Umhverfismál

Myndskeið
Skemmdir vegna utanvegaaksturs komu á óvart
Það kom starfsfólki Reykjavíkurborgar á óvart að sjá í fréttum hversu miklar skemmdir hafa orðið á landi borgarinnar norðan Leirvogsár. Deildarstjóri segir að stefnt sé að því að skoða svæðið og ráðast í úrbætur.
01.06.2020 - 19:37
Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný
Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það gerist þó hægt og þörf er á meiri gögnum til þess að fullyrða frekar um stöðuna.
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Myndskeið
Grafa í gegnum skriðu til að endurheimta farveg Hítarár
Grafa á í gegnum skriðu sem féll í Hítardal fyrir tveimur árum til að endurheimta fyrri farveg Hítarár. Með því á að ná aftur sömu laxveiði úr ánni og áður en skriðan féll.
27.05.2020 - 09:26
Mögulega bakslag í loftslagsmálum vegna COVID-19
Sveitarfélög í Evrópu hafa áhyggjur af mögulegu bakslagi í loftslagsmálum vegna COVID-19 segir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ótti við smit gæti t.d. fælt fólk frá almenningsamgöngum. Hjá Evrópusamtökum sveitarfélaga velti menn fyrir sér hvort nú sé tækifæri til að snúa við blaðinu.  
25.05.2020 - 16:42
Síðdegisútvarpið
Alltaf hægt að bæta árangur í umhverfismálum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti í dag verkfræðistofunni Eflu Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum á síðasta ári. Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs Eflu, segir fyrirtækið hafa lagt áherslu á umhverfismál allt frá stofnun.
20.05.2020 - 17:52
Efla hlýtur Kuðunginn
Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Guðmundur Ingi GUðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, veitti viðurkenninguna í dag.
20.05.2020 - 15:45
Grútarmengun ógnar æðarvarpi við Bíldudalsvog
Grútarmengun hefur verið við Bíldudalsvog í Arnarfirði síðustu daga. Mikið æðarvarp er í grennd við Bíldudal og ungum stafar talsverð ógn af grútnum þegar þeir leggja á haf út í fyrsta skipti.
20.05.2020 - 15:21
Lögreglu tilkynnt um skotna fugla á Geldinganesi
Dauðar súlur og hrafn sem virðast hafa verið skotin með riffli fundust nýverið í fjörunni við Geldinganes. Einnig fannst skotin súla við Ægissíðu. Það var Edda Björk Arnardóttir íbúi í Grafarvogi sem gekk fram á hræin.
Gróðureldar eru ekkert grín
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins vill eindregið brýna fyrir fólki á öllum aldri að láta sér ekki koma til hugar að kveikja eld í sinu. Mikilvægt sé að árétta að gróðureldar eru ekkert gamanmál og illa geti ráðist við þá á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Fækkun skordýra áhyggjuefni
Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði um skordýr og mikilvægi þeirra fyrir vistkerfi plánetunnar í umhverfispistli í Samfélaginu á Rás 1.
18.05.2020 - 14:08
Landinn
Að taka frá land fyrir komandi kynslóðir
„Fyrstu þjóðgarðarnir voru stofnaðir í Bandaríkjunum. Þeir komu til þegar hinn tæknivæddi Evrópubúi flutti til tiltölulega ósnortinna svæða í Norður Ameríku,“ segir Sigrún Helgadóttir, líf og umhverfisfræðingur þegar hún er beðin um aðlýsa tilurð fyrstu þjóðgarðanna.
18.05.2020 - 12:59
Olíumengaður jarðvegur fannst í Elliðaárdal
Töluvert fannst af olíumenguðum jarðvegi í Elliðaárdal í Reykjavík á fimmtudaginn þegar verktaki á vegum Veitna var við framkvæmdir við Rafstöðvarveg. Jarðvegurinn fannst í steyptu mannvirki sem talið er að sé gamall olíutankur og er aðeins 15-20 metra frá bakka Elliðaáa.
17.05.2020 - 15:07
Kanna tækifæri og ávinning af friðlýsingu landsvæða
Hjá SSNE er hafin vinna við að greina tækifæri sem felast í friðlýsingu landsvæða og áhrifin á nærsvæði þeirra. Einblínt verður á friðlýst svæði við Mývatn og Laxá.
14.05.2020 - 15:50
Telur ákveðin tækifæri liggja í frestun Hvalárvirkjunar
Umhverfisráðherra vill nota tækifærið, nú þegar undirbúningi Hvalárvirkjunar hefur verið frestað, og kanna möguleika á annars konar landnotkun en til rafmagnsframleiðslu. Hann minnir á það mat Náttúrufræðistofnunar að friða skuli virkjunarsvæðið.
