Trúarbrögð

Lyfjastofnun vísar á vinnueftirlitið í Kína
Lyfjastofnun getur ekki staðfest hvort grímur frá sænska heildasalanum OneMed séu seldar á Íslandi. Grunur leikur á um að andlitsgrímur sem dönsk yfirvöld keyptu til notkunar á heilsugæslustöðvum og spítölum hafi verið framleiddar af kúguðum Úígúrum í Kína.
16.12.2020 - 19:37
Landinn
Altaristafla Krosskirkju tengd Tyrkjaráninu
Síðustu misseri hefur verið unnið að gagngerum endurbótum Krosskirkju, sem er lítil sveitakirkja á bænum Krossi í Austur-Landeyjum. Í ár eru liðin hundrað og sjötíu ár síðan Krosskirkja var vígð og á þessum tíma hefur henni verið breytt töluvert en ekki endilega til prýði. Því var ákveðið að koma henni í upphaflegt horf.
16.12.2020 - 08:30
Aðventustund fyrir syrgjendur
Hugljúf tónlist, hugvekja og minningarstund fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla.
13.12.2020 - 16:40
Jólin reynast syrgjendum oft erfið
Aðdragandi jóla og jólahátíðin geta verið mörgum erfiður tími, ekki síst þeim sem misst hafa ástvini, segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Aðventustund fyrir syrgjendur verður send út á RÚV klukkan 17 í dag.
13.12.2020 - 13:13
Samþykktu lög til höfuðs trúarofstæki
Franska ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir lagafrumvarp Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, sem miðar að því að stemma stigu við öfga-íslamisma, svo sem með því að herða reglur um hatursorðræðu og heimaskóla. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar þriggja mannskæðra árása öfga-íslamista að undanförnu og er liður í langtímaáætlun Macrons um að treysta og efla veraldlegan grundvöll og gildi fransks samfélags.
10.12.2020 - 02:20
Ljósahátíð Gyðinga hefst 10. desember
Hin gyðinglega hátíð Hanukka, sem kölluð hefur verið ljósahátíð á íslensku, hefst við sólarlag 10. desember og henni lýkur 18. desember. Hátíðin stendur í 8 daga og nætur, og níu arma ljósastika gegnir lykilhlutverki: átta kerti, og eitt aukakerti í miðjunni til þess að kveikja á hinum.
09.12.2020 - 18:18
Vindmyllubræður ákærðir fyrir fjársvik vegna Zúista
Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson hafa verið ákærðir fyrir fjársvik í tengslum við rekstur Zúista-trúfélagsins. Þeir eru sagðir hafa styrkt og hagnýtt sér þá röngu hugmynd starfsmanna íslenskra stjórnvalda að trúfélagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim grunni hafi félagið fengið tæpar 85 milljónir frá október 2017 til janúar 2019. Ákæra héraðssaksóknara er ítarleg og löng þar sem meint brot bræðranna eru rakin.
07.12.2020 - 13:00
Rifu niður málmsúluna og settu upp risakross í staðinn
Nokkrir menn sem virðast aðhyllast kristin trúarbrögð, samsæriskenningar og kynþáttahatur, fjarlægðu á fimmtudagsnótt, málmsúluna dularfullu sem fannst á toppi Fururfjalls í Kaliforníu. Mennirnir birtu myndband af sér á Netinu þar sem þeir sjást taka súluna burt og setja þar heimagerðan kross í staðinn á meðan þeir drekka orkudrykki og viðhafa hatursorðræðu.Yfirvöld segjast vera í uppnámi yfir skemmdarverkinu.
05.12.2020 - 10:15
Landinn
Jafnvel fleiri sem sækja messu á netinu en í kirkju
Það er aðventustund í Akraneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þessi athöfn er hinsvegar óhefðbundin, svo ekki sé meira sagt, vegna þess að í kirkjunni eru engir nema prestarnir í Garða- og Saurbæjarprestakalli, organisti Akraneskirkju og tæknimaður, sem er reyndar líka í sóknarnefndinni.
29.11.2020 - 20:20
Ljóst að helgihald verður með öðru sniði í ár
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og fer helgihald fram með breyttu sniði í ár vegna faraldursins eins og svo margt annað. Kirkjur landsins hafa verið óvenju dauflegar í morgun.
29.11.2020 - 12:54
Viðtal
„Ég kann alveg að svara fyrir mig“
Davíð Þór Jónsson prestur í Laugarneskirkju viðurkennir að saga hans sé ekki öll falleg og til fyrirmyndar. Þegar hann tók fyrst við prestakalli efuðust sumir um þjóðþekktan grínistann hlutverkinu og stundum hefur fólk afþakkað þjónustu hans vegna fortíðarinnar. Fleiri hafa þó leitað til sérstaklega til hans í trausti um að mæta ekki siðferðislegu yfirlæti.
29.11.2020 - 08:35
Smit í hópi ákærðra seinka Charlie Hebdo-réttarhöldum
Réttarhöldum í tengslum við árásina á ritstjórn franska tímaritsins Charlie Hebdo hefur verið frestað um minnst eina viku vegna COVID-19 smita í hópi hinna ákærðu. Fjórtán eru ákærð fyrir að hafa verið í vitorði með illvirkjunum þremur sem myrtu samtals 17 manns í og eftir árásina á Charlie Hebdo í París í janúar 2015.
Segir Vesturlandabúa ofsækja múslima
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands sakar Vesturlandabúa um ofsóknir á hendur múslimum. Sumir leiðtogar vestrænna ríkja kyndi undir íslamsfóbíu að hans sögn og hvetur hann Frakklandsforseta til að fara í geðrannsókn.
