Hún segir samstarf smásala og framleiðenda um framboð og eftirspurn afar mikilvægt. 
Óttast að olíumengunarslys kunni að vera í uppsiglingu
Óttast er að yfirgefið og illa farið olíuflutningaskip úti fyrir ströndum Jemen kunni að valda mengunarslysi verði ekki brugðist við. Tankar skipsins eru hálffullir af hráolíu og er óttast að hún leki út frá skipinu vegna ryðs og tæringar. Alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen hafa leitað til Sameinuðu þjóðanna og sagt að skipið gæti sprungið og valdið stærsta umhverfisslysi í heimshlutanum og jafnvel á heimsvísu.
12.07.2020 - 11:36
Hlýnun hefur meiri áhrif á fiska en áður var talið
Hlýnun jarðar virðist hafa meiri áhrif á fiska en áður var talið. Vísindamenn hafa nú glöggvað sig betur á því með hvaða hætti hlýnun raskar vistkerfi sjávar. Samkvæmt nýrri grein í tímaritinu Science hafa hrygnandi fiskar og seiði mun þrengra hitaþolsbil en fullvaxta fiskar. 
Rafmagn í stað olíu á Kili
Nýlega lauk lagningu 67 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara um Kjöl. Strengurinn leysir af hólmi díselvélar sem ferðaþjónustan hefur reitt sig á hingað til.
10.07.2020 - 18:12
Fá leyfi til að endurheimta votlendi í Ketildölum
Landeigandi á Fífustöðum í Ketildölum á Vestfjörðum fær að endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Vesturbyggð heimilaði ekki framkvæmdina í september og vísaði henni til Skipulagsstofnunar.