Umhverfismál

Slæmur utanvegaakstur í Bjarnarflagi
Umhverfisstofnun ætlar að kæra utanvegaakstur í Bjarnarflagi í Mývatnssveit til lögreglunnar. Slæm för eftir akstur mótorkrisshjóla fundust í sendnum mel í eftirlitsferð stofnunarinnar á dögunum.
30.10.2020 - 11:14
Tæma andapollinn í síðasta sinn
Norðurhluti Árbæjarlóns, andapollurinn svokallaði fyrir ofan stífluna í Elliðaárdal í Reykjavík, verður tæmdur klukkan níu í dag og er þetta í síðasta skipti sem það gerist. Ákveðið hefur verið að safna ekki vatni í lónið framar eins og gert hefur verið um áratuga skeið. Nú á að koma á náttúrulega rennsli í gegnum stílfuna.
29.10.2020 - 08:40
Nýir íbúðarreitir of nálægt umferðarþungum stofnbrautum
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir nokkar athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem auglýstir eru nýir reitir fyrir íbúðabyggð og hverfiskjarna. Eftirlitið telur að tveir af þessum reitum séu of nálægt umferðarþungum stofnbrautum. Þá hugnast eftirlitinu ekki að umfangsmiklir vínveitingastaðir verði leyfðir í nýjum hverfiskjörnum.
Biðla til rjúpnaveiðifólks að bíða með veiði
Rjúpnaveiðifólk er hvatt til að bíða með veiði á Austurlandi og halda sig frekar í heimabyggð vegna viðkvæmrar stöðu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Veiðitímabilið hefst á sunnudaginn.
28.10.2020 - 13:01
Minna veiðimenn á reglur og tilmæli fyrir rjúpnaveiðar
Rjúpnaveiðitímabil ársins hefst á sunnudaginn og stendur til 30. nóvember, en eins og í fyrra verður leyfilegt að veiða frá föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Umhverfisstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna og hvetur þá til að gæta hófs í veiðum.
28.10.2020 - 11:13
Samfélagið
Rekja megi riðuna til synda fortíða
Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segist telja að mögulega megi rekja riðusmit í fé í Skagafirði til gamalla urðunarstaða sem hafi tekið við sýktum gripum. Riðusmitefni geti nefnilega lifað í áratugi.
28.10.2020 - 11:10
Silverado-eldurinn kviknaði mögulega út frá rafmagni
Ógnarmikill gróðureldur sem blossaði upp í Kaliforníu í fyrradag kviknaði mögulega út frá neistum frá háspennulínu. Talsmaður orkufyrirtækisins sem ber ábyrgð á háspennulínunni greindi frá þessu í gærkvöld.
28.10.2020 - 06:28
Framkvæmdir við seiðaeldisstöð á Kópaskeri að hefjast
Brátt hefjast framkvæmdir við nýja seiðaeldisstöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri. Þar á að hefja eldi næsta vor en á Kópaskeri verða alin laxaseiði fyrir sjókvíaeldi fyrirtækisins á Austfjörðum.
27.10.2020 - 11:57
Staðföst bjartsýni fyrir umhverfið
Hafdís Hanna Ægisdóttir flutti umhverfispistil í Samfélaginu og fjallaði um mikilvægi þess að vera bjartsýn yfir að því að hægt sé að taka á loftlagsmálum og bjarga jörðinni - og breyta sjálfum sér í leiðinni til hins betra.
26.10.2020 - 17:53
Myndskeið
Vilja reisa risastórar vindmyllur á Mosfellsheiði
Fjölmargar allt að 200 metra háar vindmyllur gætu risið á Mosfellsheiði innan fárra ára, verði hugmyndir norsks fyrirtækis að veruleika. Kostnaður nemur tugum milljarða. Umverfismat er í undirbúningi og Skipulagsstofnun hefur fengið margar athugasemdir.
Myndskeið
Reyna að hefta olíumengun frá Drangi
Björgunarsveitar og slökkviliðsmenn berjast við að hefta útbreiðslu olíu úr togaranum Drangi sem sökk í höfninni á Stöðvarfirði snemma í morgun. Varðskipið Þór er komið til Stöðvarfjarðar til að aðstoða við aðgerðirnar.
25.10.2020 - 11:13
Leggja fram tillögu um stækkun þjóðgarðs Snæfellsjökuls
Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nýrri reglugerð um þjóðgarðinn.
24.10.2020 - 21:10
Skrifstofustjóri ráðuneytis frestaði gildistöku laga
Fyrrverandi skrifstofustjóri í Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu fór fram á frestun lagabirtingar um laxeldi í Stjórnartíðindum seinasta sumar. Lögin tóku því ekki gildi strax og laxeldisfyrirtækjum gafst svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi.
