Umhverfismál

Ekki nýtt eldgos heldur tunglið að stríða fólki
Það sem fjöldi fólks taldi vera annað eldgos austan við Fagradalsfjall reyndist vera tunglið. Þetta kemur fram á Facebook síðu Veðurstofu Íslands en töluvert af tilkynningum barst þangað og allir höfðu sömu sögu að segja af greinilegum bjarma austan við eldstöðvarnar.
Bókanir á bókanir ofan vegna GAJU
Hörð orðaskipti áttu sér stað á milli meirihluta og minnihluta á fundi borgarráðs í morgun þegar upplýst var um mygluvandræði GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu. Bókanir og gagnbókanir gengu á víxl og stóryrðin voru síst spöruð.
Myndskeið
Segir að Sorpa hafi verið vöruð við efnisvali í GAJU
Framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu fullyrðir að forráðamenn Sorpu hafi verið varaðir við efnisvali sínu við byggingu GAJU. Fulltrúar Sorpu hafi tekið þátt í hönnunarfundum og rýnt öll skilagögn EFLU í hönnunarferli hússins.
16.09.2021 - 19:21
Marglytta veldur afföllum í fiskeldi eystra
Marglytta hefur valdið affföllum í fiskeldi í Reyðarfirði að undanförnu. Brugðist er við með því að setja svonefnd pils utan um sjókvíarnar svo að hún nái ekki að ánetjast og brenna fisk í kvíunum.
16.09.2021 - 18:31
Færeyingar endurskoða umdeildar höfrungaveiðar
Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyinga, hefur tilkynnt að landstjórnin ætli að endurskoða reglugerð um höfrungaveiðar. Færeyingar hafa nýverið sætt mikilli gagnrýni dýra- og náttúruverndarsinna vegna veiða á tannhvölum af höfrungaætt, en síðastliðinn sunnudag var yfir 1400 höfrungum slátrað í Skálafirði við eyjarnar.
16.09.2021 - 17:33
Ólafía hlýtur viðurkenningu Sigríðar frá Brattholti
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, veitti í dag, á degi íslenskrar náttúru, Ólafíu Jakobsdóttur náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Er þetta í tólfta sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent.
Stefnt að þreföldun birkiskóga fyrir 2030
Íslensk stjórnvöld hafa tekið svonefndri Bonn-áskorun og staðfesta í dag markmið Íslands um að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú.
16.09.2021 - 15:06
Eldgosið í Geldingadölum langlífasta gos aldarinnar
Í dag urðu þau tímamót í eldgosinu í Geldingadölum að það hefur nú staðið lengur en eldgosið í Holuhrauni. Þar með er það langlífasta gos á 21. öld.
Enn fjölgar rafhleðslustöðvum
Þeim sem áttu leið um Akureyri í sumar á rafbíl, þótti vanta nokkuð upp á fjölda hleðslustöðva í bænum. Nú hefur fleiri stöðvum verið bætt við og áætlað að fjölgunin verði enn meiri á næstunni. 
16.09.2021 - 09:14
Tveir látnir í jarðskjálfta í Kína og eignatjón nokkuð
Staðfest er að tveir létust og tugir slösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína í morgun. Á þriðja tug húsa eru sögð hafa hrunið, fjöldi bygginga skemmst og samgöngur riðlast.
16.09.2021 - 02:34
Land við Öskju risið um nærri tíu sentímetra
Ekkert lát er á landrisi við eldstöðina Öskju. Nýjustu GPS mælingar frá svæðinu sýna að land hefur risið um nærri tíu sentímetra frá því í byrjun ágúst. Benedikt Gunnar Ófeigsson sérfræðingur Veður­stof­unn­ar á sviði jarðskorpu­hreyf­inga, segir að þenslan sé stöðug og nokkur skjálftavirkni hafi mælst á svæðinu. Veðurstofan fylgist grannt með jarðhræringum við Öskju og segja til skoðunnar að fjölga mælitækjum á svæðið.
15.09.2021 - 21:24
Færeyingar harðlega gagnrýndir vegna höfrungaveiða
Færeyingar liggja nú undir þungu ámæli dýraverndunarsinna eftir að yfir fjórtán hundruð tannhvalir af höfrungaætt voru veiddir við Austurey síðastliðinn sunnudag. Formaður færeyska hvalveiðiráðsins segir Færeyingum sjálfum mjög brugðið.
15.09.2021 - 01:56
Óvissustigi aflétt vegna Skaftárhlaups
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Tæplega vika er síðan að hættustigi var aflétt og vegir á svæðinu voru opnaðir á ný.
