Umhverfismál

Akureyrarbær tekur 200 milljóna króna grænt lán
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt lántöku á fyrsta græna láni sveitarfélagsins. Lánið er ætlað til umhverfisvænna fjárfestinga.
06.12.2021 - 17:25
Hið minnsta 14 látnir vegna eldgossins í Sameru fjalli
Að minnsta kosti 14 hafa týnt lífi og fjölmargir eru slasaðir vegna eldgossins í Sameru fjalli á eyjunni Jóvu í Indónesíu sem hófst í gærmorgun. Björgunarmenn reyna eftir fremsta megni að grafa upp berhenntir í öskufallinu, í von um að finna þá sem látnir eru.
05.12.2021 - 20:41
Sjónvarpsfrétt
Rennslið 28-falt í Gígjukvísl miðað við venjulega
Hlaupið úr Grímsvötnum náði sennilega hámarki sínu í dag. Rennsli í Gígjukvísl mældist um 2.800 rúmmetrar á sekúndu í mælingu sem var gerð í morgun, sem er um tuttugu-og-áttfalt rennsli miðað við venjulegt árferði. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er farið að hægja á sigi íshellunnar í Grímsvötnum en hún hefur sigið um tæpa 74 metra síðan hlaupið hófst.
05.12.2021 - 19:49
Sjónvarpsfrétt
Gamalt skraut fékk nýtt líf
Jólasveinar, englar, aðventuljós og annað jólaskraut skipti um eigendur um helgina þegar endurnýja mátti jólaskraut með engum tilkostnaði í Efnismiðlun Góða hirðisins. Rekstrarstjóri segir að þetta sé skemmtileg leið til að grynnka á heimilissorpi.
05.12.2021 - 19:40
Sjónvarpsfrétt
Hlaupið nær hámarki og almannavarnir viðbúnar
Rennsli í Gígjukvísl eykst jafnt og þétt. Búist er við að hlaupið nái hámarki í fyrramálið. Heimamenn hafa sýnt hlaupinu nokkurn áhuga en missa ekki svefn af áhyggjum. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu og hafa undirbúið áætlanir ef það fer að gjósa.
04.12.2021 - 19:35
Bílastæðavandinn
Stefán Gíslason flutti pistil í Samfélagið á Rás 1 um hinn svokallaða bílastæðavanda.
03.12.2021 - 14:52
Tífalt rennsli og grannt fylgst með skjálftavirkni
Rafleiðni og rennsli í Gígjukvísl fer vaxandi en búist er við að hlaup úr Grímsvötnum nái hámarki á sunnudag. Rennsli í Gígjukvísl er nú tífalt miðað við árstíma. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar eru aðstæður með þeim hætti að Grímsvötn eru tilbúin að gjósa. Grannt verður því fylgst með skjálftavirkni á svæðinu sem líklega yrði fyrirboði eldgoss.
Óvissustig vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum
Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum sem nú er að hefjast.
01.12.2021 - 16:18
Losun frá flugi dregist saman um 78%
Losun frá flugsamgöngum á þriðja ársfjórðungi mældist 154 kílótonn samkvæmt bráðabirgðaútreikningi á losun frá hagkerfi Íslands. Það er 78% minna en losunin var árið 2018 þegar hún náði hámarki og mældist 711 kílótonn. Losun koltvísýringsígilda frá flugsamgöngum á þriðja ársfjórðungi jókst lítillega, en var þó enn töluvert minni en fyrir heimsfaraldurinn.
Rennsli úr Grímsvötnum eykst hægar en árið 2010
Útlit er fyrir að rennsli í Grímsvatnahlaupi verði ekki eins mikið og spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Rennslið hefur aukist hægar en það gerði í hlaupinu 2010. Búist er við að hlaupið nái hámarki um helgina. Íshellan hefur sigið um tæpa tíu metra.
„Menn hafa alveg náð að kroppa eitthvað í matinn“
Í dag er síðasti dagur sem veiða má rjúpu á þessu ári, auk þess sem núverandi reglugerð um rjúpnaveiðar er að renna út. Formaður Skotveiðifélags Íslands segir ágætis hljóð í veiðimönnum þó hafi veiðin almennt verið frekar treg. 
30.11.2021 - 14:15
Sjónvarpsfrétt
Telur breytingar mikla afturför í náttúruvernd
Formaður Landverndar segir breytingar á umhverfisráðuneytinu vera mikla afturför í náttúruvernd og hann vonar að stjórnvöld átti sig á því sem fyrst. Háskólarektor tekur breytingum á skipulagi skóla með opnum huga, en forseti bandalags listamanna segir fyrstu viðbrögð sjokk, en vonar að breytingar á menningarmálum leiði til góðs.