23.10.2020 - 14:29
Taldi höfundarrétt að engu hafðan með stækkun bílskúra
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur vísað frá kæru Albínu Thordarson, arkitekts, varðandi ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar um nýtt deiliskipulag fyrir Lundahverfi. Breytingin felst meðal annars í því að leyfilegt verður að stækka bílskúra raðhúsalengju sem Albína teiknaði um 10 fermetra. Hún taldi að með þessari breytingu væri höfundar- og sæmdarréttur hennar sem arkitekts raðhúsanna að engu hafður.
22.10.2020 - 16:14
Riðan í Skagafirði hefur áhrif á búskap í Eyjafirði
Riðan á Stóru Ökrum 1 í Skagafirði hefur mikil áhrif á búskap sauðfjárbænda í Eyjafirði, sem tilheyra sama varnarhólfi. Haustið er helsti tími viðskipta með líflömb en slíkir flutningar milli bæja eru nú bannaðir.
22.10.2020 - 12:52
Myndskeið
„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“
Skotveiðifélag Íslands er afar ósátt við að rjúpnaveiðidögum hafi ekki verið fjölgað frá í fyrra. Formaðurinn óttast slys þegar veiðimenn ana út í hvers kyns veður til þess að nýta dagana. Hann segir að faraldurinn ætti ekki að hafa mikil áhrif á veiðarnar.
Matorka fær leyfi fyrir 6000 tonna fiskeldi í Grindavík
Matvælastofnun hefur veitt Matorku ehf. rekstrarleyfi fyrir allt að 6.000 tonna eldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi að Húsatóftum við Grindavík. Áður hafði Matorka leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á sama stað.
20.10.2020 - 16:50
Spegillinn
Spár ekki talningar á fiskum segir fiskifræðingur
Í síðustu viku kynnti Hafrannsóknastofnun niðurstöður úr loðnumælingum haustsins og lagði til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar í vetur, en ráðgjöfin verði endurskoðuð eftir áramót í ljósi mælinga sem gera á í upphafi árs. Þetta gæti orðið þriðji veturinn í röð þar sem verður loðnubrestur því ekki hefur mælst nægilega mikið til þess að Hafrannsóknastofnun geti mælt með veiðum.
20.10.2020 - 10:31
Vilja aukið aðhald í loftslagsaðgerðum stjórnvalda
Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson mælti í kvöld fyrir frumvarpi sínu og Rósu Björk Brynjólfsdóttur um að lögfest verði annars vegar markmið um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 og hins vegar að dregið skuli úr losun um sjötíu prósent árið 2030. Janframt verði fest í sessi ferli þar sem árangur af aðgerðum stjórnvalda er metinn af sérfræðingum og markmið þeirra endurskoðuð.
19.10.2020 - 20:21
Rjúpnastofninn með minnsta móti og hvatt til hófsemdar
Umhverfisstofnun höfðar til ábyrgðar rjúpnaveiðimanna og hvetur þá til hóflegrar veiði, enda veiðistofninn nú einn sá minnsti frá því mælingar hófust fyrir aldarfjórðungi.
19.10.2020 - 16:16
Talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja það að slíkur búnaður virki sem skildi, eftir að talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum fyrir helgi.
Skotvís sakar Umhverfisstofnun um ófagleg vinnubrögð
Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hefur mótmælt þeirri ákvörðun umhverfisráðuneytisins að engar breytingar verði gerðar á veiðitíma rjúpu í ár. Í ályktun frá Skotvís segir að full ástæða hafi verið til að endurskoða árs gamla ákvörðun í þeim efnum. Forsendur hafi breyst verulega á þessu ári.
19.10.2020 - 15:02
Landinn
Samtvinna landbúnað og náttúruvernd
„Við þurfum að hafa eitthvað svona haldbært í höndunum. Það er ekki nóg að segja að allt sé bara í góðu standi ef maður getur ekki sýnt fram á það,“ segir Þóra Kópsdóttir bóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi sem lætur rannsaka áhrif beitar á birkiskóg í hennar landi.
18.10.2020 - 20:15
Nanóagnir í heila
Stefán Gíslason fjallar um örsmá efni í mengun, til dæmis frá umferð, sem getur ýtt undir alvarlega sjúkdóma í fólki.
18.10.2020 - 12:59
Umhverfisstofnun geldur varhug við knatthúsi Hauka
Umhverfisstofnun hefur óskað eftir frekari gögnum frá Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðs knatthúss sem til stendur að reisa á mörkum friðlands Ástjarnar í Áslandi. Stofnunin telur óljóst hvaða áhrif framkvæmdin mun hafa á vatnafar Ástjarnar og það sé mikilvægt að meta hvaða áhrif jarðrask vegna knatthúss hafa á vatnsstöðu og lífríki tjarnarinnar.
18.10.2020 - 10:35