14.05.2020 - 12:32
Myndskeið
Gæslan steypir yfir olíuleka úr El Grillo í Seyðisfirði
Aðgerðir standa nú yfir á Seyðisfirði til að stöðva olíuleka úr flaki breska tankskipsins El Grillo, sem Þjóðverjar grönduðu í seinni heimsstyrjöldinni. Flakið verður skoðað árlega til að fyrirbyggja að olía úr því mengi fjörðinn og drepi fugla.
13.05.2020 - 19:25
Ekki allir ferðalangar sem virða lokun Reykjadals
Dæmi eru um að ferðalangar fari framhjá lokunarskiltum í Reykjadal í Ölfusi, en dalurinn hefur verið lokaður fyrir göngufólki af öryggisástæðum og til að hlífa gróðri síðan um miðjan apríl. Vonast er til að hægt verði að opna dalinn sem fyrst.
11.05.2020 - 13:17
Myndskeið
Býst við að jöklar á Íslandi haldi enn áfram að rýrna
Íslenskir jöklar hafa nær aldrei minnkað jafn mikið og þeir gerðu á síðasta ári. Flatarmál þeirra hefur dregist saman um tæplega 800 ferkílómetra síðustu 20 ár. Jarðeðlisfræðingur segir niðurstöður síðustu ára koma nokkuð á óvart.
11.05.2020 - 09:36
Landinn
Reisa gróðurhús úr umbúðum
„Hér erum við með einnota umbúðir sem verða verðmætari við breytt ástand,“ segir Jón Hafþór Marteinsson sem smíðar til gróðuhús úr svokölluðum bömbum, þúsund lítra plasttönkum sem eru notaðir fyrir flutning á allsskonar vökva.
11.05.2020 - 08:30
Frestun Hvalárvirkjunar mikil vonbrigði, en skiljanleg
Oddviti Árneshrepps segir frestun framkvæmda við Hvalárvirkjun mikil vonbrigði. Vesturverk lokaði skrifstofu sinni á Ísafirði og sagði upp tveimur starfsmönnum þar, sem þýðir að framkvæmdum við virkjunina verður frestað um óákveðinn tíma. Landvernd fagnar frestuninni og formaðurinn segir nú tækifæri til að skoða friðlýsingu á svæðinu enn frekar.
08.05.2020 - 12:10
Vonar að viðbótarvatn komi í Tjörnina
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir að lítið vatnsrennsli í Tjörnina sé áhyggjuefni. Ekki sé staðfest að byggingaframkvæmdum í Vatnsmýrinni sé um að kenna veðurfarsbreytingar hafi líka áhrif. Gerðar hafi verið kröfur um að grunnvatni og regnvatni úr Hlíðarendahverfi sé veitt út í mýrina. Þórólfur bindur vonir við að viðbótarvatn komi í Tjörnina frá Húsi Íslenskunnar þegar framkvæmdum þar er lokið. 
08.05.2020 - 09:18
Bolsonaro sendir herinn til verndar Amazon
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, skipaði hernum að takast á við skógarelda og skógarhögg í Amazon. Eyðing skóganna fyrstu þrjá mánuði ársins er þegar 50 prósentum meiri en hún var á sama tíma í fyrra, eða nærri 800 ferkílómetrar. 
08.05.2020 - 01:38
16,5 prósent segjast henda rusli í klósettið
Um 16,5prósent landsmanna segjast hafa hent einnota blaut- og sótthreinsiklútum og öðru rusli í klósettið. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Veitur fyrri hluta aprílmánaðar.
07.05.2020 - 13:19
Vilja dreifa gori og blóði til uppgræðslu við Húsavík
Norðlenska hefur óskað eftir því að dreifa úrgangi frá sláturtíð á landsvæði hjá Norðurþingi. Um 500 tonn af blóði og gori duga til uppgræðslu á 15 hektara lands. Skipulagsráð leggst ekki gegn hugmyndinni og leitar umsagnar hjá Matvælastofnun.
06.05.2020 - 15:35
Tjörnin í hættu vegna lítils vatnsrennslis
Vatnsrennsli í Tjörnina í Reykjavík er orðið mjög lítið vegna mikilla byggingaframkvæmda í Vatnsmýrinni. Ef vatn hættir að renna í Tjörnina hefur það mikil áhrif á lífríki hennar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fuglalíf við Tjörnina. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, segir að vatnasvið hennar sé ákaflega lítið. Vatn sem áður rann í hana sé veitt út í fráveitukerfi.
06.05.2020 - 14:15