29.11.2021 - 19:58
Líkur á að hlaupi úr Grímsvötnum næstu daga
Enn er fylgst grannt með hreyfingum íshellunnar í Grímsvötnum, sem nú hefur sigið um rúma fjóra metra. Rennsli er farið að aukast lítillega í Gígjukvísl en Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir það sé aðeins tímaspursmál hvenær fari að hlaupa undan jöklinum.
29.11.2021 - 12:18
Sjónvarpsfrétt
Fá lánað í staðinn fyrir að kaupa
Nýtnivika stóð yfir dagana 21. - 29. nóvember en markmið hennar er að vekja athygli á óþarfa neyslu og aukinni nýtni. Aðstandendur átaksins vilja benda á að hægt er að fá lánað, gera við og endurnýta. Enginn missir sé af neinu þó ekki sé verið að stökkva á tilboðsvörur.
Líður nær jökullhlaupi - Íshellan sigin um 3,3 metra
Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um 3,3 metra. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvár sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að muni hlaupa undan jöklinum, en aðdragandinn er orðinn nokkuð lengri en sérfræðingar bjuggust við í fyrstu. Hvorki hefur mælst aukin rafleiðni í Gígjukvísl né jarðskjálftavirkni á svæðinu.
88 af 100 menguðustu borgum heims í Indlandi og Kína
88 af 100 menguðustu borgum heims eru í tveimur löndum; Indlandi og Kína. 46 þeirra eru á Indlandi en 42 í Kína. Allar 100 mengunarhöfuðborgir heimsins eru í Asíu.
28.11.2021 - 07:29
Varpfuglum í ESB hefur fækkað um hundruð milljóna
Fuglum hefur fækkað um allt að 19 prósent í löndum Evrópusambandinu á síðustu 40 árum. Þetta er niðurstaða viðamikillar rannsóknar sem birt er á vef tímaritsins Ecology and Evolution. Mat rannsakenda er að stofnar varpfugla í ríkjum Evrópusambandsins hafi minnkað um 17 - 19 prósent frá árinu 1980, sem svarar til þess að fuglum hafi fækkað um 560 - 620 milljónir einstaklinga á þessum 40 árum. Mest er fækkunin - jafnt hlutfallslega sem tölulega - meðal tegunda sem helst verpa á landbúnaðarsvæðum.
28.11.2021 - 05:51
Krefjast aðgerða á Hofsósi innan tveggja vikna
Umhverfisstofnun krefst þess að olíufélagið N1 fari í úrbætur vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Í fyrirmælum sem stofnunin gaf út segir að grafa þurfi skurði og setja niður loftunarrör innan tveggja vikna.
25.11.2021 - 13:16
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Viðtal
Ekki útilokað að gos fylgi hlaupi úr Grímsvötnum
Ekki er útilokað að gos fylgi hlaupi úr Grímsvötnum, segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði, enda ein virkasta eldstöð landsins. Vísindaráð almannavarna fundaði í gær, eftir að mælingar sýndu að íshellan þar væri farin að síga. Það er vísbending um að hlaup sé í vændum. 
25.11.2021 - 09:22
Gott holdafar vísbending um uppsveiflu rjúpnastofnsins
Holdafar rjúpna er mun betra en í fyrra og með því besta sem mælst hefur frá því farið var að fylgjast með viðgangi rjúpna 2006. Fuglafræðingur segir þetta geta boðað betri tíma fyrir stofninn.
Rjúpan fílhraust og vel haldin
Holdafar rjúpna er mun betra en í fyrra og með því besta sem mælst hefur frá því farið var að fylgjast með heilsufari rjúpna 2006. Það hefur nokkuð sést af rjúpu, víða á norðan- og vestanverðu landinu en aðeins fer sögum af hreysti norðlensku rjúpunnar.
23.11.2021 - 10:03
Samkeppni að komast í hóp kolefnishlutlausra borga
Borgarstjóri segir til mikils að vinna komist Reykjavíkurborg í hóp hundrað kolefnishlutlausra borga Evrópu 2030. Hann segir samkeppnina mikla enda opni þátttakan möguleika á úthlutun úr sjóðum Evrópusambandsins.
22.11.2021 - 15:50
Fær ekki að flytja blendingshund til landsins
Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar þar sem innflutningi á American Staffordshire Terrier-hundi er hafnað. Ástæðan er sú að mjög erfitt sé að aðgreina þessa tegund frá bönnuðu tegundunum Pit Bull Terrier og/eða Staffordshire Bull Terrier. Sá sem vildi flytja hundinn inn sagði dýrið vera blending sem ætti ekkert sameiginlegt með þessum tveimur tegundum nema eiga sömu forfeður.
20.11.2021 - 12:06
Nemendur Hagaskóla læra í Hótel Sögu
Nemendur 8. bekkjar í Hagaskóla þurfa ekki að færa sig langt á meðan tekist er á við mygluvandamál í skólanum. Þeir fá aðstöðu á Hótel Sögu, þar sem skólinn fær til umráða 1.100 fermetra rými.
19.11.2021 - 18:54