14.09.2021 - 14:35
Hátt álverð jákvætt fyrir álver hér á landi
Heimsmarkaðsverð á áli rýkur upp og hefur ekki verið hærra í 13 ár. Hækkunin hefur góð áhrif á rekstur álvera hér á landi. Í gær fór verð á tonni yfir þrjú þúsund dollara. Hækkunin nemur um það bil fjörutíu prósentum það sem af er ári.
Stefna að því að vekja loðfíla upp frá dauðum
Líftæknifyrirtækið Colossal, í samstarfi við erfðavísindamann úr Harvard-háskóla, ætlar að freista þess að endurvekja loðfíla og koma þeim fyrir í freðmýri Norðurslóða. Fyrirtækið segir tækni sína geta nýst til að styrkja lífkerfi sem ýmist eru í bráðri hættu eða ónýt. Jafnvel telja vísindamenn þess að tæknin nýtist til þess að hefta áhrif loftslagsbreytinga. 
14.09.2021 - 03:43
Rafmagni hleypt á Kröflulínu 3
Rafmagni hefur nú verið hleypt á Kröflulínu 3, nýja háspennulínu frá Kröfluvirkjun austur í Fljótsdalsstöð. Forstjóri Landsnets segir þetta mikilvægan áfanga í uppbyggingu raforkukerfisins.
13.09.2021 - 10:44
Fjórðungur fyrirspurna vegna Reykjaness
Fulltrúar Landsnets telja Suðurnesjalínu tvö forsendu aukins vaxtar í atvinnulífi á Reykjanesi. Fjöldi fyrirtækja óski eftir raforku á Reykjanesi sem ekki sé unnt að verða við á meðan ókleift sé að leggja línuna
13.09.2021 - 07:44
Sauðfjárbeit skemmir skóginn í Þórsmörk
Páll Ásgeir Ásgeirsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, ritar í dag pistil á Fésbók þar sem hann gagnrýnir harðlega sauðfjárbeit á Almenningum norðan Þórsmerkur. Sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni á Suðurlandi segir skóginn í Þórsmörk gjalda fyrir beitina en vill uppgræðslusamstarf við bændur.
12.09.2021 - 16:17
Gerpissvæðið friðlýst í dag
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, friðlýsir í dag Gerpissvæðið milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar.
11.09.2021 - 15:18
Að kaupa og sleppa
Stefán Gíslason flutti umhverfispistil í Samfélagið sem fjallaði um innkaup og áhrif þeirra á plánetuna
Rafknúnir flutningabílar fá tugi milljóna úr Orkusjóði
Vegna mikils fjölda umsókna hefur verið ákveðið að hækka úthlutun Orkusjóðs til verkefna í orkuskiptum úr 320 milljónum króna í 470 milljónir. Aldrei hefur verið úthlutað svo hárri upphæð úr Orkusjóði. Þessar 150 milljónir til viðbótar munu meðal annars renna til tveggja stórra verkefna á sviði þungaflutninga.
10.09.2021 - 14:41
Erfiðar aðstæður tefja slökkvistarf á Spáni
Óstöðugir vindar, torfært landslag og mikill hiti tefja baráttu slökkviliðs við skógarelda sem nú geisa á sunnanverðum Spáni. Grunur leikur á að eldarnir hafi verið kveiktir af ásetningi enda komu þeir upp á nokkrum stöðum samtímis.
10.09.2021 - 12:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Evrópa · Skógareldur · Malaga · íkveikja · Bruni · Bretar · ferðamenn · Þurrkur
Sjálfstæðisflokkurinn hækkar í 21 stig af hundrað
Einkunn Sjálfstæðisflokksins á kvarða Ungra umhverfissinna hefur verið hækkuð úr 5,3 í 21 stig eftir endurskoðun. Kvarðinn var gerður til að meta áherslur í stefnum stjórnmálaflokkanna í loftslags - og umhverfismálum fyrir komandi alþingiskosningar.
10.09.2021 - 08:44
Snákar aðstoða við rannsókn á geislavirkni
Japanskir vísindamenn nota rottusnáka til að mæla geislavirkni í jarðvegi í og við borgina Fukushima eftir kjarnorkuslysið í mars 2011. Þrír kjarnaofnar gjöreyðilögðust í Dai-ichi kjarnorkuverinu í Fukushima þegar risastór flóðbylgja reið yfir borgina. Um 150 þúsund urðu að yfirgefa heimili sín og 400 ferkílómetra landsvæði er enn talið óhæft til búsetu vegna geislavirkni. 
10.09.2021 - 07:03
Nashyrningar á hvolfi verðlaunaðir á and-Nóbelnum
Rannsókn á nashyrningum hangandi á hvolfi var valin sú skrýtnasta á svokölluðum and-Nóbelsverðlaunum í gær. Verðlaunin eru veitt árlega, oft í sömu flokkum og raunverulegu Nóbelsverðlaunin.
10.09.2021 - 05:31