26.10.2020 - 16:00
Einn af stofnendum Nikita kaupir hús biskupsstofu
Fyrirtækið S&H Invest hefur, samkvæmt heimildum fréttastofu, keypt húsnæði biskupsstofu við Laugaveg 31. Félagið er í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans en Valdimar stofnaði fatamerkið Nikita ásamt Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur. Það var síðar selt til finnska sporvörusamsteypunnar Amer Sports. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en kirkjuráð samþykkti tilboð S&H Invest um miðjan september.
22.10.2020 - 16:09
Allt helgihald falli niður í október
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess að opið helgihald falli niður í kirkjum landsins í október. Hugað verði þess í stað því að því að streyma efni til fólks.
Kirkjuráð samþykkir tilboð í Laugaveg 31
Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í Laugaveg 31 sem var húsnæði biskupsstofu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ákveðnir fyrirvarar á tilboðinu, meðal annars um fjármögnum og það skýrist síðar í þessum mánuði hvort af verður. Ásett verð á eignina er 570 milljónir en húsnæðið er 1.540 fermetrar. Ekki fengust upplýsingar um hver gerði tilboðið sem kirkjuráð samþykkti.. 
14.09.2020 - 19:45
Svona er talið líklegast að Jesú hafi litið út
Það eru engar lýsingar á útliti Jesú Krists í Biblíunni en sérfræðingar telja líklegast að hann hafi verið dökkur yfirlitum, smávaxinn, skegglaus og almúgalegur maður. Ekki er hann talinn hafa skorið sig úr fjöldanum á sínum tíma að fríðleika eða hörundslit eins og á þeim myndum sem við flest þekkjum af frelsaranum.
14.09.2020 - 12:50
„Ég læt brimið dynja á mér án þess að gefa eftir“
„Vestfirðir geta mjög auðveldlega eignað sér stærsta hlutann af hjarta þínu og þannig var það með mig,“ segir Pétur G. Markan fyrrum bæjarstjóri á Súðavík. Hann hefur valdið usla í hlutverki sínu sem samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar og hefur markaðsefni þar sem Jesús er sýndur með brjóst og andlitsfarða farið fyrir brjóstið á mörgum.
14.09.2020 - 09:54
Myndskeið
Kolvitlaus mynd af Jesú í flestum kirkjum á Íslandi
Sóknarprestur segir að sú mynd sem flestir hafi í huga sér af Jesú sé röng. Skiptar skoðanir eru um auglýsingamynd þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og andlitsfarða. Kirkjan hefur beðist afsökunar á myndinni en strætó skreyttur henni ekur um göturnar næstu vikurnar.
13.09.2020 - 19:20
Viðtal
„Þetta voru mistök, engin spurning“
Biskupsstofa vann heimavinnuna ekki nægilega vel áður en farið var í að setja Jesú fram með brjóst og andlitsfarða til þess að fagna fjölbreytileikanum, kynna sunnudagaskólann og vetrarstarf kirkjunnar. Þetta segir prestur í Grafarvogskirkju, og segir kirkjuna nú sitja uppi með afleiðingarnar.
12.09.2020 - 15:05
Tvær tillögur um flóttamenn á kirkjuþingi
Tvær tillögur að ályktunum um bætta þjónustu og stuðning við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd liggja fyrir kirkjuþingi. Í annarri er lýst efasemdum um getu grískra, ítalskra og ungverskra stjórnvalda um að skapa fólki á flótta mannsæmandi aðstæður.
10.09.2020 - 17:32
„Skiptir ekki máli hvort Jesús sé trans, kona eða karl“
Þjóðkirkjan uppfærði forsíðumynd sína á Facebook fyrir helgi og olli með því nokkru fjaðrafoki. Á myndinni má sjá Jesú kampakátan með sitt síða hár og skegg en einnig vegleg brjóst og andlitsfarða. Pétur G. Markan, samskiptastjóri kirkjunnar, segir myndina fanga samfélagið eins og það er, og fjölbreytileika þess.
06.09.2020 - 12:57
Prestum hugnast ekki að rukka sjálfir fyrir útfarir
Prestar telja að breyting sem gerð var á lögum um þjóðkirkjuna hafi sett starfskjör þeirra óvissu. Með breytingunni fá prestar ekki lengur greitt frá kirkjugörðum vegna kistulagninga, útfara og niðursetningu duftkerja heldur þurfa sjálfir að annast innheimtu þessara greiðslna. Og það hugnast þeim ekki.
04.09.2020 - 08:34
Viðtal
Jón Steinar talar fyrir frjálslegri og hlýlegri útförum
„Prestarnir gera þetta oft vel en það verður aldrei jafn hlýlegt og þegar einhver sem þekkti hinn látna talar,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, á RÚV í dag. Hann vakti máls á því á dögunum að ástvinir geti séð um minningarorð í útförum í stað presta.
Þjóðkirkjan braut jafnréttislög
Þjóðkirkjan braut gegn jafnréttislögum þegar sóknarprestur var skipaður í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem fjallaði um málið og kvað upp úrskurð fyrr í þessum mánuði. Nefndin segir að Þjóðkirkjan hafi ekki sýnt fram á að önnur sjónarmið en kyn umsækjenda hafi ráðið úrslitum um hver var valinn sóknarprestur. Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni segir að lærdómur verði dreginn af úrskurði kærunefndar unnið að tillögum um umbætur.
18.07.2020 - 14:48